Luiz Suarez: Ég get ekki spilað á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 10:31 Luis Suarez fagnar marki með Liverpool þar sem hann spilaði á árunum 2010 til 2014 og varð að heimsklassa framherja. Getty/Laurence Griffiths Atletico Madrid framherjinn Luis Suarez hefur afskrifað möguleikann á því að spila í ensku úrvalsdeildinni af einfaldri ástæðu. Suarez getur ekki hugsað sér að spila á móti sínu gamla félagi í ensku úrvalsdeildinni. Suarez lék með Liverpool í fjögur ár frá 2010 til 2014 og skoraði þá 82 mörk í 133 leikjum með enska liðinu. Luis Suarez is still thinking of Liverpool https://t.co/JCxPnIC5bW— TEAMtalk (@TEAMtalk) June 24, 2021 Suarez fór á kostum tímabilið 2013-14 þegar Liverpool var svo nálægt því að vinna enska meistaratitilinn áður en liðið klúðraði málunum undir lokin. Suarez fagnar því að Liverpool hafi loksins unnið enska meistaratitilinn í fyrra en segist ekki vera á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég get ekki spilað á móti Liverpool. Það væri of erfitt að spila fyrir einhverja aðra en Liverpool í ensku deildinni,“ sagði Luis Suarez í viðtali við World Soccer Magazine. „Ég var í og er enn í góðu sambandi við stuðningsmenn Liverpool og það yrði mjög skrýtið að spila fyrir einhverja aðra. Það hefði verið sérstakt að vinna enska titilinn með Liverpool en ég ánægður með að bið þeirra sé á enda,“ sagði Suarez. „Þeir líta út fyrir að vera með lið sem mun keppa um titlana á mörgum tímabilum til viðbótar þrátt fyrir að það tímabil sem er nú nýlokið hafi ekki gengið sem best. Þeir eru aftur komnir þar sem þeir eiga heima,“ sagði Suarez. Luis Suarez implies that Liverpool is the only English club that he would play for https://t.co/1I5lic2P09— Anfield Watch (@AnfieldWatch) June 24, 2021 Luis Suarez hjálpaði Atletico Madrid að vinna spænsku deildina á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði áður unnið spænsku deildina fjórum sinnum með Barcelona. Suarez hefur einnig unnið hollensku deildina og deildina í Úrúgvæ. Suarez segist vera ánægður hjá Atletico Madrid. „Ég nýt þessa að spila hér og við höfum komið okkur vel fyrir á Spáni. Það er engin ástæða fyrir mig að vera hugsa um að fara,“ sagði Suarez. „Þegar ég hugsa um það hversu vel ég hef komið mér fyrir hjá Atletico og það traust sem ég fæ frá þjálfaranum þá var það auðveld ákvörðun fyrir mig að vera hér áfram,“ sagði Luis Suarez. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Suarez getur ekki hugsað sér að spila á móti sínu gamla félagi í ensku úrvalsdeildinni. Suarez lék með Liverpool í fjögur ár frá 2010 til 2014 og skoraði þá 82 mörk í 133 leikjum með enska liðinu. Luis Suarez is still thinking of Liverpool https://t.co/JCxPnIC5bW— TEAMtalk (@TEAMtalk) June 24, 2021 Suarez fór á kostum tímabilið 2013-14 þegar Liverpool var svo nálægt því að vinna enska meistaratitilinn áður en liðið klúðraði málunum undir lokin. Suarez fagnar því að Liverpool hafi loksins unnið enska meistaratitilinn í fyrra en segist ekki vera á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég get ekki spilað á móti Liverpool. Það væri of erfitt að spila fyrir einhverja aðra en Liverpool í ensku deildinni,“ sagði Luis Suarez í viðtali við World Soccer Magazine. „Ég var í og er enn í góðu sambandi við stuðningsmenn Liverpool og það yrði mjög skrýtið að spila fyrir einhverja aðra. Það hefði verið sérstakt að vinna enska titilinn með Liverpool en ég ánægður með að bið þeirra sé á enda,“ sagði Suarez. „Þeir líta út fyrir að vera með lið sem mun keppa um titlana á mörgum tímabilum til viðbótar þrátt fyrir að það tímabil sem er nú nýlokið hafi ekki gengið sem best. Þeir eru aftur komnir þar sem þeir eiga heima,“ sagði Suarez. Luis Suarez implies that Liverpool is the only English club that he would play for https://t.co/1I5lic2P09— Anfield Watch (@AnfieldWatch) June 24, 2021 Luis Suarez hjálpaði Atletico Madrid að vinna spænsku deildina á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði áður unnið spænsku deildina fjórum sinnum með Barcelona. Suarez hefur einnig unnið hollensku deildina og deildina í Úrúgvæ. Suarez segist vera ánægður hjá Atletico Madrid. „Ég nýt þessa að spila hér og við höfum komið okkur vel fyrir á Spáni. Það er engin ástæða fyrir mig að vera hugsa um að fara,“ sagði Suarez. „Þegar ég hugsa um það hversu vel ég hef komið mér fyrir hjá Atletico og það traust sem ég fæ frá þjálfaranum þá var það auðveld ákvörðun fyrir mig að vera hér áfram,“ sagði Luis Suarez.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira