Miður sín og biðst afsökunar fyrir hönd Handlæknastöðvarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2021 18:30 Eiríkur Orri Guðmundsson er stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar. vísir/bjarni Stjórnarformaður handlæknastöðvarinnar er miður sín yfir máli læknis sem sviptur var læknaleyfi vegna fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða. Samstarfsmenn hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli. Hann biðst afsökunar fyrir hönd stöðvarinnar. Hannes Hjartarson, sem starfaði sem háls,nef- og eyrnalæknir á Handlæknastöðinni þar til í desember 2019, var sviptur starfsleyfi eftir umfangsmikla rannsókn embættis landlæknis á starfsháttum hans. Niðurstaða óháðra sérfræðinga var að hann hefði framkvæmt ónauðsynlegar skurðaðgerðir og einnig óeðlilega margar aðgerðir eða 53 ónefndar aðgerðir, á þriggja mánaða tímabili, á meðan aðrir læknar á sömu stofu gerðu núll til tvær aðgerðir. Málið gríðarlegt áfall „Þetta mál hefur verið okkur öllum gríðarlegt áfall þegar það kom upp og það voru allir miður sín yfir því að þetta skyldi hafa gerst,“ segir Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar. Eiríkur tilkynnti upphaflega um málið til Landlæknis eftir að hafa fengið kvartanir frá samstarfsfólki Hannesar. „Daginn eftir að ég fer á fund landlæknis þá er hann kallaður þangað og bara um leið hættir hann störfum hjá okkur,“ segir Eiríkur Orri. Heimildir fréttastofu herma að um sé að ræða ennisholuaðgerðir og skurðaðgerðir á nefi. Hann hafi beitt úreltum aðferðum í aðgerðum sínum sem hafi sumar aðeins tekið örfáar mínútur. Samkvæmt nútíma læknisfræði eigi slíkar aðgerðir að vera gerðar með sérstökum speglabúnaði, sem hann notaði ekki, og taka um klukkustunda. Aðgerðartíminn hafi vakið upp grunsemdir meðal samstarfsfélaga hans. Áfengisvandi meðal þess sem tilkynnt var um Handlæknastöðin rekur skurðstofur og leigir út aðstöðu til fjörutíu sérfræðinga. Eiríkur segir stöðina ekki bera ábyrgð á aðgerðum lækna sem þar starfa. „Þá er okkur engu að síður brugðið og bara fyrir hönd stöðvarinnar biðjumst afsökunar á því að þetta hafi gerst innan okkar veggja og undir okkar merkjum,“ segir Eiríkur. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins segir að Hannes hafi veikst alvarlega í apríl 2019 þegar hann hafi fengið krampa og/eða yfirlið. Heimildir fréttastofu herma að áfengisvandi hafi verið á meðal þess sem tilkynnt var til landlæknis. „Ef það er grunur um að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður glími við áfengisvanda ber bæði vinnuveitenda og heilbrigðisstarfsmanninum sjálfum skylda til að tilkynna það til landlæknis.“ Var það eitt af því sem var tilkynnt til landlæknis? „Ég get ekki sagt til um það,“ segir Eiríkur. Hannes ætlar ekki að tjá sig Í tilkynningu frá Hannesi segir að hann hafi móttekið úrskurð heilbrigðisráðuneytisins og muni fara yfir efni hans með lögmönnum sínum. Hann ætli ekki að tjá sig um efni úrskurðarins eða málið að öðru leyti í fjölmiðlum. Heilbrigðismál Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9. júlí 2021 11:46 Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hannes Hjartarson, sem starfaði sem háls,nef- og eyrnalæknir á Handlæknastöðinni þar til í desember 2019, var sviptur starfsleyfi eftir umfangsmikla rannsókn embættis landlæknis á starfsháttum hans. Niðurstaða óháðra sérfræðinga var að hann hefði framkvæmt ónauðsynlegar skurðaðgerðir og einnig óeðlilega margar aðgerðir eða 53 ónefndar aðgerðir, á þriggja mánaða tímabili, á meðan aðrir læknar á sömu stofu gerðu núll til tvær aðgerðir. Málið gríðarlegt áfall „Þetta mál hefur verið okkur öllum gríðarlegt áfall þegar það kom upp og það voru allir miður sín yfir því að þetta skyldi hafa gerst,“ segir Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar. Eiríkur tilkynnti upphaflega um málið til Landlæknis eftir að hafa fengið kvartanir frá samstarfsfólki Hannesar. „Daginn eftir að ég fer á fund landlæknis þá er hann kallaður þangað og bara um leið hættir hann störfum hjá okkur,“ segir Eiríkur Orri. Heimildir fréttastofu herma að um sé að ræða ennisholuaðgerðir og skurðaðgerðir á nefi. Hann hafi beitt úreltum aðferðum í aðgerðum sínum sem hafi sumar aðeins tekið örfáar mínútur. Samkvæmt nútíma læknisfræði eigi slíkar aðgerðir að vera gerðar með sérstökum speglabúnaði, sem hann notaði ekki, og taka um klukkustunda. Aðgerðartíminn hafi vakið upp grunsemdir meðal samstarfsfélaga hans. Áfengisvandi meðal þess sem tilkynnt var um Handlæknastöðin rekur skurðstofur og leigir út aðstöðu til fjörutíu sérfræðinga. Eiríkur segir stöðina ekki bera ábyrgð á aðgerðum lækna sem þar starfa. „Þá er okkur engu að síður brugðið og bara fyrir hönd stöðvarinnar biðjumst afsökunar á því að þetta hafi gerst innan okkar veggja og undir okkar merkjum,“ segir Eiríkur. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins segir að Hannes hafi veikst alvarlega í apríl 2019 þegar hann hafi fengið krampa og/eða yfirlið. Heimildir fréttastofu herma að áfengisvandi hafi verið á meðal þess sem tilkynnt var til landlæknis. „Ef það er grunur um að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður glími við áfengisvanda ber bæði vinnuveitenda og heilbrigðisstarfsmanninum sjálfum skylda til að tilkynna það til landlæknis.“ Var það eitt af því sem var tilkynnt til landlæknis? „Ég get ekki sagt til um það,“ segir Eiríkur. Hannes ætlar ekki að tjá sig Í tilkynningu frá Hannesi segir að hann hafi móttekið úrskurð heilbrigðisráðuneytisins og muni fara yfir efni hans með lögmönnum sínum. Hann ætli ekki að tjá sig um efni úrskurðarins eða málið að öðru leyti í fjölmiðlum.
Heilbrigðismál Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9. júlí 2021 11:46 Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9. júlí 2021 11:46
Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15