Fréttamaðurinn Fabrizio Romano fullyrti í gær að Spánverjinn Sergio Ramos muni skrifa undir tveggja ára samning við franska liðið á næstu tveimur vikum, franski miðillinn L'Équipe sagði svipaða sögu. Samningur Ramos við Real Madrid, hvar hann hefur verið á mála frá árinu 2004, rann út um mánaðarmótin síðustu og hefur hann leitað sér nýs félags síðan. Manchester United hefur verið nefnt til sögunnar í því samhengi en nú stefnir allt í að hann haldi til Parísar.
Achraf Hakimi arrive au PSG, Sergio Ramos s'en rapproche https://t.co/LQuaqwSDdl pic.twitter.com/Fckuv2Hg0u
— L'ÉQUIPE (@lequipe) July 4, 2021
Annar leikmaður sem er laus á samningi, ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, ku þá einnig vera á leið til frönsku höfuðborgarinnar eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á stöðu Keylor Navas hjá liðinu en Spánverjinn Sergio Rico er einnig á mála hjá PSG, líkt og Alphonse Areola, sem lék á láni hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.
Timing will be confirmed soon. Sergio Ramos, Achraf Hakimi and Gianluigi Donnarumma will be announced this month as new Paris Saint-Germain players. #PSG
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2021
Ramos, medicals scheduled and set to sign until June 2023.
Hakimi, signed until 2026.
Donnarumma, signed until June 2026. https://t.co/MS6xjoFcz9
PSG mun þá kaupa Marokkómanninn Achraf Hakimi frá Inter Milan en sá hefur einnig verið orðaður við Chelsea á Englandi. Báðir munu þeir skrifa undir samning til ársins 2026.
PSG hefur þegar fengið einn leikmann í sínar raðir í sumar en Georginio Wijnaldum kom frítt til félagsins frá Liverpool eftir að samningur hans rann út. Alessandro Florenzi og Moise Kean eru farnir frá félaginu eftir að hafa verið á láni á síðustu leiktíð.