Fimm greindust utan sóttkvíar um helgina Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2021 10:59 Rúmlega 6.600 manns hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Alls greindust fimm með kórónuveiruna innanlands utan sóttkvíar á föstudag og laugardag. Smitin eru þau fyrstu sem greinast innanlands frá 15. júní, en einn greindist á föstudag og fjórir á laugardag. Enginn greindist innanlands í gær, sunnudag. Síðan er nú einungis uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er um að ræða fólk sem greindist í svokallaðri vottorðaskimun. Von er á tilkynningu frá almannavörnum eins og venjulega þegar um er að ræða smit utan sóttkvíar. Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli. Fjölmargir lögðu leið sína á barina um helgina eftir að tilkynnt á föstudag að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt. Hafi einhverjir smitast um helgina á það ekki eftir að koma fram í tölunum fyrr en eftir einhverja daga. Í einangrun eru nú 23, en þeir voru tólf á fimmtudag. Í sóttkví er 111, en voru 78 á fimmtudag. 1823 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku. 177.540 eru nú fullbólusettir hér á landi, 60,1 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 81.312 til viðbótar, eða 27,5 prósent íbúa sextán ára og eldri. Alls voru tekin 84 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 4.277 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 539 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. 6.646 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Smitin eru þau fyrstu sem greinast innanlands frá 15. júní, en einn greindist á föstudag og fjórir á laugardag. Enginn greindist innanlands í gær, sunnudag. Síðan er nú einungis uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er um að ræða fólk sem greindist í svokallaðri vottorðaskimun. Von er á tilkynningu frá almannavörnum eins og venjulega þegar um er að ræða smit utan sóttkvíar. Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli. Fjölmargir lögðu leið sína á barina um helgina eftir að tilkynnt á föstudag að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt. Hafi einhverjir smitast um helgina á það ekki eftir að koma fram í tölunum fyrr en eftir einhverja daga. Í einangrun eru nú 23, en þeir voru tólf á fimmtudag. Í sóttkví er 111, en voru 78 á fimmtudag. 1823 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku. 177.540 eru nú fullbólusettir hér á landi, 60,1 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 81.312 til viðbótar, eða 27,5 prósent íbúa sextán ára og eldri. Alls voru tekin 84 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 4.277 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 539 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. 6.646 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira