Segir fólk leggjast í meiri rannsóknarvinnu þegar það velur sér hund heldur en maka Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. júlí 2021 08:00 Kristín Tómasdóttir, para- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, býður upp á fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöf í formi uppistands. Uppistandið hefur verið vinsælt í gæsunum, en hún segir það ekki hafa orðið til þess að neinni brúði hafi snúist hugur. Kristín Tómasdóttir, para- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og rithöfundur, býður upp á fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöf í formi uppistands. Hún segir tilviljanir ráða of miklu þegar fólk parar sig saman og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velur sér hund heldur en maka. Fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöfin sem Kristín býður upp á hefur slegið í gegn í gæsunum og saumaklúbbum landsins. Um er að ræða uppistand sem hún byggir á raunverulegum staðreyndum og heimildum um parasambönd. Hún segir það hafa orðið til fyrir algjöra tilviljun þegar hún var að gera lokaverkefni í námi sínu í fjölskyldumeðferð. „Ég hugsaði með mér að ég gæti skrifað rosalega leiðinlega ritgerð eða ég get gert uppistand sem er skemmtilegt. Það er rosalega gaman að skrifa það en alveg rosalega vont í framkvæmd, að standa fyrir framan fólk sem býður bara eftir því að þú segir eitthvað fyndið,“ segir Kristín um upphafið. Einstæðingar ættu líka að fara til hjónabandsráðgjafa Að hennar mati eru allt of fá pör sem leita í fyrirbyggjandi ráðgjöf en hún mælir einnig með hjónabandsráðgjöf fyrir einstæðinga . „Við getum gert miklu meira með því að fyrirbyggja vandann í staðinn fyrir að reyna að setja einhverja plástra. Í rauninni finnst mér að fólk ætti bara að leita til hjónabandsráðgjafa þegar það er einsætt og er í makaleit.“ „Eitt stærsta vandamál sem fylgir hjónaböndum er að þú hefur valið þér vitlausan maka, þannig að hjónabandsráðgjafar ættu að koma miklu fyrr að borðunum þar,“ segir Kristín. Hún segir þó að engri verðandi brúði hafi snúist hugur eftir að hafa hlýtt á uppistandið hennar, ekki ennþá. „En margir verða mjög hugsi yfir því sem ég er að nefna þarna og byrja að pæla í sínum samböndum.“ Að mati Kristínar ætti að vera hjónabandsráðgjafi inni á öllum stærstu vinnustöðum landsins. „Vegna þess að ef það gengur illa í hjónabandinu okkar, þá erum við ekki að skila jafn miklum afköstum í vinnunni okkar.“ Segir tilviljanir stjórna of miklu í pörun Skuldbinding er mikilvægasti þátturinn í parasamböndum að mati Kristínar, en hún vill meina að skuldbundið fólk skilji síður. Með skuldbindingu á hún til dæmis við gift pör, pör með börn eða pör með sameiginlegan fjárhag. „En það er ekki út af þessum hlutum, heldur er það vegna þess að þú varst tilbúinn til þess að skuldbinda þig.“ Þá grínast Kristín með það að ráðleggja pörum sem eru að hætta saman að gifta sig frekar. „Það er skemmtilegra að gifta sig heldur en að skilja og ef þú giftir þig, þá skilurðu síður sem er náttúrlega svolítið þversagnakennt,“ segir Kristín og hlær. Hún telur parasamband vera þá breytu sem hefur hvað mest áhrif á hamingju okkar. „En við erum óttalegir klaufar í þessu. Það er engin sem er búin að kenna okkur þetta og við leggjum alltof litla áherslu á þetta.“ Hún segir alltof algengt að tilviljanir stjórni því hverjir parist saman og hverjir ekki og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velji sér hund heldur en maka. „Þegar þú velur þér hund þá lestu allt um þá hundategund og þú velur hundategund sem hentar vel miðað við þína fjölskyldugerð. Þú lest ættbækur og þú ferð á hvolpanámskeið og ert bara algjör sérfræðingur í þessum hundi.“ „En þegar fólk velur sér maka, þá fer það bara í sleik við hjólið á English og lætur bara þar við sitja.“ Kristín var gestur í Reykjavík síðdegis. