„Af hverju flautar hann ekki fyrr?“ Árni Konráð Árnason skrifar 3. júlí 2021 16:45 Leiknir - Fylkir Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Breiðablik vann 4-0 sigur á Leikni þegar að liðin mættust í dag. Breiðablik hafði algjöra yfirburði í leiknum og sóttu hart að Leiknismönnum. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var að vonum ekki sá sáttasti í leikslok. „Mér fannst við mjög góðir fyrsta korterið og komum út í seinni hálfleik virkilega flottir. Svo missum við markmanninn okkar útaf, útaf dómaramistökum. Af hverju flautar hann ekki áður en að þeir lenda saman – ég skil það ekki.“ sagði Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis og vísar þar í atvik þar sem að Thomas Mikkelsen var rangstæður en aðstoðardómarinn flaggaði seint og Thomas og Guy Smit lentu saman. Guy Smit fór útaf stuttu seinna. „Markmaðurinn fer útaf, síðan fer Daníel Finns útaf og ég held að í öllum liðum að þá sé það helvíti erfitt að missa þessa pósta einhvern veginn og vera 2-0 undir. Ég ætla samt ekki að skrifa þetta á andleysi, við komum mjög gíraðir í seinni hálfleik. Þetta leit vel út og miðað við öll færin sem að við fáum í fyrri hálfleik og sjénsarnir þar. Mér fannst við virkilega flottir svona hálftíma að fyrri hálfleiknum og ég er svekktur að tölurnar séu svona“ sagði Sigurður. Blikar skoruðu í tvígang úr hornspyrnum í fyrri hálfleiknum. Sigurður sagðist vera mjög ósáttur við að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum. „Já, ég er gjörsamlega brjálaður yfir því. Því að við hefðum getað skorað 4, 5 mörk í fyrri hálfleik. Þeir fá í raun bara eitt færi fyrir utan þessar tvær hornspyrnur og 2-0 fyrir þeim í hálfleik. Það er bara rosalega erfitt. Við þurfum að laga þetta undir eins útaf því að við fáum mark á okkur á móti Keflavík úr föstu leikatriði og töpum leiknum. Fáum mark á okkur í byrjun á móti KR úr föstu leikatriði þannig að við þurfum að skoða þetta enn frekar. Við erum búnir að skoða þetta vel en það þarf að laga þetta.“ sagði Sigurður. Leiknismenn sitja í tíunda sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan HK og ÍA sem að eiga leik til góða. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Breiðablik Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
„Mér fannst við mjög góðir fyrsta korterið og komum út í seinni hálfleik virkilega flottir. Svo missum við markmanninn okkar útaf, útaf dómaramistökum. Af hverju flautar hann ekki áður en að þeir lenda saman – ég skil það ekki.“ sagði Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis og vísar þar í atvik þar sem að Thomas Mikkelsen var rangstæður en aðstoðardómarinn flaggaði seint og Thomas og Guy Smit lentu saman. Guy Smit fór útaf stuttu seinna. „Markmaðurinn fer útaf, síðan fer Daníel Finns útaf og ég held að í öllum liðum að þá sé það helvíti erfitt að missa þessa pósta einhvern veginn og vera 2-0 undir. Ég ætla samt ekki að skrifa þetta á andleysi, við komum mjög gíraðir í seinni hálfleik. Þetta leit vel út og miðað við öll færin sem að við fáum í fyrri hálfleik og sjénsarnir þar. Mér fannst við virkilega flottir svona hálftíma að fyrri hálfleiknum og ég er svekktur að tölurnar séu svona“ sagði Sigurður. Blikar skoruðu í tvígang úr hornspyrnum í fyrri hálfleiknum. Sigurður sagðist vera mjög ósáttur við að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum. „Já, ég er gjörsamlega brjálaður yfir því. Því að við hefðum getað skorað 4, 5 mörk í fyrri hálfleik. Þeir fá í raun bara eitt færi fyrir utan þessar tvær hornspyrnur og 2-0 fyrir þeim í hálfleik. Það er bara rosalega erfitt. Við þurfum að laga þetta undir eins útaf því að við fáum mark á okkur á móti Keflavík úr föstu leikatriði og töpum leiknum. Fáum mark á okkur í byrjun á móti KR úr föstu leikatriði þannig að við þurfum að skoða þetta enn frekar. Við erum búnir að skoða þetta vel en það þarf að laga þetta.“ sagði Sigurður. Leiknismenn sitja í tíunda sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan HK og ÍA sem að eiga leik til góða.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Breiðablik Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira