Birkir valdi bestu bakverði EM Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 14:00 Denzel Dumfries ræddi við fjölskyldu og vini í stúkunni eftir sigurinn á Austurríki á EM. Hann skoraði í leiknum og einnig gegn Úkraínu í fyrsta leik. Getty/Alyn Ledang Þegar Birkir Már Sævarsson horfir á leiki á EM fylgist hann sérstaklega vel með bakvörðum liðanna. Það var því við hæfi að „Vindurinn“ tæki að sér að velja bestu bakverði mótsins. Birkir, sem leikið hefur 98 A-landsleiki, hefur haldið vel aftur af mönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Memphis Depay og Raheem Sterling á sínum landsliðsferli. Hann þarf að gera sér að góðu að horfa á þá í sjónvarpinu að þessu sinni, og glímu þeirra við varnarmenn annarra þjóða. „Ég horfi alltaf mest á bakverðina eiginlega. Svo reynir maður nú að njóta þess að horfa á leikinn en einhvern veginn sogast maður alltaf að því að fylgjast með bakvörðunum og hvað þeir eru að gera. Maður er alltaf að reyna að læra eitthvað þó að maður sé orðinn gamall í hettunni,“ sagði Birkir í þættinum EM í dag, á EM-rás Stöðvar 2 í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Bestu bakverðir Birkis Bestu bakverðir EM til þessa eru að mati Birkis í landsliðum Hollands, Ítalíu og Þýskalands. „Sá fyrsti sem kom upp í hausinn var Denzel Dumfries. Hann er búinn að vera flottur,“ sagði Birkir um hinn 25 ára gamla Dumfries, hægri vængbakvörð Hollands og leikmann PSV. „Ég er farinn að halda að De Boer sé að hanna „systemið“ að Dumfries. Hann er ekki frábær varnarmaður sem hægri bakvörður í fjögurra manna línu, en þetta system hentar honum einkar vel,“ benti Guðmundur Benediktsson á. „Hann er þarna sem vængbakvörður sem er smá svindlstaða fyrir þessa sóknarsinnuðu bakverði. Þeir njóta sín helvíti vel þar í þessum góðu liðum,“ sagði Birkir. Virkilega gaman að horfa á Spinazzola Næstur í röðinni var Leonardo Spinazzola, 28 ára gamall vinstri bakvörður ítalska landsliðsins og Roma. „Hann er búinn að vera geggjaður. Það er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann er góður einn á móti einum, jafnfættur og eiginlega bara eins og kantmaður. Ég hef ekki séð alveg nógu mikið af honum til að meta hversu góður varnarmaður hann er en það skiptir ekki máli. Á stórmótum vill maður fá mörk og blússandi sóknarbolta,“ sagði Birkir. Þjóðverjinn Robin Gosens, sem er 26 ára vinstri vængbakvörður og leikmaður Atalanta á Ítalíu, var svo sá þriðji sem Birkir valdi: „Ég valdi hann eiginlega út af þessum eina leik á móti Portúgal. Hann var geggjaður þar, eins og reyndar Kimmich. Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar bakvörður skorar eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum. Það eru mín uppáhalds mörk.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Birkir, sem leikið hefur 98 A-landsleiki, hefur haldið vel aftur af mönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Memphis Depay og Raheem Sterling á sínum landsliðsferli. Hann þarf að gera sér að góðu að horfa á þá í sjónvarpinu að þessu sinni, og glímu þeirra við varnarmenn annarra þjóða. „Ég horfi alltaf mest á bakverðina eiginlega. Svo reynir maður nú að njóta þess að horfa á leikinn en einhvern veginn sogast maður alltaf að því að fylgjast með bakvörðunum og hvað þeir eru að gera. Maður er alltaf að reyna að læra eitthvað þó að maður sé orðinn gamall í hettunni,“ sagði Birkir í þættinum EM í dag, á EM-rás Stöðvar 2 í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Bestu bakverðir Birkis Bestu bakverðir EM til þessa eru að mati Birkis í landsliðum Hollands, Ítalíu og Þýskalands. „Sá fyrsti sem kom upp í hausinn var Denzel Dumfries. Hann er búinn að vera flottur,“ sagði Birkir um hinn 25 ára gamla Dumfries, hægri vængbakvörð Hollands og leikmann PSV. „Ég er farinn að halda að De Boer sé að hanna „systemið“ að Dumfries. Hann er ekki frábær varnarmaður sem hægri bakvörður í fjögurra manna línu, en þetta system hentar honum einkar vel,“ benti Guðmundur Benediktsson á. „Hann er þarna sem vængbakvörður sem er smá svindlstaða fyrir þessa sóknarsinnuðu bakverði. Þeir njóta sín helvíti vel þar í þessum góðu liðum,“ sagði Birkir. Virkilega gaman að horfa á Spinazzola Næstur í röðinni var Leonardo Spinazzola, 28 ára gamall vinstri bakvörður ítalska landsliðsins og Roma. „Hann er búinn að vera geggjaður. Það er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann er góður einn á móti einum, jafnfættur og eiginlega bara eins og kantmaður. Ég hef ekki séð alveg nógu mikið af honum til að meta hversu góður varnarmaður hann er en það skiptir ekki máli. Á stórmótum vill maður fá mörk og blússandi sóknarbolta,“ sagði Birkir. Þjóðverjinn Robin Gosens, sem er 26 ára vinstri vængbakvörður og leikmaður Atalanta á Ítalíu, var svo sá þriðji sem Birkir valdi: „Ég valdi hann eiginlega út af þessum eina leik á móti Portúgal. Hann var geggjaður þar, eins og reyndar Kimmich. Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar bakvörður skorar eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum. Það eru mín uppáhalds mörk.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira