Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2021 08:34 Flottar sjóbleikjur úr Hraunsfirði Mynd: Tommi Skúla Eitt skemmtilegasta sjóbleikjuvatn á vesturlandi virðist hafa vaknað til lífsins eftir heldur magra veiðidaga í sumar. Vatnið getur verið einstaklega gjöfult og í því er sjóbleikja sem oftar en ekki er stærri en hefðbundin vatnableikja í meðalstærðum. Það er ekki óalgengt að landa 4-5 punda bleikjum í vatninu en heilt yfir eru stærðir 2-3 pund það sem oftast lendir í háfnum. Tómas Skúlason var við veiðar í vatninu nýlega og eins og myndin ber með sér gekk veiðin vel og bleikjurnar sem liggja á bakkanum eins fallegar og þeir verða. Alls setti hann og veiðifélagi hans í 14 fiska og lönduðu 7. Þeir sem eru forvitnir um hvað bleikjan er að taka ættu að skreppa í kaffi til Tomma í Veiðiportinu, hann á klárlega það sem hún tók í flugubakkanum í búðinni. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Vatnið getur verið einstaklega gjöfult og í því er sjóbleikja sem oftar en ekki er stærri en hefðbundin vatnableikja í meðalstærðum. Það er ekki óalgengt að landa 4-5 punda bleikjum í vatninu en heilt yfir eru stærðir 2-3 pund það sem oftast lendir í háfnum. Tómas Skúlason var við veiðar í vatninu nýlega og eins og myndin ber með sér gekk veiðin vel og bleikjurnar sem liggja á bakkanum eins fallegar og þeir verða. Alls setti hann og veiðifélagi hans í 14 fiska og lönduðu 7. Þeir sem eru forvitnir um hvað bleikjan er að taka ættu að skreppa í kaffi til Tomma í Veiðiportinu, hann á klárlega það sem hún tók í flugubakkanum í búðinni.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði