Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 16:24 Árni Bragi Eyjólfsson var bestur í Olís-deildinni í vetur. Stöð 2 Sport Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. Árni Bragi var auk þess valinn besti sóknarmaður deildarinnar, krýndur markakóngur, hlaut Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn og háttvísisverðlaunin. Guðjón Guðmundsson tók Árna Braga tali á verðlaunahófi HSÍ í dag og spurði hann út í þessa miklu velgengni hans í búningi KA: Klippa: Árni Bragi bestur í vetur og vill titil í Mosó „Ég var í umhverfi sem ég naut mín rosalega vel í. Allir mínir liðsfélagar, þjálfari og það traust sem ég hef fengið í vetur hefur skilað sér alveg út í gegn. Ég hef fundið fyrir því [traustinu] frá byrjun, lagði á mig það sem ég þurfti að gera og vissi að fólkið í kringum mann hafði trú á manni, og þá skilar maður sínu,“ sagði Árni Bragi sem virtist bara verða betri eftir því sem leið á tímabilið: „Ég hef oft sagt að ég fúnkeri vel í mikið af leikjum og minna af æfingum… Nei, nei. Það var mikill stígandi og maður fann að maður efldist með hverjum leik. Það besta fyrir leikmann þegar vel gengur er að það sé sem styst í næsta leik. Það gekk vonum framar,“ sagði Árni Bragi. Guðjón benti á að Árni Bragi hefði ekki verið svona góður með KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék áður en hann kom til KA í fyrra. Hvað breyttist? „Það er hárrétt. Þarna kemur að andlegu hliðinni í íþróttunum. Eins og ég segi þá var ég í svo frábæru umhverfi [hjá KA] og fann strax fyrir svo miklu trausti frá Jonna [Jónatani Magnússyni, þjálfara] og öllum í kringum mig, til að láta manni líða vel. Maður blómstrar í því umhverfi sem manni líður vel í. Ég ætlaði mér stóra hluti í fyrra en komst sjálfur aldrei í gang og svo flautaði Covid mann heim. Þetta komst aldrei á flug, maður fann það snemma, svo ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið menn sem að tóku svona vel á móti manni því það var ekki sjálfsagt,“ sagði Árni Bragi. Árni Bragi á lokahófi HSÍ @ArniBragi Besti leikmaður #olisdeildin karla Besti sóknarmaður Markahæsti leikmaður deildarinnar Háttvísisverðlaun Valdimarsbikarinn#LifiFyrirKA pic.twitter.com/PobopOyoGW— KA (@KAakureyri) June 23, 2021 Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Aftureldingu og snýr aftur í Mosfellsbæinn fyrir næstu leiktíð, tilbúinn í nýja áskorun: „Ég er ógeðslega spenntur fyrir henni. Mér finnst frábært að hafa getað komið norður og endurgoldið það traust sem KA-menn gáfu mér. Þeir höfðu trú á mér sem þeim leikmanni sem ég var og mér finnst ég hafa skilað því heim. Núna á ég bara eitt eftir og það er hjá hinum uppeldisklúbbnum. Okkur vantar einn titil þar og vonandi kemur hann.“ Olís-deild karla KA Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Árni Bragi var auk þess valinn besti sóknarmaður deildarinnar, krýndur markakóngur, hlaut Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn og háttvísisverðlaunin. Guðjón Guðmundsson tók Árna Braga tali á verðlaunahófi HSÍ í dag og spurði hann út í þessa miklu velgengni hans í búningi KA: Klippa: Árni Bragi bestur í vetur og vill titil í Mosó „Ég var í umhverfi sem ég naut mín rosalega vel í. Allir mínir liðsfélagar, þjálfari og það traust sem ég hef fengið í vetur hefur skilað sér alveg út í gegn. Ég hef fundið fyrir því [traustinu] frá byrjun, lagði á mig það sem ég þurfti að gera og vissi að fólkið í kringum mann hafði trú á manni, og þá skilar maður sínu,“ sagði Árni Bragi sem virtist bara verða betri eftir því sem leið á tímabilið: „Ég hef oft sagt að ég fúnkeri vel í mikið af leikjum og minna af æfingum… Nei, nei. Það var mikill stígandi og maður fann að maður efldist með hverjum leik. Það besta fyrir leikmann þegar vel gengur er að það sé sem styst í næsta leik. Það gekk vonum framar,“ sagði Árni Bragi. Guðjón benti á að Árni Bragi hefði ekki verið svona góður með KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék áður en hann kom til KA í fyrra. Hvað breyttist? „Það er hárrétt. Þarna kemur að andlegu hliðinni í íþróttunum. Eins og ég segi þá var ég í svo frábæru umhverfi [hjá KA] og fann strax fyrir svo miklu trausti frá Jonna [Jónatani Magnússyni, þjálfara] og öllum í kringum mig, til að láta manni líða vel. Maður blómstrar í því umhverfi sem manni líður vel í. Ég ætlaði mér stóra hluti í fyrra en komst sjálfur aldrei í gang og svo flautaði Covid mann heim. Þetta komst aldrei á flug, maður fann það snemma, svo ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið menn sem að tóku svona vel á móti manni því það var ekki sjálfsagt,“ sagði Árni Bragi. Árni Bragi á lokahófi HSÍ @ArniBragi Besti leikmaður #olisdeildin karla Besti sóknarmaður Markahæsti leikmaður deildarinnar Háttvísisverðlaun Valdimarsbikarinn#LifiFyrirKA pic.twitter.com/PobopOyoGW— KA (@KAakureyri) June 23, 2021 Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Aftureldingu og snýr aftur í Mosfellsbæinn fyrir næstu leiktíð, tilbúinn í nýja áskorun: „Ég er ógeðslega spenntur fyrir henni. Mér finnst frábært að hafa getað komið norður og endurgoldið það traust sem KA-menn gáfu mér. Þeir höfðu trú á mér sem þeim leikmanni sem ég var og mér finnst ég hafa skilað því heim. Núna á ég bara eitt eftir og það er hjá hinum uppeldisklúbbnum. Okkur vantar einn titil þar og vonandi kemur hann.“
Olís-deild karla KA Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira