„Þú hlýtur að vera að grínast“ Snorri Másson skrifar 1. júlí 2021 12:22 Kristrún Frostadóttir varaði við aðgerðum Seðlabankans þegar hún var aðalhagfræðingur Kviku banka í fyrra. Vísir Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. Að mati Kristrúnar er Ásgeir, með órétti, að færa ábyrgðina fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu yfir á borgaryfirvöld. „Þú hlýtur að vera að grínast,“ skrifar Kristrún, sem telur ljóst að hækkunin stafi öðru fremur af ákvörðunum Seðlabankans, sem hún hafði meira að segja varað við. Húsnæðismarkaðurinn tók verulega við sér á síðasta ári samhliða miklum vaxtalækkunum Seðlabankans og nú stendur bankinn í ströngu við að hægja á ferðinni. Hann er að grípa til aðgerða í von um að ekki myndist bóla á markaðnum. Þannig kynnti Seðlabankinn í gær að hámarksveðsetningarhlutfall yrði lækkað úr 85% í 80% - sem þýðir að fólk þurfi stærri innborganir áður en lán eru tekin. Þar á bæ miðar með öðrum orðum allt að sama marki: Að færri kaupi fasteignir. Ásgeir sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að lækka þyrfti þetta hlutfall ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Stöð 2/Arnar „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fasteignaverð í allri borginni,“ sagði Ásgeir. Kristrún Frostadóttir segist hafa vakið athygli á því þegar Seðlabankinn hóf að lækka vexti að forðast skyldi að ýta undir mörg hundruð milljarða útlán til heimila í miðri atvinnukreppu. „Þegar ég vakti athygli á þessu í nóvember var gagnrýninni ýtt til hliðar. Nú er skipulagsmálum kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði,“ skrifar Kristrún. Það sem nú sé skeð sé dæmi um það hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geti brenglað allt kerfið. „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar“ Gagnrýni hefur einnig komið fram á málflutning Seðlabankastjóra á Twitter, þar sem bent hefur verið á að meðalfermetraverðið í fjölbýli í Reykjavík hafi hækkað með mjög hliðstæðum hætti þar og í öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þetta sé með öðrum orðum ekki sérreykvísk hækkun á húsnæðisverði. Meðalfermetraverð í fjölbýli í Reykjavík hækkaði um 8,41% að meðaltali á ári 2010-20. Kópavogur: 8,55% Garðabær: 8,21% Hafnarfjörður: 7,98% Mosfellsbær: 8,45% Seltjarnarnes 7,93%. Dagur er víða.— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) July 1, 2021 Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri skrifar meðal annars á Twitter: „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar hjá seðlabankastjóra, þeim annars mæta manni. Fréttir af methækkunum á fasteignamarkaði í öðrum löndum virðast hafa farið fram hjá honum. Mögulega telur hann orsökina þar liggja líka hjá borginni.“ Seðlabankinn Samfylkingin Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Að mati Kristrúnar er Ásgeir, með órétti, að færa ábyrgðina fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu yfir á borgaryfirvöld. „Þú hlýtur að vera að grínast,“ skrifar Kristrún, sem telur ljóst að hækkunin stafi öðru fremur af ákvörðunum Seðlabankans, sem hún hafði meira að segja varað við. Húsnæðismarkaðurinn tók verulega við sér á síðasta ári samhliða miklum vaxtalækkunum Seðlabankans og nú stendur bankinn í ströngu við að hægja á ferðinni. Hann er að grípa til aðgerða í von um að ekki myndist bóla á markaðnum. Þannig kynnti Seðlabankinn í gær að hámarksveðsetningarhlutfall yrði lækkað úr 85% í 80% - sem þýðir að fólk þurfi stærri innborganir áður en lán eru tekin. Þar á bæ miðar með öðrum orðum allt að sama marki: Að færri kaupi fasteignir. Ásgeir sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að lækka þyrfti þetta hlutfall ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Stöð 2/Arnar „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fasteignaverð í allri borginni,“ sagði Ásgeir. Kristrún Frostadóttir segist hafa vakið athygli á því þegar Seðlabankinn hóf að lækka vexti að forðast skyldi að ýta undir mörg hundruð milljarða útlán til heimila í miðri atvinnukreppu. „Þegar ég vakti athygli á þessu í nóvember var gagnrýninni ýtt til hliðar. Nú er skipulagsmálum kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði,“ skrifar Kristrún. Það sem nú sé skeð sé dæmi um það hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geti brenglað allt kerfið. „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar“ Gagnrýni hefur einnig komið fram á málflutning Seðlabankastjóra á Twitter, þar sem bent hefur verið á að meðalfermetraverðið í fjölbýli í Reykjavík hafi hækkað með mjög hliðstæðum hætti þar og í öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þetta sé með öðrum orðum ekki sérreykvísk hækkun á húsnæðisverði. Meðalfermetraverð í fjölbýli í Reykjavík hækkaði um 8,41% að meðaltali á ári 2010-20. Kópavogur: 8,55% Garðabær: 8,21% Hafnarfjörður: 7,98% Mosfellsbær: 8,45% Seltjarnarnes 7,93%. Dagur er víða.— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) July 1, 2021 Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri skrifar meðal annars á Twitter: „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar hjá seðlabankastjóra, þeim annars mæta manni. Fréttir af methækkunum á fasteignamarkaði í öðrum löndum virðast hafa farið fram hjá honum. Mögulega telur hann orsökina þar liggja líka hjá borginni.“
Seðlabankinn Samfylkingin Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07
Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21