Pólland er úr leik á EM 2020 eftir 3-2 tap gegn Svíum í St. Pétursborg í kvöld en Pólverjar enduðu einungis með eitt stig í riðlinum.
Lewandowski skoraði bæði mörk Póllands í kvöld en brenndi algjörum dauðafærum af í fyrri hálfleik. Farið var yfir færin í uppgjörsþættinum að leiknum lokum.
„Þrátt fyrir að skora tvö mörk í dag þá mun hann vera lengi að sofna,“ sagði Atli Viðar.
„Hann verður með óbragð í munninum og verður lengi að sofna á koddanum í kvöld.“
Arnar Sveinn Geirsson, annar spekingur dagsins, segir að hefð Lewandowski jafnað metin í fyrri hálfleik hefði staðan verið önnur.
„Þetta hefði búið til öðruvísi leik. Ef við hefðum fengið fljótt jöfnunarmark þá hefðum við fengið öðruvísi leik,“ sagði Arnar Sveinn.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.