Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 14:36 Grand Theft Auto 5 kom fyrst út árið 2013. Rockstar Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti. Myndbandið var birt af manni sem heitir Tom Henderson en hann hefur áður sagt frá lekum sem snúa að leikjaseríum eins og Battlefield og Call of Duty. Í myndbandinu segist Henderson hafa heimildir fyrir því að leikurinn muni gerast í samtímanum og muni meðal annars gerast í borginni Vice City. Sú borg var heimsótt í leiknum GTA: Vice City, sem kom út árið 2002, og samsvarar Miami. Hann segir einnig að kort leiksins muni breytast með tímanum og í takt við breytingar í fjölspilunarhluta leiksins, eins og tölvuleikjaspilarar kannast ef til vill við úr leikjum eins og Fortnite og jafnvel Call of Duty: Warzone. Henderson heldur því einnig fram að Rockstar Games muni halda sig við fleiri en eina aðalpersónu, eins og gert var í GTA V. Stærsta mögulega uppljóstrun Henderson er þó mögulega sú að hann sagði framleiðslu leiksins ekki langt á veg komna og spáði því að hann yrði ekki gefinn út fyrr en árið 2024 eða 2025. Myndbandið má sjá hér að neðan. Rockstar varð fyrir mikilli gagnrýni í kjölfar útgáfu leiksins Red Dead Redemption 2 árið 2018. Í kjölfar þess skrifaði blaðamaðurinn Jason Schreier grein á vef Kotaku, þar sem fram kom að starfsmenn Rockstar hefðu verið þvingaðir til að vinna gífurlega mikla yfirvinnu í aðdraganda útgáfu leiksins. Það er sagt vera meðal ástæða þess að framleiðsla GTA 6 gangi hægt. Það er að forsvarsmenn Rockstar hafi tekið þá ákvörðun að bæta starfsanda í fyrirtækinu á þann veg að starfsmenn vinni ekki jafn mikla yfirvinnu. Tekið er fram í frétt PC Gamer að Schreier, sem skrifar nú fyrir Bloomberg, birti tíst í gær þar sem hann sagði spá Henderson í takt við þær upplýsingar sem hann hefði fengið. GTA 5 kom út árið 2013 og síðan þá er hann orðinn að arðbærustu skemmtanaafurð sögunnar. Rockstar og Take Two, sem gefur út leikinn, vörðu um 265 milljónum dala í framleiðslu leiksins, sem gerir hann að dýrasta tölvuleik sögunnar, en hagnaðurinn er gífurlega mikill. Árið 2018 höfðu fyrirtækin þénað um sex milljarða dala á leiknum. Sjá einnig: Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina Hann var fyrst gefinn út fyrir PlayStation 3 og Xbox 360. Hann var svo seinna uppfærður fyrir PS4 og Xbox One og svo enn seinna fyrir PC-tölvur. Nú er komið að PS5 og Xbox Series X. Leikjavísir Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Myndbandið var birt af manni sem heitir Tom Henderson en hann hefur áður sagt frá lekum sem snúa að leikjaseríum eins og Battlefield og Call of Duty. Í myndbandinu segist Henderson hafa heimildir fyrir því að leikurinn muni gerast í samtímanum og muni meðal annars gerast í borginni Vice City. Sú borg var heimsótt í leiknum GTA: Vice City, sem kom út árið 2002, og samsvarar Miami. Hann segir einnig að kort leiksins muni breytast með tímanum og í takt við breytingar í fjölspilunarhluta leiksins, eins og tölvuleikjaspilarar kannast ef til vill við úr leikjum eins og Fortnite og jafnvel Call of Duty: Warzone. Henderson heldur því einnig fram að Rockstar Games muni halda sig við fleiri en eina aðalpersónu, eins og gert var í GTA V. Stærsta mögulega uppljóstrun Henderson er þó mögulega sú að hann sagði framleiðslu leiksins ekki langt á veg komna og spáði því að hann yrði ekki gefinn út fyrr en árið 2024 eða 2025. Myndbandið má sjá hér að neðan. Rockstar varð fyrir mikilli gagnrýni í kjölfar útgáfu leiksins Red Dead Redemption 2 árið 2018. Í kjölfar þess skrifaði blaðamaðurinn Jason Schreier grein á vef Kotaku, þar sem fram kom að starfsmenn Rockstar hefðu verið þvingaðir til að vinna gífurlega mikla yfirvinnu í aðdraganda útgáfu leiksins. Það er sagt vera meðal ástæða þess að framleiðsla GTA 6 gangi hægt. Það er að forsvarsmenn Rockstar hafi tekið þá ákvörðun að bæta starfsanda í fyrirtækinu á þann veg að starfsmenn vinni ekki jafn mikla yfirvinnu. Tekið er fram í frétt PC Gamer að Schreier, sem skrifar nú fyrir Bloomberg, birti tíst í gær þar sem hann sagði spá Henderson í takt við þær upplýsingar sem hann hefði fengið. GTA 5 kom út árið 2013 og síðan þá er hann orðinn að arðbærustu skemmtanaafurð sögunnar. Rockstar og Take Two, sem gefur út leikinn, vörðu um 265 milljónum dala í framleiðslu leiksins, sem gerir hann að dýrasta tölvuleik sögunnar, en hagnaðurinn er gífurlega mikill. Árið 2018 höfðu fyrirtækin þénað um sex milljarða dala á leiknum. Sjá einnig: Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina Hann var fyrst gefinn út fyrir PlayStation 3 og Xbox 360. Hann var svo seinna uppfærður fyrir PS4 og Xbox One og svo enn seinna fyrir PC-tölvur. Nú er komið að PS5 og Xbox Series X.
Leikjavísir Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira