Ábending um hryðjuverkaógn vakti sérstakan ótta lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. júní 2021 19:00 Runólfur Þórhallsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra. VÍSIR/EGILL Um fimm marktækar ábendingar um hryðjuverkaógn berast ríkislögreglustjóra á hverju ári. Í byrjun árs vakti ein þeirra sérstakan ótta en reyndist svo tilhæfulaus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur þó almennt litlar líkur á hryðjuverki á Íslandi. Hjá ríkislögreglustjóra er starfrækt sérstök greiningadeild sem rannsakar meðal annars hættu á hryðjuverkum. Talsvert berst af ábendingum sem gætu tengst hugsanlegri hryðjuverkaógn að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við fáum nokkrar í viku. Þar sem við fáum ábendingar um eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem einhverjum finnst óeðlilegt. Það getur verið almenningur eða hver sem er sem sendir okkur ábendingarnar,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Allar ábendingar séu skoðaðar vel og vandlega. Um fimm marktækar ábendingar á ári „Þau mál sem fara lengra í skoðun og þar sem við öflum frekari gagna frá innlendum og erlendum stofnunum eru svona þrjú, fjögur og fimm mál ári“, segir Runólfur. Árlega gerir greiningadeildin hættumat vegna hryðjuverkaógnar, nú síðast í janúar. Runólfur segir að almennt séu taldar litlar líkur á að hryðjuverk verði framið á Íslandi. „Við erum friðsamasta land í heimi og höfum verið mjög lengi. Í þessu felast náttúrulega talsverð verðmæti og lífsgæði,“ segir Runólfur. Staðan sé öllu verri á Norðurlöndunum. Þaðan hafi fólk farið til átakasvæða í miðausturlöndunum og jafnvel gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og sé svo komið til baka aftur. Ein ábending vakti sérstakan ótta Á þessu ári hefur ein ábending vakið upp sérstakan ótta meðal deildarinnar og var málið tekið til ítarlegrar skoðunar. „Við fengum ábendingu frá Evrópu snemma árs sem við skoðuðum og töldum ástæðu til að deila með lögregluliðunum hér. Það var ekki ástæða til að gera neitt frekar í því, þetta voru frekar óljósar upplýsingar sem reyndust síðan vera tilhæfulausar,“ segir Runólfur en eftir ítarlega rannsókn á málinu kom í ljós að ekkert væri til í ábendingunni. Mál sem þessi sýni mikilvægi sérstakrar greiningadeildar sem fylgist vel með. Flestar ábendingar snúi að ferðamönnum Runólfur segir að flestar ábendingarnar snúi að ferðamönnum. „Og svo fólk sem hefur komið til landsins í öðrum erindagjörðum og stoppað jafnvel stutt og þá hefur málinu lokið þar með og svo aðrir sem hafa dvalið lengur og þá höfum við aflað frekari gagna og metið málið, en ekkert sem hefur leitt okkur út í einhverjar alvöru aðgerðir,“ segir Runólfur. Hann segir stöðu Íslands, sem eyju í atlantshafinu, vera góða í þessu samhengi enda aðkomuleiðir fáar. Það sé þó ekki hægt að útiloka að hryðjuverk eigi sér stað. „En eins og staðan er núna þá eru engar fyrirliggjandi upplýsingar um það og við teljum það ekkert sérstaklega líklegt að það muni gerast í náinni framtíð,“ segir Runólfur. Lögreglumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Hjá ríkislögreglustjóra er starfrækt sérstök greiningadeild sem rannsakar meðal annars hættu á hryðjuverkum. Talsvert berst af ábendingum sem gætu tengst hugsanlegri hryðjuverkaógn að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við fáum nokkrar í viku. Þar sem við fáum ábendingar um eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem einhverjum finnst óeðlilegt. Það getur verið almenningur eða hver sem er sem sendir okkur ábendingarnar,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Allar ábendingar séu skoðaðar vel og vandlega. Um fimm marktækar ábendingar á ári „Þau mál sem fara lengra í skoðun og þar sem við öflum frekari gagna frá innlendum og erlendum stofnunum eru svona þrjú, fjögur og fimm mál ári“, segir Runólfur. Árlega gerir greiningadeildin hættumat vegna hryðjuverkaógnar, nú síðast í janúar. Runólfur segir að almennt séu taldar litlar líkur á að hryðjuverk verði framið á Íslandi. „Við erum friðsamasta land í heimi og höfum verið mjög lengi. Í þessu felast náttúrulega talsverð verðmæti og lífsgæði,“ segir Runólfur. Staðan sé öllu verri á Norðurlöndunum. Þaðan hafi fólk farið til átakasvæða í miðausturlöndunum og jafnvel gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og sé svo komið til baka aftur. Ein ábending vakti sérstakan ótta Á þessu ári hefur ein ábending vakið upp sérstakan ótta meðal deildarinnar og var málið tekið til ítarlegrar skoðunar. „Við fengum ábendingu frá Evrópu snemma árs sem við skoðuðum og töldum ástæðu til að deila með lögregluliðunum hér. Það var ekki ástæða til að gera neitt frekar í því, þetta voru frekar óljósar upplýsingar sem reyndust síðan vera tilhæfulausar,“ segir Runólfur en eftir ítarlega rannsókn á málinu kom í ljós að ekkert væri til í ábendingunni. Mál sem þessi sýni mikilvægi sérstakrar greiningadeildar sem fylgist vel með. Flestar ábendingar snúi að ferðamönnum Runólfur segir að flestar ábendingarnar snúi að ferðamönnum. „Og svo fólk sem hefur komið til landsins í öðrum erindagjörðum og stoppað jafnvel stutt og þá hefur málinu lokið þar með og svo aðrir sem hafa dvalið lengur og þá höfum við aflað frekari gagna og metið málið, en ekkert sem hefur leitt okkur út í einhverjar alvöru aðgerðir,“ segir Runólfur. Hann segir stöðu Íslands, sem eyju í atlantshafinu, vera góða í þessu samhengi enda aðkomuleiðir fáar. Það sé þó ekki hægt að útiloka að hryðjuverk eigi sér stað. „En eins og staðan er núna þá eru engar fyrirliggjandi upplýsingar um það og við teljum það ekkert sérstaklega líklegt að það muni gerast í náinni framtíð,“ segir Runólfur.
Lögreglumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira