Grínaðist með að fyrsti titillinn gæti kostað vinskapinn við Messi Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 14:00 Neymar hefur aldrei unnið Copa América en það gæti breyst annað kvöld. EPA-EFE/Fernando Bizerra Jr Vinirnir Neymar og Lionel Messi mætast á miðnætti annað kvöld, að íslenskum tíma, í leik sem endar með því að annar þessara stórstjarna verður Suður-Ameríkumeistari í fótbolta í fyrsta sinn á ferlinum. Neymar og Messi léku í fjögur ár saman hjá Barcelona og Brasilíumaðurinn grínaðist með það að vinskapur þeirra Messis væri í húfi í úrslitaleiknum annað kvöld. Báðir hafa þeir farið á kostum í Copa América í ár en Messi hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar fyrir Argentínu á meðan að Neymar hefur skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir gestgjafana í Brasilíu. „Messi er, eins og ég hef alltaf sagt, besti leikmaður sem ég hef spilað á móti og hann er frábær vinur. En núna erum við komnir í úrslitaleik og þá erum við keppinautar. Ég vil vinna og mig dauðlangar að vinna þennan titil því það yrði fyrsti Copa América titillinn minn,“ sagði Neymar. Heldur með Messi þegar hann getur „Messi er búinn að freista þess í mörg ár að vinna sinn fyrsta titil með landsliðinu og í hvert sinn sem að við erum ekki að spila þá held ég með honum. Ég hvatti hann áfram í úrslitaleiknum á HM 2014, þegar þeir mættu Þýskalandi. Núna er Brasilía hins vegar að spila svo að vinskapur okkar er í húfi,“ sagði Neymar hlæjandi en bætti við: „Virðingin okkar á milli er áfram mjög mikil en það getur bara annar okkar fagnað sigri. Þegar maður er vinur einhvers þá er erfitt að gleyma því… en þið vitið hvernig þetta er þegar þið eruð til dæmis að spila tölvuleik við vin ykkar. Maður vill alltaf vinna. Þannig verður þetta núna.“ Brasilía getur orðið suður-amerískur meistari í tíunda sinn en Argentína hefur þurft að bíða í 28 ár eftir sínum fimmtánda titli. Copa América Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Neymar og Messi léku í fjögur ár saman hjá Barcelona og Brasilíumaðurinn grínaðist með það að vinskapur þeirra Messis væri í húfi í úrslitaleiknum annað kvöld. Báðir hafa þeir farið á kostum í Copa América í ár en Messi hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar fyrir Argentínu á meðan að Neymar hefur skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir gestgjafana í Brasilíu. „Messi er, eins og ég hef alltaf sagt, besti leikmaður sem ég hef spilað á móti og hann er frábær vinur. En núna erum við komnir í úrslitaleik og þá erum við keppinautar. Ég vil vinna og mig dauðlangar að vinna þennan titil því það yrði fyrsti Copa América titillinn minn,“ sagði Neymar. Heldur með Messi þegar hann getur „Messi er búinn að freista þess í mörg ár að vinna sinn fyrsta titil með landsliðinu og í hvert sinn sem að við erum ekki að spila þá held ég með honum. Ég hvatti hann áfram í úrslitaleiknum á HM 2014, þegar þeir mættu Þýskalandi. Núna er Brasilía hins vegar að spila svo að vinskapur okkar er í húfi,“ sagði Neymar hlæjandi en bætti við: „Virðingin okkar á milli er áfram mjög mikil en það getur bara annar okkar fagnað sigri. Þegar maður er vinur einhvers þá er erfitt að gleyma því… en þið vitið hvernig þetta er þegar þið eruð til dæmis að spila tölvuleik við vin ykkar. Maður vill alltaf vinna. Þannig verður þetta núna.“ Brasilía getur orðið suður-amerískur meistari í tíunda sinn en Argentína hefur þurft að bíða í 28 ár eftir sínum fimmtánda titli.
Copa América Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira