Ætla að bjóða upp á besta kaffibollann í Kvosinni Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2021 08:01 Ólafur Örn Ólafsson er einn eigenda Kaffi Ó-le. Kaffi Ó-le Stefnt er að opnun kaffihússins Kaffi Ó-le í Hafnarstræti 11. Vísir ræddi við Ólaf Örn Ólafsson, einn þeirra sem standa að staðnum. Fyrsta mál á dagskrá var að spyrja Ólaf út í nafngift staðarins en hann heitir því óvenjulega nafnið Kaffi Ó-le. Halda mætti að um væri að ræða kaffihús með spænsku ívafi eða að nafnið væri vísun í Óla sjálfan. Svo er alls ekki enda er nafnið vísun í hina goðsagnarkenndu menningarstofnun Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstræti 11. Hver ykkar muna eftir Café Au Lait í Hafnarstræti?— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) June 28, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur og félagar opna veitingastað hvers nafn vísar í nafn fyrirrennara síns. Þeir reka fyrir Vínstúkuna Tíu Sopa þar sem áður mátti gæða sér á kaffi og með því á Tíu Dropum. Ólafur frábiður sér ásakanir um að nafn staðarins vísi í hans eigið nafn. Hann játar þó að hafa verið kallaður Óli Au Lait í ákveðnum kreðsum í „níunni“ en hann var einn eigenda Café Au Lait á tíunda áratugnum. Kaffi frá handverkskaffibrennslu Kaffibrennslan Kaffibrugghúsið mun sjá Kaffi Ó-le fyrir öllu kaffi. Kaffibrugghúsið hefur brennt kaffi frá árinu 2017 við góðan hróður. Sonja Grant, einn helsti kaffisérfræðingur landsins, ræður ríkjum í Kaffibrugghúsinu. Ólafur segir kaffið frá brugghúsinu vera það besta sem fæst á landinu. Espressovélin frá Dalla Corte er forkunnarfögur.Kaffi Ó-le Ekkert var sparað til þegar búnaður var keyptur inn á nýja kaffihúsið. Til dæmis var flutt til landsins espressovél frá Dalla Corte frá Ítalíu. Ólafur fullyrðir að um sé að ræða fullkomnustu og fallegustu kaffivél sem flutt hefur verið til landsins. Tom Byrne, sem áður var innsti koppur í búri hjá Reykjavík Roasters, verður aðalkaffibarþjónn Kaffi Ó-le. Hann mun galdra fram kaffi í stíl hinnar svokölluðu þriðju bylgju kaffis. Mikil áhersla verður lögð á gott espresso sem og hæga uppáhellingu. Þá verður boðið upp á kaldbruggað kaffi þegar eða ef hlýna fer í veðri. Tom Byrne mun leika listir sínar með bros á vör. Kaffi Ó-le Þá verður einnig boðið upp á samlokur á Kaffi Ó-le en mikil áhersla verður lögð á hraða afgreiðslu og því verða samlokurnar smurðar fyrir fram. Samlokurnar verða á japönsku mjólkurbrauði og fylltar með alls kyns áleggi. Ekki enduropnun á Café Au Lait Ólafur segir að ætlunin sé alls ekki að skapa sömu stemningu og var á gamla Café Au lait, enda sé það barn síns tíma. Ekki verður boðið upp á áfengi og opnunartími verður frá átta að morgni til fimm í eftirmiðdaginn. Stefnt er að því að opna staðinn í komandi viku en svokölluð „soft opening“ var fyrr í þessari viku og gekk vel. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Fyrsta mál á dagskrá var að spyrja Ólaf út í nafngift staðarins en hann heitir því óvenjulega nafnið Kaffi Ó-le. Halda mætti að um væri að ræða kaffihús með spænsku ívafi eða að nafnið væri vísun í Óla sjálfan. Svo er alls ekki enda er nafnið vísun í hina goðsagnarkenndu menningarstofnun Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstræti 11. Hver ykkar muna eftir Café Au Lait í Hafnarstræti?— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) June 28, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur og félagar opna veitingastað hvers nafn vísar í nafn fyrirrennara síns. Þeir reka fyrir Vínstúkuna Tíu Sopa þar sem áður mátti gæða sér á kaffi og með því á Tíu Dropum. Ólafur frábiður sér ásakanir um að nafn staðarins vísi í hans eigið nafn. Hann játar þó að hafa verið kallaður Óli Au Lait í ákveðnum kreðsum í „níunni“ en hann var einn eigenda Café Au Lait á tíunda áratugnum. Kaffi frá handverkskaffibrennslu Kaffibrennslan Kaffibrugghúsið mun sjá Kaffi Ó-le fyrir öllu kaffi. Kaffibrugghúsið hefur brennt kaffi frá árinu 2017 við góðan hróður. Sonja Grant, einn helsti kaffisérfræðingur landsins, ræður ríkjum í Kaffibrugghúsinu. Ólafur segir kaffið frá brugghúsinu vera það besta sem fæst á landinu. Espressovélin frá Dalla Corte er forkunnarfögur.Kaffi Ó-le Ekkert var sparað til þegar búnaður var keyptur inn á nýja kaffihúsið. Til dæmis var flutt til landsins espressovél frá Dalla Corte frá Ítalíu. Ólafur fullyrðir að um sé að ræða fullkomnustu og fallegustu kaffivél sem flutt hefur verið til landsins. Tom Byrne, sem áður var innsti koppur í búri hjá Reykjavík Roasters, verður aðalkaffibarþjónn Kaffi Ó-le. Hann mun galdra fram kaffi í stíl hinnar svokölluðu þriðju bylgju kaffis. Mikil áhersla verður lögð á gott espresso sem og hæga uppáhellingu. Þá verður boðið upp á kaldbruggað kaffi þegar eða ef hlýna fer í veðri. Tom Byrne mun leika listir sínar með bros á vör. Kaffi Ó-le Þá verður einnig boðið upp á samlokur á Kaffi Ó-le en mikil áhersla verður lögð á hraða afgreiðslu og því verða samlokurnar smurðar fyrir fram. Samlokurnar verða á japönsku mjólkurbrauði og fylltar með alls kyns áleggi. Ekki enduropnun á Café Au Lait Ólafur segir að ætlunin sé alls ekki að skapa sömu stemningu og var á gamla Café Au lait, enda sé það barn síns tíma. Ekki verður boðið upp á áfengi og opnunartími verður frá átta að morgni til fimm í eftirmiðdaginn. Stefnt er að því að opna staðinn í komandi viku en svokölluð „soft opening“ var fyrr í þessari viku og gekk vel.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira