Fékk skilaboð frá nauðgara sínum sem stendur nú frammi fyrir handtöku Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 20:31 Háskólinn þar sem naðugunin fór fram þykir tiltölulega lítill með um 2.500 nemendur. AP/Matt Rourke Lögregluþjónar í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum gáfu í dag út handtökuskipun gegn manni fyrir meinta nauðgun árið 2013. Nærri því átta ár eru síðan kona fór til lögreglunnar og sagði manninn hafa nauðgað sér en hann varð aldrei ákærður. Fyrir um ári síðan fékk hún skilaboð frá manninum sem hófust á orðunum: „Svo ég nauðgaði þér.“ Shannon Keeler steig fram í viðtali við AP fréttaveituna fyrr á árinu og sagði meðal annars frá nauðguninni og skilaboðunum sem nauðgari hennar sendi henni í fyrra. Árið 2003 var Keeler átján ára gömul í háskóla. Hún var í samkvæmi en Ian Cleary er sakaður um að hafa elt hana heim og nauðgað henni. Hún fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð og leitaði einnig til lögreglu. Henni var sagt að erfitt væri að sækja mál þar sem fórnarlömb nauðgunar hefðu verið við drykkju. Þá týndist áverkavottorð hennar. Keeler útskrifaðist svo þremur árum seinna en Cleary var aldrei ákærður. Shannon Keeler var átján ára gömul þegar henni var nauðgað í háskóla. Hún fékk skilaboð frá meintum nauðgara sínum átta árum síðar.AP Í fyrra rakst hún svo á óskoðuð skilaboð sem hún hafði fengið hálfu ári áður sem voru frá Cleary. Þar sagði hann: „Svo ég nauðgaði þér.“ Hann skrifaði einnig að hann myndi aldrei nauðga annarri manneskju og að hann þyrfti að heyra rödd hennar. Þá sagðist Cleary ætla að biðja fyrir Keeler. Þessi skilaboð tók Keeler til lögreglunnar og fór hún fram á að málið gegn Cleary yrði opnað á nýjan leik. Það virðist hafa borið árangur en eins og áður segir hefur verið gefin út handtökuskipun gegn Cleary. Í nýrri frétt AP segir að lögregluþjónum hafi tekist að tengja aðganginn sem sendi skilaboðin við Cleary. Háskólinn sem þau Keeler og Cleary sóttu kallast Gettysburg College og þykir tiltölulega lítill en þar hafa nemendur verið um 2.500 talsins. Á árunum 2013 til 2019 voru 95 nauðganir tilkynntar til forsvarsmanna skólans en á sama tímabili var einungis ákært í tíu nauðgunarmálum í umræddri sýslu, samkvæmt greiningu AP. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Shannon Keeler steig fram í viðtali við AP fréttaveituna fyrr á árinu og sagði meðal annars frá nauðguninni og skilaboðunum sem nauðgari hennar sendi henni í fyrra. Árið 2003 var Keeler átján ára gömul í háskóla. Hún var í samkvæmi en Ian Cleary er sakaður um að hafa elt hana heim og nauðgað henni. Hún fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð og leitaði einnig til lögreglu. Henni var sagt að erfitt væri að sækja mál þar sem fórnarlömb nauðgunar hefðu verið við drykkju. Þá týndist áverkavottorð hennar. Keeler útskrifaðist svo þremur árum seinna en Cleary var aldrei ákærður. Shannon Keeler var átján ára gömul þegar henni var nauðgað í háskóla. Hún fékk skilaboð frá meintum nauðgara sínum átta árum síðar.AP Í fyrra rakst hún svo á óskoðuð skilaboð sem hún hafði fengið hálfu ári áður sem voru frá Cleary. Þar sagði hann: „Svo ég nauðgaði þér.“ Hann skrifaði einnig að hann myndi aldrei nauðga annarri manneskju og að hann þyrfti að heyra rödd hennar. Þá sagðist Cleary ætla að biðja fyrir Keeler. Þessi skilaboð tók Keeler til lögreglunnar og fór hún fram á að málið gegn Cleary yrði opnað á nýjan leik. Það virðist hafa borið árangur en eins og áður segir hefur verið gefin út handtökuskipun gegn Cleary. Í nýrri frétt AP segir að lögregluþjónum hafi tekist að tengja aðganginn sem sendi skilaboðin við Cleary. Háskólinn sem þau Keeler og Cleary sóttu kallast Gettysburg College og þykir tiltölulega lítill en þar hafa nemendur verið um 2.500 talsins. Á árunum 2013 til 2019 voru 95 nauðganir tilkynntar til forsvarsmanna skólans en á sama tímabili var einungis ákært í tíu nauðgunarmálum í umræddri sýslu, samkvæmt greiningu AP.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira