Sú markahæsta í Íslandsmeistaraliðinu var sú efnilegasta: Ekki búið að vera auðvelt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 12:30 Rakel Sara Elvarsdóttir var í góðum hópi fólks úr KA/Þór sem safnaði að sér verðlaunum á verðlaunahófi HSÍ í gær. Rut Jónsdóttir var valin best, Matea Lonac var kosin besti markvörðurinn og Andri Snær Stefánsson þótti vera besti þjálfari tímabilsins. Instagram/@kathor.handbolti Rakel Sara Elvarsdóttir úr KA/Þór var kosin efnilegasti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta í gær og Guðjón Guðmundsson talaði við hana á verðlaunahófi HSÍ. Rakel Sara, sem er aðeins átján ára gömul, varð markahæsti leikmaður Íslandsmeistara KA/Þórs í úrslitakeppninni með 24 mörk í 5 leikjum þrátt fyrir að taka ekki eitt einasta víti í leikjum Akureyrarliðsins. Rakel Sara nýtti 77 prósent skota sinna í úrslitakeppninni og skoraði einu marki meira en liðsfélagar sínir Aldís Ásta Heimisdóttir og Rut Jónsdóttir. „Við erum búnar að vinna alveg gríðarlega mikið að þessu og þetta er ekki búið að vera auðvelt en þetta skilaði sér,“ sagði Rakel Sara Elvarsdóttir við Gaupa. En af hverju er hún orðin svona góð? Klippa: Rakel Sara: Það skilar mér alltaf þegar ég er ekkert að hugsa um hvað aðrir eru pæla „Ég er bara búin að gera það sem maður gerir. Ég er búin að taka aukaæfingar og vinna að mínum markmiðum sem hafa skilað mér þangað sem ég er komin í dag. Ég mun auðvitað halda áfram núna og reyna að standa mig,“ sagði Rakel Sara en nú verður meiri pressa á henni á næstu leiktíð. „Ég reyni að vera ekki að hugsa út fyrir boxið. Ég ætla að hugsa um sjálf mig fyrst og fremst og hvað ég ætla að gera. Það skilar mér alltaf þegar ég er ekkert að hugsa um hvað aðrir eru pæla,“ sagði Rakel Sara en það má sjá viðtal Gaupa við hana hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Rakel Sara, sem er aðeins átján ára gömul, varð markahæsti leikmaður Íslandsmeistara KA/Þórs í úrslitakeppninni með 24 mörk í 5 leikjum þrátt fyrir að taka ekki eitt einasta víti í leikjum Akureyrarliðsins. Rakel Sara nýtti 77 prósent skota sinna í úrslitakeppninni og skoraði einu marki meira en liðsfélagar sínir Aldís Ásta Heimisdóttir og Rut Jónsdóttir. „Við erum búnar að vinna alveg gríðarlega mikið að þessu og þetta er ekki búið að vera auðvelt en þetta skilaði sér,“ sagði Rakel Sara Elvarsdóttir við Gaupa. En af hverju er hún orðin svona góð? Klippa: Rakel Sara: Það skilar mér alltaf þegar ég er ekkert að hugsa um hvað aðrir eru pæla „Ég er bara búin að gera það sem maður gerir. Ég er búin að taka aukaæfingar og vinna að mínum markmiðum sem hafa skilað mér þangað sem ég er komin í dag. Ég mun auðvitað halda áfram núna og reyna að standa mig,“ sagði Rakel Sara en nú verður meiri pressa á henni á næstu leiktíð. „Ég reyni að vera ekki að hugsa út fyrir boxið. Ég ætla að hugsa um sjálf mig fyrst og fremst og hvað ég ætla að gera. Það skilar mér alltaf þegar ég er ekkert að hugsa um hvað aðrir eru pæla,“ sagði Rakel Sara en það má sjá viðtal Gaupa við hana hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira