Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2021 11:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu töluðu tvisvar saman í síma á aðfangadag vegna málsins. Vísir Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. Í gær var greint frá því að í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi dómsmálaráðherra spurt lögreglustjóra hvort lögregla ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Lögreglustjóri hafi greint frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Í dagbókarfærslunni sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar var greint frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Heimildir fréttastofu herma að á sama fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi lögreglustjóri jafnframt greint frá viðbörgðum sínum við fyrirspurn dómsmálaráðherra um afsökunarbeiðni. Hún hafi þá minnt ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála. Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, vill ekki greina frá því sem fram fór á fundinum.„Gestir sem mættu fyrir fundinn sögðu að það mætti ekki vitna í orð þeirra og það var sérstaklega óskað eftir því þannig ef ég ætla að krefja aðra um að að fylgja lögum og reglum verð ég að gera það sjálfur þannig ég get ekki staðfest það sem fram fór á fundinum,“ segir Jón Þór. Áhugavert að vita hvað fór fram í fyrra símtalinu Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega um hvað fór fram í símtalinu en þessi viðbrögð lögreglustjóra hljóta að vera til marks um það að lögreglustjóri hafi talið að dómsmálaráðherra hafi gengið of nærri sér. „Nú, ef að lögreglustjóri hefur talið tilefni til að minna ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála er nú áhugavert að vita hvað hefur farið fram í símtalinu þarna á undan. En ástæðan fyrir því að við förum að skoða þetta mál er að íslenskum stjórnvöldum á Alþingi hefur verið bent á í alþjóðaþjóðasamstarfi að það þurfi að laga hluti varðandi pólitísk afskipti á Íslandi af lögreglu,“ segir Jón Þór. Lögreglustjórinn hefur þó sagt opinberlega að það sé hennar mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls. Þetta ítrekaði hún í svari við fyrirspurn fréttastofu nú fyrir hádegi. „Ég hef skýrt frá því að ég og ráðherra áttum tvö samtöl þennan dag og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr. 115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls,“ segir Halla Bergþóra í svari til fréttastofu. Ekki náðist í Áslaugu Örnu við vinnslu fréttarinnar. Lögreglan Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30. júní 2021 09:23 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Í gær var greint frá því að í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi dómsmálaráðherra spurt lögreglustjóra hvort lögregla ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Lögreglustjóri hafi greint frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Í dagbókarfærslunni sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar var greint frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Heimildir fréttastofu herma að á sama fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi lögreglustjóri jafnframt greint frá viðbörgðum sínum við fyrirspurn dómsmálaráðherra um afsökunarbeiðni. Hún hafi þá minnt ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála. Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, vill ekki greina frá því sem fram fór á fundinum.„Gestir sem mættu fyrir fundinn sögðu að það mætti ekki vitna í orð þeirra og það var sérstaklega óskað eftir því þannig ef ég ætla að krefja aðra um að að fylgja lögum og reglum verð ég að gera það sjálfur þannig ég get ekki staðfest það sem fram fór á fundinum,“ segir Jón Þór. Áhugavert að vita hvað fór fram í fyrra símtalinu Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega um hvað fór fram í símtalinu en þessi viðbrögð lögreglustjóra hljóta að vera til marks um það að lögreglustjóri hafi talið að dómsmálaráðherra hafi gengið of nærri sér. „Nú, ef að lögreglustjóri hefur talið tilefni til að minna ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála er nú áhugavert að vita hvað hefur farið fram í símtalinu þarna á undan. En ástæðan fyrir því að við förum að skoða þetta mál er að íslenskum stjórnvöldum á Alþingi hefur verið bent á í alþjóðaþjóðasamstarfi að það þurfi að laga hluti varðandi pólitísk afskipti á Íslandi af lögreglu,“ segir Jón Þór. Lögreglustjórinn hefur þó sagt opinberlega að það sé hennar mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls. Þetta ítrekaði hún í svari við fyrirspurn fréttastofu nú fyrir hádegi. „Ég hef skýrt frá því að ég og ráðherra áttum tvö samtöl þennan dag og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr. 115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls,“ segir Halla Bergþóra í svari til fréttastofu. Ekki náðist í Áslaugu Örnu við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglan Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30. júní 2021 09:23 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30. júní 2021 09:23
Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31
Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48