Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. júní 2021 12:45 Söngkonan Britney Spears er meðal annars neydd til þess að vera á getnaðarvörn. Það er því ekki að undra að tilfinningar hafi komið fram í ræðu hennar. AP/Chris Pizzello Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. „Þegar Britney talaði, þá hlustaði allur heimurinn. Það var ótrúlegt. En hvort dómarinn kaupi þetta og veiti henni sjálfræði, það held ég ekki,“ segir Peter Walzer, lögmaður sem sérhæfir sig í fjölskyldumálum. Í ræðu sinni talaði Britney af mikilli ástríðu um sjálfræðissviptinguna og nefndi meðal annars að hún væri neydd til þess að vera á getnaðarvörn án hennar vilja. Það er því ef til vill ekki að undra að tilfinningar hafi ráðið för í ræðu hennar. Ræða Britney skilaði sér til almennings á sannfærandi hátt og er óhætt að segja að allur heimurinn standi á bakvið hana. Aðdáendur Britney komu saman víða um heim á meðan réttarhöldin áttu sér stað.Getty/Rich Fury Það er þó hætt á því að ástríðan gæti haft öfug áhrif á dómstóla. Britney talaði afar hratt og var beðin um hægja á máli sínu oftar en einu sinni. Talaði opinskátt um tilfinningar sínar Lögmaðurinn David Glass segist hræddur um að ræða hennar hafi ekki hjálpað henni. „Orðin komu út úr henni eins og byssuskot. Hún flakkaði stöðugt á milli umræðuefna. Hún kvaðst vera þunglynd og sígrátandi. Ég er ekki sálfræðingur, en þetta bendir til þess að hún sé andlega veik.“ Lögmaðurinn Chris Melcher segir þetta vera ástæðuna fyrir því að lögmenn vilji ekki að umbjóðendur tali of mikið. „Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig við eigum að segja það. Stundum kemur vitnisburður umbjóðenda í bakið á þeim og styður frekar mál gagnaðila.“ Þá telur hann að annars konar nálgun Britney hefði verið vænlegri til árangurs. Framkoma hennar hefði mátt vera yfirvegaðri og hún hefði mátt viðurkenna sín fyrri vandamál. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Sjá meira
„Þegar Britney talaði, þá hlustaði allur heimurinn. Það var ótrúlegt. En hvort dómarinn kaupi þetta og veiti henni sjálfræði, það held ég ekki,“ segir Peter Walzer, lögmaður sem sérhæfir sig í fjölskyldumálum. Í ræðu sinni talaði Britney af mikilli ástríðu um sjálfræðissviptinguna og nefndi meðal annars að hún væri neydd til þess að vera á getnaðarvörn án hennar vilja. Það er því ef til vill ekki að undra að tilfinningar hafi ráðið för í ræðu hennar. Ræða Britney skilaði sér til almennings á sannfærandi hátt og er óhætt að segja að allur heimurinn standi á bakvið hana. Aðdáendur Britney komu saman víða um heim á meðan réttarhöldin áttu sér stað.Getty/Rich Fury Það er þó hætt á því að ástríðan gæti haft öfug áhrif á dómstóla. Britney talaði afar hratt og var beðin um hægja á máli sínu oftar en einu sinni. Talaði opinskátt um tilfinningar sínar Lögmaðurinn David Glass segist hræddur um að ræða hennar hafi ekki hjálpað henni. „Orðin komu út úr henni eins og byssuskot. Hún flakkaði stöðugt á milli umræðuefna. Hún kvaðst vera þunglynd og sígrátandi. Ég er ekki sálfræðingur, en þetta bendir til þess að hún sé andlega veik.“ Lögmaðurinn Chris Melcher segir þetta vera ástæðuna fyrir því að lögmenn vilji ekki að umbjóðendur tali of mikið. „Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig við eigum að segja það. Stundum kemur vitnisburður umbjóðenda í bakið á þeim og styður frekar mál gagnaðila.“ Þá telur hann að annars konar nálgun Britney hefði verið vænlegri til árangurs. Framkoma hennar hefði mátt vera yfirvegaðri og hún hefði mátt viðurkenna sín fyrri vandamál.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Sjá meira
Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48
Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31
„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19