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Hér fyrir neðan er einnig hægt að lesa viðtal Makamála við Kristínu um skilnaði, sambönd og framhjáhald. Fjölskyldumál Ástin og lífið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01 Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37 „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöfin sem Kristín býður upp á hefur slegið í gegn í gæsunum og saumaklúbbum landsins. Um er að ræða uppistand sem hún byggir á raunverulegum staðreyndum og heimildum um parasambönd. Hún segir það hafa orðið til fyrir algjöra tilviljun þegar hún var að gera lokaverkefni í námi sínu í fjölskyldumeðferð. „Ég hugsaði með mér að ég gæti skrifað rosalega leiðinlega ritgerð eða ég get gert uppistand sem er skemmtilegt. Það er rosalega gaman að skrifa það en alveg rosalega vont í framkvæmd, að standa fyrir framan fólk sem býður bara eftir því að þú segir eitthvað fyndið,“ segir Kristín um upphafið. Einstæðingar ættu líka að fara til hjónabandsráðgjafa Að hennar mati eru allt of fá pör sem leita í fyrirbyggjandi ráðgjöf en hún mælir einnig með hjónabandsráðgjöf fyrir einstæðinga . „Við getum gert miklu meira með því að fyrirbyggja vandann í staðinn fyrir að reyna að setja einhverja plástra. Í rauninni finnst mér að fólk ætti bara að leita til hjónabandsráðgjafa þegar það er einsætt og er í makaleit.“ „Eitt stærsta vandamál sem fylgir hjónaböndum er að þú hefur valið þér vitlausan maka, þannig að hjónabandsráðgjafar ættu að koma miklu fyrr að borðunum þar,“ segir Kristín. Hún segir þó að engri verðandi brúði hafi snúist hugur eftir að hafa hlýtt á uppistandið hennar, ekki ennþá. „En margir verða mjög hugsi yfir því sem ég er að nefna þarna og byrja að pæla í sínum samböndum.“ Að mati Kristínar ætti að vera hjónabandsráðgjafi inni á öllum stærstu vinnustöðum landsins. „Vegna þess að ef það gengur illa í hjónabandinu okkar, þá erum við ekki að skila jafn miklum afköstum í vinnunni okkar.“ Segir tilviljanir stjórna of miklu í pörun Skuldbinding er mikilvægasti þátturinn í parasamböndum að mati Kristínar, en hún vill meina að skuldbundið fólk skilji síður. Með skuldbindingu á hún til dæmis við gift pör, pör með börn eða pör með sameiginlegan fjárhag. „En það er ekki út af þessum hlutum, heldur er það vegna þess að þú varst tilbúinn til þess að skuldbinda þig.“ Þá grínast Kristín með það að ráðleggja pörum sem eru að hætta saman að gifta sig frekar. „Það er skemmtilegra að gifta sig heldur en að skilja og ef þú giftir þig, þá skilurðu síður sem er náttúrlega svolítið þversagnakennt,“ segir Kristín og hlær. Hún telur parasamband vera þá breytu sem hefur hvað mest áhrif á hamingju okkar. „En við erum óttalegir klaufar í þessu. Það er engin sem er búin að kenna okkur þetta og við leggjum alltof litla áherslu á þetta.“ Hún segir alltof algengt að tilviljanir stjórni því hverjir parist saman og hverjir ekki og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velji sér hund heldur en maka. „Þegar þú velur þér hund þá lestu allt um þá hundategund og þú velur hundategund sem hentar vel miðað við þína fjölskyldugerð. Þú lest ættbækur og þú ferð á hvolpanámskeið og ert bara algjör sérfræðingur í þessum hundi.“ „En þegar fólk velur sér maka, þá fer það bara í sleik við hjólið á English og lætur bara þar við sitja.“ Kristín var gestur í Reykjavík síðdegis. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Hér fyrir neðan er einnig hægt að lesa viðtal Makamála við Kristínu um skilnaði, sambönd og framhjáhald.
Fjölskyldumál Ástin og lífið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01 Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37 „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01
Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37
„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01