Lemgo vann sigur, 32-27, eftir að hafa verið 17-14 yfir í hálfleik en Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Lemgo með heil fimmtán mörk.
Ómar Ingi Magnússon gerði tólf mörk fyrir Magdeburg og er þar af leiðandi kominn með 274 mörk í deildinni í vetur.
Players with more than 270 goals in a Bundesliga season (since 1966/67)
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 27, 2021
324: Kyung-shin Yoon (8,53/match - 00/01)
289: Lars Christiansen (8,5/m - 02/03)
282: Savas Karipidis (8,29/m - 08/09)
🆕274: Omar Ingi Magnusson (7,21/m)
271: Robert Weber (7,53/m - 14/15)
Schiller next?
Hann er sem stendur markahæsti leikmaðurinn í deildinni en Marcel Schiller er níu mörkum á eftir honum.
Hann leikur með Frisch Auf Göppingen sem spilar við Ludwigshafen síðar í dag og þá kemur í ljós hvort að Ómar endi markahæstur.
Lemgo er sem stendur í sjöunda sætinu en liðið endar í 7. til 9. sæti. Magdeburg endar hins vegar í þriðja sætinu, með bronspeninginn.