Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 12:08 Þessi mynd var tekin á Austurvelli um árið þegar slæmum aðbúnaði og aðstæðum hælisleitenda hér á landi var mótmælt. Vísir/Vilhelm Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. Kjörorð dagsins er „Út með Útlendingastofnun“ og margvísleg mannréttindasamtök standa að mótmælum sem hefjast klukkan eitt á Austurvelli í dag. Þeirra á meðal eru samtökin Solaris, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn. Sema Erla Serdar er formaður þeirra. Sema Erla Serdar formaður Solaris.Friðrik Þór „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þeirra aðgerða sem við urðum vitni að í síðustu viku, þar sem tveir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru lokkaðir á fölskum forsendum til Útlendingastofnunar, frelsissviptir, beittir harðræði og ofbeldi og síðan brottvísað án nokkurs fyrirvara frá Íslandi. Að okkar mati er þetta bara enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimmilega stefnu íslenskra stjórnvalda í garð fólks á flótta,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema segir Útlendingastofnun beita þá sem eiga að vera skjólstæðingar hennar kerfisbundnu ofbeldi - og að því sé verið að mótmæla í dag. „Útlendingastofnun er náttúrulega löngu úr sér gengin og farin að gera töluvert meira ógagn en gagn. Að mínu mati þá þarf að endurskoða allt kerfið í kringum útlendinga á Íslandi og þá sérstaklega fólk á flótta. Fyrsti liðurinn í því er vissulega að leggja niður Útlendingastofnun og koma á kerfi sem hefur mannúð og virðingu að leiðarljósi,“ segir Sema. Sitjandi ríkisstjórn hefur að sögn Semu fært málefni flóttamanna og hælisleitenda til verri vegar. „Við höfum síðustu ár upplifað mikla grimmd í garð fólks á flótta og við höfum ekki séð neinar almennar úrbætur heldur einungis úrbætur, þar sem almenningur í landinu hefur komið í gegn einhverjum plástrum þegar nauðsyn hefur verið til,“ segir Sema Erla, formaður Solaris. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Kjörorð dagsins er „Út með Útlendingastofnun“ og margvísleg mannréttindasamtök standa að mótmælum sem hefjast klukkan eitt á Austurvelli í dag. Þeirra á meðal eru samtökin Solaris, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn. Sema Erla Serdar er formaður þeirra. Sema Erla Serdar formaður Solaris.Friðrik Þór „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þeirra aðgerða sem við urðum vitni að í síðustu viku, þar sem tveir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru lokkaðir á fölskum forsendum til Útlendingastofnunar, frelsissviptir, beittir harðræði og ofbeldi og síðan brottvísað án nokkurs fyrirvara frá Íslandi. Að okkar mati er þetta bara enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimmilega stefnu íslenskra stjórnvalda í garð fólks á flótta,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema segir Útlendingastofnun beita þá sem eiga að vera skjólstæðingar hennar kerfisbundnu ofbeldi - og að því sé verið að mótmæla í dag. „Útlendingastofnun er náttúrulega löngu úr sér gengin og farin að gera töluvert meira ógagn en gagn. Að mínu mati þá þarf að endurskoða allt kerfið í kringum útlendinga á Íslandi og þá sérstaklega fólk á flótta. Fyrsti liðurinn í því er vissulega að leggja niður Útlendingastofnun og koma á kerfi sem hefur mannúð og virðingu að leiðarljósi,“ segir Sema. Sitjandi ríkisstjórn hefur að sögn Semu fært málefni flóttamanna og hælisleitenda til verri vegar. „Við höfum síðustu ár upplifað mikla grimmd í garð fólks á flótta og við höfum ekki séð neinar almennar úrbætur heldur einungis úrbætur, þar sem almenningur í landinu hefur komið í gegn einhverjum plástrum þegar nauðsyn hefur verið til,“ segir Sema Erla, formaður Solaris.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59