Bugatti og Rimac þróa næstu kynslóð ofurbíla saman Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júlí 2021 07:00 Rimac, Bugatti og Porsche eru á leið í samstarf til að þróa næstu kynslóð ofurbíla. Nýstofnað félag Bugatti Rimac mun vera með höfuðstöðvar í Króatíu en Bugatti mun áfram vera í Molsheim verksmiðjunni sinni. Verkefnið er búið að vera í gangi í þónokkurn tíma en fyrst núna gert opinbert. Félagið, Bugatti Rimac LLC, er í 45% eigu Porsche og 55% í eigu nýs félags sem heitir Rimac Group. Mate Rimac, stofnandi Rimac verður framkvæmdastjóri. Aflrása- og rafhlöðudeild Rimac og íhlutaþróunardeild Rimac verður skilin frá upprunalega félaginu og gerð að tækniþróunardeild Rimac sem verður hluti af Rimac Group og mun áfram vinna með öðrum framleiðendum. Bugatti og Rimac munu áfram vera sitthvort félagið og vörumerkið. Þau munu halda áfram hvort sinni verksmiðjunni í Frakklandi og Króatíu. Frá og með 2023 mun hið nýstofnaða félag mun hafa höfuðstöðvar í verksmiðju Rimac í úthverfum Zagreb. Þar munu starfa 2500 manns. Bugatti mun með þessu samstarfi geta notað aflrás Rimac og skipt út W16 bensínvélinni á komandi árum. Rimac og Bugatti munu halda áfram að smíða og þróa eigin tegundir. „Bugatti er að koma inn sem afar söguríkt merki, goðsagnakenndar vörur og traustan viðskiptavinahóp ásamt sölunetinu sínu um allan heim. Ásamt tækninni sem Rimac kemur með hefur Rimac upp á að bjóða nýja þróun og nýstárlega nálgun,“ sagði Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche um samstarf framleiðendanna. Vistvænir bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Félagið, Bugatti Rimac LLC, er í 45% eigu Porsche og 55% í eigu nýs félags sem heitir Rimac Group. Mate Rimac, stofnandi Rimac verður framkvæmdastjóri. Aflrása- og rafhlöðudeild Rimac og íhlutaþróunardeild Rimac verður skilin frá upprunalega félaginu og gerð að tækniþróunardeild Rimac sem verður hluti af Rimac Group og mun áfram vinna með öðrum framleiðendum. Bugatti og Rimac munu áfram vera sitthvort félagið og vörumerkið. Þau munu halda áfram hvort sinni verksmiðjunni í Frakklandi og Króatíu. Frá og með 2023 mun hið nýstofnaða félag mun hafa höfuðstöðvar í verksmiðju Rimac í úthverfum Zagreb. Þar munu starfa 2500 manns. Bugatti mun með þessu samstarfi geta notað aflrás Rimac og skipt út W16 bensínvélinni á komandi árum. Rimac og Bugatti munu halda áfram að smíða og þróa eigin tegundir. „Bugatti er að koma inn sem afar söguríkt merki, goðsagnakenndar vörur og traustan viðskiptavinahóp ásamt sölunetinu sínu um allan heim. Ásamt tækninni sem Rimac kemur með hefur Rimac upp á að bjóða nýja þróun og nýstárlega nálgun,“ sagði Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche um samstarf framleiðendanna.
Vistvænir bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent