FÍF telur Isavia hafa sýnt fagleg vinnubrögð í máli flugumferðarstjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júlí 2021 21:52 Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. Vísir/Isavia Ung kona sem var í teymisvinnu með flugumferðarstjórum Isavia ANS frá því í október í fyrra fékk ekki að vita fyrr en í síðustu viku að þeir hafi verið grunaðir um nauðgun frá því í júní í fyrra. Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur Isavía hafa unnið málið faglega. Tveimur flugumferðarstjórum var sagt upp upp störfum í síðustu viku hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn í júní í fyrra. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið var sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru mennirnir færðir til í starfi þegar rannsókn hófst í fyrra. Starfsfólk Isavia ANS var upplýst um málið í síðustu viku. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. „Stjórn FÍF hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess hvort að Isavia hefði átt að láta meinta gerendur fara fyrr þ.e. segja þeim upp störfum. Við treystum því að Isavia hafi gert allt það besta í þessu máli og unnið eins faglega og hratt og þeir gátu,“ segir Arnar. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að stjórnendur Isavia hafi sett unga konu í teymisvinnu með flugumferðarstjórunum eftir að málið kom upp segir Arnar: „ Það er náttúrulega svipað svar. Við höfum ekki tekið einhverja formlega afstöðu til þessara aðgera sem Isavia greip til.“ Konan sem um ræðir fékk að vita af málinu í síðustu viku þegar vinnustaðasálfræðingur upplýsti hana um það. Hún segir í samtali við fréttastofu að teymisvinnan með mönnunum hafi byrjað í október í fyrra og hafi að mestu farið fram á fjarfundum og verið fagleg. Henni brá hins vegar mikið við fréttirnar og óskaði eftir leyfi frá störfum í einn dag. Arnar segir að stjórn félagsins hafi einnig brugðist við þegar málið kom upp í síðustu viku. Þá hafi annar flugumferðarstjóranna sagt sig frá hlutverki trúnaðarmanns í fyrra þegar málið kom upp. „Stjórnin brást tafarlaust við um leið og okkur barst þessi vitneskja og leysti viðkomandi undan nefndarstörfum sem viðkomandi gegndi fyrir félagið. Annar flugumferðarstjóranna sem um ræðir gegndi stöðu trúnaðarmanns hjá FÍF þegar málið kom upp. „Það kom aldrei inná okkar borð að taka afstöðu til þess að víkja öðrum flugumferðarstjór0anum úr hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Það var ákvörðun sem hann tók sjálfur. Kynferðisofbeldi Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Tveimur flugumferðarstjórum var sagt upp upp störfum í síðustu viku hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn í júní í fyrra. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið var sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru mennirnir færðir til í starfi þegar rannsókn hófst í fyrra. Starfsfólk Isavia ANS var upplýst um málið í síðustu viku. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. „Stjórn FÍF hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess hvort að Isavia hefði átt að láta meinta gerendur fara fyrr þ.e. segja þeim upp störfum. Við treystum því að Isavia hafi gert allt það besta í þessu máli og unnið eins faglega og hratt og þeir gátu,“ segir Arnar. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að stjórnendur Isavia hafi sett unga konu í teymisvinnu með flugumferðarstjórunum eftir að málið kom upp segir Arnar: „ Það er náttúrulega svipað svar. Við höfum ekki tekið einhverja formlega afstöðu til þessara aðgera sem Isavia greip til.“ Konan sem um ræðir fékk að vita af málinu í síðustu viku þegar vinnustaðasálfræðingur upplýsti hana um það. Hún segir í samtali við fréttastofu að teymisvinnan með mönnunum hafi byrjað í október í fyrra og hafi að mestu farið fram á fjarfundum og verið fagleg. Henni brá hins vegar mikið við fréttirnar og óskaði eftir leyfi frá störfum í einn dag. Arnar segir að stjórn félagsins hafi einnig brugðist við þegar málið kom upp í síðustu viku. Þá hafi annar flugumferðarstjóranna sagt sig frá hlutverki trúnaðarmanns í fyrra þegar málið kom upp. „Stjórnin brást tafarlaust við um leið og okkur barst þessi vitneskja og leysti viðkomandi undan nefndarstörfum sem viðkomandi gegndi fyrir félagið. Annar flugumferðarstjóranna sem um ræðir gegndi stöðu trúnaðarmanns hjá FÍF þegar málið kom upp. „Það kom aldrei inná okkar borð að taka afstöðu til þess að víkja öðrum flugumferðarstjór0anum úr hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Það var ákvörðun sem hann tók sjálfur.
Kynferðisofbeldi Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31
Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00