Formúlu 1 ökuþór rændur eftir úrslitaleik EM og rándýru úri hans stolið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 07:30 Lando Norris hefur ekið fyrir McLaren í Formúlu 1 undanfarin þrjú ár. getty/Jure Makovec Formúlu 1 ökuþórinn Lando Norris var rændur eftir úrslitaleik EM á Wembley í fyrradag. Norris var á meðal áhorfenda á leik Englands og Ítalíu og sá Ítali verða Evrópumeistara eftir 3-2 sigur í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 1-1. Þegar Norris var á leið af vellinum eftir leikinn var hann rændur af tveimur mönnum. Annar þeirra hélt honum meðan hinn reif af honum Richard Mille úr að verðmæti tæplega sjö milljóna króna. Samkvæmt talsmanni McLaren, liðsins sem Norris ekur fyrir í Formúlu 1, var ökuþórnum skiljanlega brugðið eftir atvikið. Hann slapp þó ómeiddur. Mikið gekk á á sunnudaginn og margir stuðningsmenn Englands létu ófriðlega. Fjöldi stuðningsmanna ruddist inn á Wembley þrátt fyrir að vera ekki með miða og öryggisgæslu á úrslitaleiknum var ábótavant. Hinn 21 árs Norris er á sínu þriðja tímabili í Formúlu 1. Hann er í 4. sæti í keppni ökuþóra sem stendur. Norris hefur þrisvar sinnum komist á verðlaunapall á tímabilinu. Formúla EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Norris var á meðal áhorfenda á leik Englands og Ítalíu og sá Ítali verða Evrópumeistara eftir 3-2 sigur í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 1-1. Þegar Norris var á leið af vellinum eftir leikinn var hann rændur af tveimur mönnum. Annar þeirra hélt honum meðan hinn reif af honum Richard Mille úr að verðmæti tæplega sjö milljóna króna. Samkvæmt talsmanni McLaren, liðsins sem Norris ekur fyrir í Formúlu 1, var ökuþórnum skiljanlega brugðið eftir atvikið. Hann slapp þó ómeiddur. Mikið gekk á á sunnudaginn og margir stuðningsmenn Englands létu ófriðlega. Fjöldi stuðningsmanna ruddist inn á Wembley þrátt fyrir að vera ekki með miða og öryggisgæslu á úrslitaleiknum var ábótavant. Hinn 21 árs Norris er á sínu þriðja tímabili í Formúlu 1. Hann er í 4. sæti í keppni ökuþóra sem stendur. Norris hefur þrisvar sinnum komist á verðlaunapall á tímabilinu.
Formúla EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira