Amma og afi eflaust með Bleikt og blátt í skápnum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. júlí 2021 07:01 Tónlistarkonan Saga B svarar spurningum um strippið, rappið og tónlistarferilinn sem hún byrjaði fyrir aðeins ári síðan í viðtali við Harmageddon. „Ég byrjaði að hafa samband við pródúsera, fór að fylgjast með öðrum tónlistarmönnum og byrjaði svo að senda skilaboð, fékk náttúrulega engin svör,“ segir tónlistarkonan Saga B í viðtali við Harmageddon. Berglind Saga, betur þekkt sem Saga B, er 28 ára gömul tónlistarkona, móðir og Hafnarfjarðarmær, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert athugavert við strippdans „Ég er bara ósköp venjulega stelpa,“ segir Saga þegar hún er beðin um að lýsa sjálfri sér í byrjun viðtals. Saga vakti mikla athygli landsmanna eftir að hafa dansað djarfan dans við tónlistaratriði Bassa Maraj í fjölskylduþættinum Vikan með Gísla Marteini á Rúv. Aðspurð hvort atriðið hafi verið við hæfi í þætti sem að „ömmur og afar horfa á“ stóð ekki á svörum. „Amma mín og afi voru ábyggilega með Bleikt og blátt inni í skáp,“ segir Saga og bætir því við að henni finnist ekkert athugavert við það að strippdans sé sýndur á ríkismiðli, þó svo að strippstaðir séu ólöglegir hér á landi. Bifvélavirkjun, naglafræði og einkaþjálfun Saga kláraði grunndeild bílaiðnaðar í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þaðan lá leið hennar í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla. Ég var bara alltaf með bilaðan áhuga á öllu sem tengist mótorsporti og bílum. Bróðir hennar mömmu var bifvélavirki. Ég fór svo í starfskynningu á bifvélaverkstæði og hugsaði, ég ætla að gera þetta! Núna er ég með bifvélavirkjunina, með diplóma í naglafræði og einkaþjálfari. Tónlistarferill Sögu byrjaði á síðasta ári og hefur hún nú þegar sent út frá sér átta lög á streymisveitunni Spotify. „Ég hef verið mjög músíkölsk frá því að ég var lítil stelpa, verið með þennan draum síðan ég var lítil. Svo að ég ákvað að láta til skarar skríða,“ segir Saga aðspurð hvernig það hafi atvikast að hún hafi byrjað að reyna fyrir sér í tónlistarheiminum. Ég byrjaði að hafa samband við pródúsera, fór að fylgjast með öðrum tónlistarmönnum og byrjaði að senda skilaboð, fékk náttúrulega engin svör í fyrstu. Hún hafi þó ekki gefist upp og ári síðar hafi svörin byrjað að berast. Bæði rappar og syngur Fyrstu þrjú lögin sem hún gaf út segir hún hafa verið hálfgerða tilraun þar sem hún prófaði sig áfram með ólíka stíla til að læra. „Svo ákvað ég bara að gera EP plötu og gerði Bangers sem kom út í desember.“ Saga bæði syngur og rappar í lögum sínum og þegar Frosti spyr hana hvort hún skilgreini sig sem rappara svarar hún: Bæði bara, get sungið í mörgum tónum og get svo rappað. Nýjasta lag Sögu heitir Bottle Service og gaf hún einnig út afar djarft myndband við lagið. Þegar hún er spurð út í gagnrýnisraddir segist hún átta sig á því að hún geti ekki verið allra en hún skilji þó ekki þessa gagnrýni á strippið eða djarfan dans. „Ef þið farið til útlanda er ekki alltaf gaman að fara á strippstað?“ spyr hún þáttastjórnendur sem koma sér pent undan svörum. Hún segir að strippstaðir ættu að vera löglegir og þessi möguleiki ætti að vera í boði fyrir þær stelpur vilji dansa. Súlan er ákveðin list. Mér finnst eins og allt eigi að vera í boði, að þetta sé löglegt, allir á launaskrá og allt sé opið. Segir hungrið koma sér áfram Þó svo að hafa byrjaði að gefa út lög fyrir aðeins ári síðan er Saga komið með um fimm þúsund meðalhlustanir á mánuði á Spotify. Frosti ber tölurnar saman við meðal mánaðarhlustanir Reykjavíkurdætra: Þær eru með um sex þúsund meðalhlustanir á mánuði, hvernig stendur á því að þú sért með svipaða hlustun og þær? Ætli það sé ekki hungrið? Viðtalið við Sögu B í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Klippa: Harmageddon - Alltaf gaman að kíkja á strippstaðina Harmageddon Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Sjá meira
Berglind Saga, betur þekkt sem Saga B, er 28 ára gömul tónlistarkona, móðir og Hafnarfjarðarmær, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert athugavert við strippdans „Ég er bara ósköp venjulega stelpa,“ segir Saga þegar hún er beðin um að lýsa sjálfri sér í byrjun viðtals. Saga vakti mikla athygli landsmanna eftir að hafa dansað djarfan dans við tónlistaratriði Bassa Maraj í fjölskylduþættinum Vikan með Gísla Marteini á Rúv. Aðspurð hvort atriðið hafi verið við hæfi í þætti sem að „ömmur og afar horfa á“ stóð ekki á svörum. „Amma mín og afi voru ábyggilega með Bleikt og blátt inni í skáp,“ segir Saga og bætir því við að henni finnist ekkert athugavert við það að strippdans sé sýndur á ríkismiðli, þó svo að strippstaðir séu ólöglegir hér á landi. Bifvélavirkjun, naglafræði og einkaþjálfun Saga kláraði grunndeild bílaiðnaðar í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þaðan lá leið hennar í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla. Ég var bara alltaf með bilaðan áhuga á öllu sem tengist mótorsporti og bílum. Bróðir hennar mömmu var bifvélavirki. Ég fór svo í starfskynningu á bifvélaverkstæði og hugsaði, ég ætla að gera þetta! Núna er ég með bifvélavirkjunina, með diplóma í naglafræði og einkaþjálfari. Tónlistarferill Sögu byrjaði á síðasta ári og hefur hún nú þegar sent út frá sér átta lög á streymisveitunni Spotify. „Ég hef verið mjög músíkölsk frá því að ég var lítil stelpa, verið með þennan draum síðan ég var lítil. Svo að ég ákvað að láta til skarar skríða,“ segir Saga aðspurð hvernig það hafi atvikast að hún hafi byrjað að reyna fyrir sér í tónlistarheiminum. Ég byrjaði að hafa samband við pródúsera, fór að fylgjast með öðrum tónlistarmönnum og byrjaði að senda skilaboð, fékk náttúrulega engin svör í fyrstu. Hún hafi þó ekki gefist upp og ári síðar hafi svörin byrjað að berast. Bæði rappar og syngur Fyrstu þrjú lögin sem hún gaf út segir hún hafa verið hálfgerða tilraun þar sem hún prófaði sig áfram með ólíka stíla til að læra. „Svo ákvað ég bara að gera EP plötu og gerði Bangers sem kom út í desember.“ Saga bæði syngur og rappar í lögum sínum og þegar Frosti spyr hana hvort hún skilgreini sig sem rappara svarar hún: Bæði bara, get sungið í mörgum tónum og get svo rappað. Nýjasta lag Sögu heitir Bottle Service og gaf hún einnig út afar djarft myndband við lagið. Þegar hún er spurð út í gagnrýnisraddir segist hún átta sig á því að hún geti ekki verið allra en hún skilji þó ekki þessa gagnrýni á strippið eða djarfan dans. „Ef þið farið til útlanda er ekki alltaf gaman að fara á strippstað?“ spyr hún þáttastjórnendur sem koma sér pent undan svörum. Hún segir að strippstaðir ættu að vera löglegir og þessi möguleiki ætti að vera í boði fyrir þær stelpur vilji dansa. Súlan er ákveðin list. Mér finnst eins og allt eigi að vera í boði, að þetta sé löglegt, allir á launaskrá og allt sé opið. Segir hungrið koma sér áfram Þó svo að hafa byrjaði að gefa út lög fyrir aðeins ári síðan er Saga komið með um fimm þúsund meðalhlustanir á mánuði á Spotify. Frosti ber tölurnar saman við meðal mánaðarhlustanir Reykjavíkurdætra: Þær eru með um sex þúsund meðalhlustanir á mánuði, hvernig stendur á því að þú sért með svipaða hlustun og þær? Ætli það sé ekki hungrið? Viðtalið við Sögu B í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Klippa: Harmageddon - Alltaf gaman að kíkja á strippstaðina
Harmageddon Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Sjá meira