Góður gangur í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2021 13:14 Eystri Rangá hefur oft ekki farið almennilega af stað fyrr en um miðjan júlí en veiðimenn sem eru við bakkann þessa dagana eru að upplifa annað. Það er búið að vera erfitt við ánna í þessum hlýindum sem hafa verið að leika við landsmenn þar sem snjóbráð hefur litað ánna og gert hana illveiðanlega og skollitaða. Áinn náði þó að hreinsa sig í gær og það var við manninn mælt, veiðin tók góðan kipp og veiðimenn voru varir við laxa á flestum svæðum. Heildarveiði gærdagsins var 18 laxar á land sem er frábær veiði á þessum tíma og gefur góð fyrirheit um veiðina í Eystri Rangá í sumar sem byrjar yfirleitt að fá sterkar göngur um miðjan júlí og alveg fram í september lok, stundum fram í október. Heildarveiðin er komin í 80 laxa í Eystri og mest af því flottur tveggja ára lax. Þess má geta að einn af löxum gærdagsins var 101 sm lax sem við bíðum spennt eftir að sjá á mynd. Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði
Það er búið að vera erfitt við ánna í þessum hlýindum sem hafa verið að leika við landsmenn þar sem snjóbráð hefur litað ánna og gert hana illveiðanlega og skollitaða. Áinn náði þó að hreinsa sig í gær og það var við manninn mælt, veiðin tók góðan kipp og veiðimenn voru varir við laxa á flestum svæðum. Heildarveiði gærdagsins var 18 laxar á land sem er frábær veiði á þessum tíma og gefur góð fyrirheit um veiðina í Eystri Rangá í sumar sem byrjar yfirleitt að fá sterkar göngur um miðjan júlí og alveg fram í september lok, stundum fram í október. Heildarveiðin er komin í 80 laxa í Eystri og mest af því flottur tveggja ára lax. Þess má geta að einn af löxum gærdagsins var 101 sm lax sem við bíðum spennt eftir að sjá á mynd.
Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði