Kiel var stigi á undan Alexander Petersson og félögum í Flensburg fyrir lokaumferðina en Kiel gerði 25-25 jafntefli við Ými Örn Gíslason og félaga í Löwen eftir dramatík.
Jaaaaaaaa! Wir sind Deutscher Meister! pic.twitter.com/x3cuLxC5qd
— THW Kiel (@thw_handball) June 27, 2021
Á sama tíma rúllaði Flensburg yfir Balingen á heimavelli, 38-26, en það dugði þó ekki til gulls. Alexander var ekki í leikmannahópi Flensburg.
Marcel Schiller, leikmaður FRISCH AUF! Göppingen, skoraði einungis sjö mörk í síðasta leiknum og náði því ekki Ómar Inga Magnússyni á toppi markaskoraralistans.
Ómar Ingi er því markahæsti leikmaðurinn og fetaði þar með í fótspor Sigurðar Sveinssonar, Guðjóns Vals Sigurðarsson og Bjarka Más Elíssonar.
Melsungen gerði 26-26 jafntefli við Stuttgart á útivelli en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.