Alfreð ánægður að þurfa loksins ekki að heyra öll boltahljóðin Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 10:01 Alfreð Gíslason er jafnan líflegur á hliðarlínunni og vill að sjálfsögðu hafa stuðningsmenn í stúkunni. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Alfreð Gíslason mun í kvöld loksins fá að stýra þýska landsliðinu í handbolta fyrir framan áhorfendur, í fyrsta sinn frá því að hann tók við liðinu. Alfreð hefur þurft að bíða í 16 mánuði með að stýra Þýskalandi fyrir framan stuðningsmenn, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta stórmót liðsins undir hans stjórn var HM í Egyptalandi í janúar þar sem var áhorfendabann, og í umspilinu um sæti á Ólympíuleikunum voru áhorfendur einnig bannaðir. Það verður jafnframt áhorfendabann á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í þessum mánuði en í leikjunum tveimur sem Þjóðverjar spila í undirbúningnum fyrir mótið, gegn Brasilíu og Egyptalandi í Nürnberg, mega 1.000 áhorfendur mæta: „Þetta er ný reynsla fyrir mig sem landsliðsþjálfara [Þýskalands]. Ég hef aldrei fengið að upplifa þetta,“ er haft eftir Alfreð á vef Handball-World. „Ég er afskaplega glaður yfir því að fá þessa stemningu af áhorfendapöllunum í stað þess að heyra hvert einasta hljóð þegar boltinn snertir eitthvað. Loksins eru hlutirnir að breytast,“ sagði Alfreð. Eftir fjórar vikur í starfi átti Alfreð að stýra Þýskalandi í leik í fyrsta sinn í mars 2020, gegn Hollandi. „Ég hlakkaði mikið til að sjá fulla höll,“ sagði Alfreð en ekkert varð af leiknum. Mótherjar sem krefjast mikils Þó að Alfreð verði að sætta sig við að engir áhorfendur verði svo á Ólympíuleikunum þá vonast hann til þess að leikirnir við Brasilíu og Egyptaland hjálpi þýska liðinu á leikunum. „Við þurfum sárlega á þessum tveimur leikjum að halda. Bæði þessi liðu eru góð og munu krefjast mikils af okkur. Við fáum að reyna okkur við toppaðstæður. Liðið er mjög metnaðarfullt og klárt í slaginn. Við vonumst eftir því að sækja okkur byr í seglin fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur Þýskalands á Ólympíuleikunum er gegn Spáni 24. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi, Frakklandi, Argentínu og einmitt Brasilíu, andstæðingi kvöldsins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Alfreð hefur þurft að bíða í 16 mánuði með að stýra Þýskalandi fyrir framan stuðningsmenn, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta stórmót liðsins undir hans stjórn var HM í Egyptalandi í janúar þar sem var áhorfendabann, og í umspilinu um sæti á Ólympíuleikunum voru áhorfendur einnig bannaðir. Það verður jafnframt áhorfendabann á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í þessum mánuði en í leikjunum tveimur sem Þjóðverjar spila í undirbúningnum fyrir mótið, gegn Brasilíu og Egyptalandi í Nürnberg, mega 1.000 áhorfendur mæta: „Þetta er ný reynsla fyrir mig sem landsliðsþjálfara [Þýskalands]. Ég hef aldrei fengið að upplifa þetta,“ er haft eftir Alfreð á vef Handball-World. „Ég er afskaplega glaður yfir því að fá þessa stemningu af áhorfendapöllunum í stað þess að heyra hvert einasta hljóð þegar boltinn snertir eitthvað. Loksins eru hlutirnir að breytast,“ sagði Alfreð. Eftir fjórar vikur í starfi átti Alfreð að stýra Þýskalandi í leik í fyrsta sinn í mars 2020, gegn Hollandi. „Ég hlakkaði mikið til að sjá fulla höll,“ sagði Alfreð en ekkert varð af leiknum. Mótherjar sem krefjast mikils Þó að Alfreð verði að sætta sig við að engir áhorfendur verði svo á Ólympíuleikunum þá vonast hann til þess að leikirnir við Brasilíu og Egyptaland hjálpi þýska liðinu á leikunum. „Við þurfum sárlega á þessum tveimur leikjum að halda. Bæði þessi liðu eru góð og munu krefjast mikils af okkur. Við fáum að reyna okkur við toppaðstæður. Liðið er mjög metnaðarfullt og klárt í slaginn. Við vonumst eftir því að sækja okkur byr í seglin fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur Þýskalands á Ólympíuleikunum er gegn Spáni 24. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi, Frakklandi, Argentínu og einmitt Brasilíu, andstæðingi kvöldsins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira