Tímamótasamningur sem þýðir að Meistaradeild kvenna verður í opinni dagskrá á Youtube Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 14:20 Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu. EPA-EFE/BJORN LARSSON Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur samið við streymisveituna DAZN og Youtube um að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu næstu fjögur árin. Tilkynning þess efnis að UEFA hefði valið DAZN, stærsta streymisveitu heims á íþróttaefni, og Youtube til að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu var gefin út í dag. Um er að ræða tímamótasamning sem mun gera öllum kleift, sama hvar í heiminum, að horfa á Meistaradeild Evrópu. Helst þetta í hendur við breytingar á Meistaradeild Evrópu en í ár munu 16 lið taka þátt í riðlakeppni í fyrsta sinn. Er fyrirkomulagið nú líkt og þekkist karla megin en áður hefur eingöngu verið um útsláttarkeppni að ræða. DAZN and @YouTube to bring @UWCL to fans worldwide DAZN is proud to be named the new global broadcaster of the competition for the next 4 seasons and to enter a game-changing partnership with @YouTube to make the competition free for the world to see.https://t.co/TLwKu2ZYEP— DAZN (@dazngroup) June 30, 2021 DAZN fær réttinn frá árinu í ár, 2021, til ársins 2025. Ætlar streymisveitan sér einnig að vinna meira „bakvið tjöldin“ efni svo áhorfendur fái meiri tilfinningu fyrir því sem gerist á leikdegi. Fyrstu tvö árin [2021-2023] verða allir leikir í riðla- sem og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, 61 talsins, í opinni dagskrá á Youtube-rás DAZN. Seinni tvö ár samningsins [2023-2025] verða allir leikir riðla- og útsláttarkeppninnar í beinni útsendingu en sérstaklega valdir 19 leikir sem verða sýndir í opinni dagskrá. Hér að neðan má sjá auglýsingarherferðina „We ALL Rise With More Eyes” þar sem segir einfaldlega að markmið samningsins sé að auka umfjöllun í kringum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu og þannig kvennaknattspyrnu í heild sinni. Þá er vert að taka fram að sjá má landsliðsfyrirliða Íslands - Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Lyon - í myndbandinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valur taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. Fari svo að þau komist alla leið í riðlakeppnina er ljóst að liðin gætu grætt á tá og fingri. Fréttatilkynningu DAZN í heild sinni má finna hér. Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Fjölmiðlar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Tilkynning þess efnis að UEFA hefði valið DAZN, stærsta streymisveitu heims á íþróttaefni, og Youtube til að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu var gefin út í dag. Um er að ræða tímamótasamning sem mun gera öllum kleift, sama hvar í heiminum, að horfa á Meistaradeild Evrópu. Helst þetta í hendur við breytingar á Meistaradeild Evrópu en í ár munu 16 lið taka þátt í riðlakeppni í fyrsta sinn. Er fyrirkomulagið nú líkt og þekkist karla megin en áður hefur eingöngu verið um útsláttarkeppni að ræða. DAZN and @YouTube to bring @UWCL to fans worldwide DAZN is proud to be named the new global broadcaster of the competition for the next 4 seasons and to enter a game-changing partnership with @YouTube to make the competition free for the world to see.https://t.co/TLwKu2ZYEP— DAZN (@dazngroup) June 30, 2021 DAZN fær réttinn frá árinu í ár, 2021, til ársins 2025. Ætlar streymisveitan sér einnig að vinna meira „bakvið tjöldin“ efni svo áhorfendur fái meiri tilfinningu fyrir því sem gerist á leikdegi. Fyrstu tvö árin [2021-2023] verða allir leikir í riðla- sem og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, 61 talsins, í opinni dagskrá á Youtube-rás DAZN. Seinni tvö ár samningsins [2023-2025] verða allir leikir riðla- og útsláttarkeppninnar í beinni útsendingu en sérstaklega valdir 19 leikir sem verða sýndir í opinni dagskrá. Hér að neðan má sjá auglýsingarherferðina „We ALL Rise With More Eyes” þar sem segir einfaldlega að markmið samningsins sé að auka umfjöllun í kringum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu og þannig kvennaknattspyrnu í heild sinni. Þá er vert að taka fram að sjá má landsliðsfyrirliða Íslands - Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Lyon - í myndbandinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valur taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. Fari svo að þau komist alla leið í riðlakeppnina er ljóst að liðin gætu grætt á tá og fingri. Fréttatilkynningu DAZN í heild sinni má finna hér.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Fjölmiðlar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira