Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2021 07:49 Urriðafoss er ennþá á toppnum yfir aflahæstu árnar Mynd: Stefán Sigurðsson Við erum svona í seinna fallinu að birta vikulegar veiðitölur en veiðin hefur verið heldur róleg með undantekningum þó. Urriðafoss trónir á toppnum yfir aðrar ár með heildarveiði upp á 501 lax sem er frábær veiði þegar öflugasti veiðitímann er framundan. Það lifnaði loksins yfir veiði í Norðurá en hollin eru hægt og rólega að detta í 50-60 laxa en á þessum tíma ættu þau venjulega að vera í ca 100 löxum. Það skal þó tekið tillit til með þær pælingar að þetta er 1-2 vikum seinna en venjulega svo þetta getur vel breyst í það sem mætti kalla "réttar tölur". Norðurá er komin í 208 laxa. Þverá og Kjarrá eru sömuleiðis aðeins að taka við sér en þar er 151 lax kominn á land, Haffjarðará með 92 og Eystri Rangá með 85 en hún eins og veiðimenn þekkja er yfirleitt ekki að fara á fullt fyrr en um miðjan júlí. Það sem vekur furðu á heildarlistanum er að sjá Blöndu með 33 veidda laxa eftir rétt mánuð sem áin hefur verið veidd. Sumarið í fyrra þótti afskaplega lélegt í henni en þá veiddust 475 laxar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Urriðafoss trónir á toppnum yfir aðrar ár með heildarveiði upp á 501 lax sem er frábær veiði þegar öflugasti veiðitímann er framundan. Það lifnaði loksins yfir veiði í Norðurá en hollin eru hægt og rólega að detta í 50-60 laxa en á þessum tíma ættu þau venjulega að vera í ca 100 löxum. Það skal þó tekið tillit til með þær pælingar að þetta er 1-2 vikum seinna en venjulega svo þetta getur vel breyst í það sem mætti kalla "réttar tölur". Norðurá er komin í 208 laxa. Þverá og Kjarrá eru sömuleiðis aðeins að taka við sér en þar er 151 lax kominn á land, Haffjarðará með 92 og Eystri Rangá með 85 en hún eins og veiðimenn þekkja er yfirleitt ekki að fara á fullt fyrr en um miðjan júlí. Það sem vekur furðu á heildarlistanum er að sjá Blöndu með 33 veidda laxa eftir rétt mánuð sem áin hefur verið veidd. Sumarið í fyrra þótti afskaplega lélegt í henni en þá veiddust 475 laxar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði