Segir Brynjar í bullinu og trúir ekki að hann sé viðkvæmt blóm Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. júlí 2021 16:59 Fjölnir Sæmundsson (hægri) skilur ekkert í þingmanninum Brynjari Níelssyni (vinstri). vísir/vilhelm „Fyrstu viðbrögð mín voru bara þau að það væri kannski kominn tími til að Brynjar Níelsson kynnti sér málin aðeins áður en hann færi að skrifa greinar um þau,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við grein Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á Vísi í dag. Þar fjallar Brynjar um störf lögreglumannanna við Ásmundarsal í desember, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, var á meðal gesta á sýningu þar sem sóttvarnalög voru brotin. Í greininni heldur Brynjar því fram að traust til lögreglu hafi rýrnað við málið, segir fordóma lögreglumannanna í garð Sjálfstæðismanna greinilega hafa haft áhrif á störf þeirra og veltir því upp hvort það sé orðið algengt vandamál innan lögreglunnar að lögreglumenn eigi við sönnunargögn. Týpískur Brynjar Fjölnir gefur lítið fyrir grein Brynjars: „Það er búið að útskýra þetta allt saman og nefndin [nefnd um eftirlit með lögreglu] hefur ekki haldið því fram að lögreglan hafi verið að reyna að leyna neinu. Mér finnst þetta bara týpískur Brynjar. Hann er enn þá svona dálítill lögfræðingur, alltaf að reyna að búa til vafa. Það er það eina sem hann gerir – að henda inn vafa og svona tékka á viðbrögðunum.“ Hann segist ekki vilja fara í neitt stríð við Sjálfstæðisflokkinn en segir greinilegt að Brynjar sé með greininni að grafa undan lögreglumönnunum til að verja sinn ráðherra, sem var viðstaddur sýninguna þar sem sóttvarnalög voru brotin. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna segir annar þeirra að hann kannist við tvo gesti samkvæmisins og kallar þá: „sjálfstæðis… svona… framapotarar“. Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) taldi þessi ummæli ámælisverð. Formaður NEL sagði við vísi í gær að þessi ummæli lýstu fordómum lögreglumannsins gagnvart þeim sem hann átti við í útkallinu. Brynjar er greinilega sammála því og gagnrýnir hann lögreglumennina harðlega fyrir störf sín umrætt kvöld. Lögreglumenn fara ekki á staðinn að eigin frumkvæði „Ég held að Brynjar Níelsson sé nú ekki það viðkvæmt blóm að hann teldi það fordóma ef einhver kallaði hann framapotara,“ segir Fjölnir við Vísir. „Hann talar þarna um einhverja fordóma í greininni en ég held að myndi ekki einu sinni lyfta augabrún þótt einhver myndi segja þetta við hann.“ Hann segist þá viss um að viðhorf lögreglumanna hafi ekki áhrif á störf þeirra eins og Brynjar fullyrðir og þvertekur fyrir að nokkur innan lögreglunnar eigi við sönnunargögn. „Lögreglumenn eru ekkert að fara á staðinn að eigin frumkvæði. Þeir eru bara að sinna útkalli sem kemur frá fjarskiptamiðstöðinni um brot á sóttvarnareglum,“ segir Fjölnir. Málið sýni frekar að lögreglumenn telji alla jafna fyrir lögum og grípi í taumana sama hver eigi í hlut, þótt það sé ráðherra. „Og ég skil ekkert í Brynjari að vera að gefa það í skyn að lögregla eigi við sönnunargögn. Og svo hugsar maður alltaf þegar Brynjar skrifar: Æ ég nenni nú ekki að fara að rífast við hann. En auðvitað þarf einhver að svara þessu bulli.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Þar fjallar Brynjar um störf lögreglumannanna við Ásmundarsal í desember, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, var á meðal gesta á sýningu þar sem sóttvarnalög voru brotin. Í greininni heldur Brynjar því fram að traust til lögreglu hafi rýrnað við málið, segir fordóma lögreglumannanna í garð Sjálfstæðismanna greinilega hafa haft áhrif á störf þeirra og veltir því upp hvort það sé orðið algengt vandamál innan lögreglunnar að lögreglumenn eigi við sönnunargögn. Týpískur Brynjar Fjölnir gefur lítið fyrir grein Brynjars: „Það er búið að útskýra þetta allt saman og nefndin [nefnd um eftirlit með lögreglu] hefur ekki haldið því fram að lögreglan hafi verið að reyna að leyna neinu. Mér finnst þetta bara týpískur Brynjar. Hann er enn þá svona dálítill lögfræðingur, alltaf að reyna að búa til vafa. Það er það eina sem hann gerir – að henda inn vafa og svona tékka á viðbrögðunum.“ Hann segist ekki vilja fara í neitt stríð við Sjálfstæðisflokkinn en segir greinilegt að Brynjar sé með greininni að grafa undan lögreglumönnunum til að verja sinn ráðherra, sem var viðstaddur sýninguna þar sem sóttvarnalög voru brotin. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna segir annar þeirra að hann kannist við tvo gesti samkvæmisins og kallar þá: „sjálfstæðis… svona… framapotarar“. Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) taldi þessi ummæli ámælisverð. Formaður NEL sagði við vísi í gær að þessi ummæli lýstu fordómum lögreglumannsins gagnvart þeim sem hann átti við í útkallinu. Brynjar er greinilega sammála því og gagnrýnir hann lögreglumennina harðlega fyrir störf sín umrætt kvöld. Lögreglumenn fara ekki á staðinn að eigin frumkvæði „Ég held að Brynjar Níelsson sé nú ekki það viðkvæmt blóm að hann teldi það fordóma ef einhver kallaði hann framapotara,“ segir Fjölnir við Vísir. „Hann talar þarna um einhverja fordóma í greininni en ég held að myndi ekki einu sinni lyfta augabrún þótt einhver myndi segja þetta við hann.“ Hann segist þá viss um að viðhorf lögreglumanna hafi ekki áhrif á störf þeirra eins og Brynjar fullyrðir og þvertekur fyrir að nokkur innan lögreglunnar eigi við sönnunargögn. „Lögreglumenn eru ekkert að fara á staðinn að eigin frumkvæði. Þeir eru bara að sinna útkalli sem kemur frá fjarskiptamiðstöðinni um brot á sóttvarnareglum,“ segir Fjölnir. Málið sýni frekar að lögreglumenn telji alla jafna fyrir lögum og grípi í taumana sama hver eigi í hlut, þótt það sé ráðherra. „Og ég skil ekkert í Brynjari að vera að gefa það í skyn að lögregla eigi við sönnunargögn. Og svo hugsar maður alltaf þegar Brynjar skrifar: Æ ég nenni nú ekki að fara að rífast við hann. En auðvitað þarf einhver að svara þessu bulli.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24
Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30
Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent