England sleppur við hin fimm bestu liðin Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 13:00 Englendingar eiga fyrir höndum stórleik gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. Getty/Mike Egerton Ef England kemst í úrslitaleik EM mun liðið gera það án þess að þurfa að mæta neinu af hinum fimm bestu liðum Evrópu, samkvæmt styrkleikalista FIFA. Sextán liða úrslit EM hefjast á morgun og leið hvers liðs fyrir sig að titlinum liggur nú að vissu leyti fyrir. Samkvæmt flestum veðbönkum og tölfræðiveitum eru Frakkar líklegastir til að landa titlinum en ljóst er að leið þeirra að titlinum er afar erfið og sumir telja Englendinga nú líklegasta. Liðin sextán raðast þannig niður að Belgía, Frakkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, sem eru fimm af sex bestu liðum Evrópu samkvæmt heimslistanum, eru meðal átta þjóða sem berjast um eitt sæti í úrslitaleiknum. Svona er leið hvers liðs fyrir sig að Evrópumeistaratitlinum. Á meðal hinna átta þjóðanna eru England og Þýskaland sem mætast í sannkölluðum stórleik á Wembley. England er þriðja sterkasta landslið Evrópu samkvæmt styrkleikalista FIFA, á eftir Belgíu og Frakklandi, en Þýskaland er í 8. sæti. Sigurliðið í leik Englands og Þýskalands mætir svo sigurliðinu úr leik Svíþjóðar og Úkraínu, sem eru í 13. og 16. sæti yfir bestu landslið Evrópu. Komist Englendingar í undanúrslit mæta þeir þar Hollandi, Tékklandi, Wales eða Danmörku. 16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína Tölfræðiveitan Gracenote segir að Englendingar séu nú líklegastir til að landa titlinum. Það er ekki bara vegna þess að liðið losni við að mæta nokkrum af allra hæst skrifuðu liðunum heldur spilar England á heimavelli á þriðjudaginn auk þess sem undanúrslitin og úrslitin fara einnig fram á Wembley. Líklegustu Evrópumeistararnir samkvæmt Gracenote. Líklegustu úrslitaleikir EM samkvæmt Gracenote: Líkur Leikur Líkur Leikur 7.0% Belgía - England 3.6% Frakkland - Holland 5.9% Frakkland - England 3.4% Portúgal - England 5.2% Ítalía - England 3.1% Belgía - Danmörk 4.3% Spánn - England 3.1% Ítalía - Holland 4.2% Belgía - Holland 2.9% Belgía - Svíþjóð Samkvæmt flestum veðbönkum eru Frakkar þó líklegastir til að verða Evrópumeistarar. Tölfræðiveitan Opta Sports telur 19,6% líkur á því að Hugo Lloris, fyrirliði Frakka, taki við Henri Delaunay verðlaunagripnum eftir úrslitaleikinn 11. júlí, líkt og á HM fyrir þremur árum. Belgar eru samkvæmt Opta næstlíklegastir til að landa titlinum og Spánverjar þriðju líklegastir. Opta telur aðeins 8,5% líkur á því að Englendingar vinni sinn fyrsta Evrópumeistaratitil. 19.6% - Ahead of the Round of 16, the Stats Perform prediction model rates France as the favourites to win EURO 2020 with a 19.6% chance, followed by Belgium (17.9%) and Spain (12.9%). Glory.For more info on how the Stats Perform Predictor is calculated: https://t.co/0S3WTzwKae pic.twitter.com/GAzb4U9OyF— OptaJoe (@OptaJoe) June 24, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Sextán liða úrslit EM hefjast á morgun og leið hvers liðs fyrir sig að titlinum liggur nú að vissu leyti fyrir. Samkvæmt flestum veðbönkum og tölfræðiveitum eru Frakkar líklegastir til að landa titlinum en ljóst er að leið þeirra að titlinum er afar erfið og sumir telja Englendinga nú líklegasta. Liðin sextán raðast þannig niður að Belgía, Frakkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, sem eru fimm af sex bestu liðum Evrópu samkvæmt heimslistanum, eru meðal átta þjóða sem berjast um eitt sæti í úrslitaleiknum. Svona er leið hvers liðs fyrir sig að Evrópumeistaratitlinum. Á meðal hinna átta þjóðanna eru England og Þýskaland sem mætast í sannkölluðum stórleik á Wembley. England er þriðja sterkasta landslið Evrópu samkvæmt styrkleikalista FIFA, á eftir Belgíu og Frakklandi, en Þýskaland er í 8. sæti. Sigurliðið í leik Englands og Þýskalands mætir svo sigurliðinu úr leik Svíþjóðar og Úkraínu, sem eru í 13. og 16. sæti yfir bestu landslið Evrópu. Komist Englendingar í undanúrslit mæta þeir þar Hollandi, Tékklandi, Wales eða Danmörku. 16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína Tölfræðiveitan Gracenote segir að Englendingar séu nú líklegastir til að landa titlinum. Það er ekki bara vegna þess að liðið losni við að mæta nokkrum af allra hæst skrifuðu liðunum heldur spilar England á heimavelli á þriðjudaginn auk þess sem undanúrslitin og úrslitin fara einnig fram á Wembley. Líklegustu Evrópumeistararnir samkvæmt Gracenote. Líklegustu úrslitaleikir EM samkvæmt Gracenote: Líkur Leikur Líkur Leikur 7.0% Belgía - England 3.6% Frakkland - Holland 5.9% Frakkland - England 3.4% Portúgal - England 5.2% Ítalía - England 3.1% Belgía - Danmörk 4.3% Spánn - England 3.1% Ítalía - Holland 4.2% Belgía - Holland 2.9% Belgía - Svíþjóð Samkvæmt flestum veðbönkum eru Frakkar þó líklegastir til að verða Evrópumeistarar. Tölfræðiveitan Opta Sports telur 19,6% líkur á því að Hugo Lloris, fyrirliði Frakka, taki við Henri Delaunay verðlaunagripnum eftir úrslitaleikinn 11. júlí, líkt og á HM fyrir þremur árum. Belgar eru samkvæmt Opta næstlíklegastir til að landa titlinum og Spánverjar þriðju líklegastir. Opta telur aðeins 8,5% líkur á því að Englendingar vinni sinn fyrsta Evrópumeistaratitil. 19.6% - Ahead of the Round of 16, the Stats Perform prediction model rates France as the favourites to win EURO 2020 with a 19.6% chance, followed by Belgium (17.9%) and Spain (12.9%). Glory.For more info on how the Stats Perform Predictor is calculated: https://t.co/0S3WTzwKae pic.twitter.com/GAzb4U9OyF— OptaJoe (@OptaJoe) June 24, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira