Kvikmyndagerð á Íslandi er mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna Árni Sæberg skrifar 21. júní 2021 23:05 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir og Einar Hansen Tómasson hjá Íslandsstofu ræddu um áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi á ferðaþjónustuna. Um 40 prósent allra erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands gera það eftir að hafa séð afþreyingarefni sem framleitt er á Íslandi. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu og Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland, ræddu áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi í Reykjavík Síðdegis í dag. Tilefnið var gott gengi sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu. Film in Iceland er verkefni á vegum Íslandsstofu sem starfrækt hefur verið frá árinu 2001. Markmið þess er að laða erlenda framleiðendur til landsins. Það er gert með landkynningu og sérstakri kynningu á lögum um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Endurgreiðsla á kostnaði við kvikmyndagerð er stór hluti af því sem laðar erlenda kvikmyndaframleiðendur hingað til lands. Ýmsir hagsmunaðilar hafa hvatt íslensk stjórnvöld til að hækka endurgreiðsluna. Aðspurður um það hvort endurgreiðslur mættu vera hærri segir Einar að hann reyni að skipta sér sem minnst af pólitíkinni en segir að víða séu endurgreiðslur hærri og um mikinn samkeppnismarkað sé að ræða. Þá sé endurgreiðslan ekki það helsta sem laðar framleiðendur að landinu. „Náttúran er aðal aðdráttaraflið en svo má ekki gleyma þessu frábæra fólki sem er að vinna að þessum verkefnum hér á landi. Allir framleiðendur sem ég hef talað við hafa lofað gæði þessa fólks og dugnað,“ segir hann. Einar segir að þegar þættirnir Game of Thrones voru fyrst teknir upp hér á landi hafi gríðarstórt framleiðslulið fylgt framleiðslunni en að fljótlega hafi framleiðendur þáttanna séð að það væri óþarfi. Hægt hafi verið að reiða sig á innlent framleiðslulið með tilheyrandi hagkvæmni. Klippa: Reykjavík síðdegis - Um 40% ferðamanna hafa fengið hugmyndina af Íslandsferð úr kvikmyndum eða þáttaröðum „Þetta hjálpar náttúrulega tvímælalaust“ Sigríður Dögg Guðmundsdóttir segir að ferðamenn séu spurðir reglulega hvaðan þeir hafi fengið hugmynd að íslandsferð. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2019 segjast 40 prósent ferðamanna hafa fengið hugmyndina í gegn um afþreyingarefni, sér í lagi myndefni sem sýnir íslenska náttúru. „Þetta hefur verið mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, þetta mikla framboð af efni sem við höfum séð undanfarin ár,“ segir Sigríður Dögg. Til dæmis er nefnt í þættinum að í Stykkishólmi segja heimamenn að margir ferðamenn komi gagngert til bæjarins til þess að berja höfnina augum, en við höfnina gerðist veigamikið atriði í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Kvikmyndin var tekin upp á Íslandi árið 2012. Aðspurður segir Einar að Íslandsstofa bendi erlendum ferðamönnum á hvar þeir geti fundið tökustaði sem þeir kannast við úr afþreyingarefni. Nýverið lét stofan útbúa fyrir sig myndbönd sem kynna tökustaði á Íslandi sérstaklega. Einar nefnir að fyrir heimsfaraldur hafi verið boðið upp á sérstakar Game of Thrones ferðir. Einar segir að árið 2016 hafi hlutur þeirra ferðamanna, sem komu vegna landkynningar í kvikmyndum, í heildarveltu ferðaþjónustunnar verið rúmir sjötíu milljarðar. Árið 2016 voru helmingi færri ferðamenn, sem sögðust hafa fengið hugmyndina að íslandsferð í gegn um afþreyingarefni, en árið 2019. Afléttingar ferðatakmarkana eru mikilvægar Íslandsstofa hefur tekið eftir auknum ferðabókunum frá Bandaríkjunum en ferðamenn þaðan eru langflestir bólusettir. „Það skiptir mjög miklu máli að íslensk stjórnvöld ákváðu að opna fyrir ferðir erlendra, bólusettra ferðamanna, utan Schengen,“ segir Sigríður. Sigríður segir að nú sé miklu bjartara yfir íslenskri ferðaþjónustu en var fyrir nokkrum vikum. Það sé aðallega vegna þess að afléttingar ferðatakmarkana gefa rekstraraðilum von á góðu ferðasumri. Vænta má að nýútgefin Katla muni laða hingað að mikinn fjölda ferðamanna nú þegar ferðamönnum er frjálsara að koma til landsins. Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Sjá meira
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu og Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland, ræddu áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi í Reykjavík Síðdegis í dag. Tilefnið var gott gengi sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu. Film in Iceland er verkefni á vegum Íslandsstofu sem starfrækt hefur verið frá árinu 2001. Markmið þess er að laða erlenda framleiðendur til landsins. Það er gert með landkynningu og sérstakri kynningu á lögum um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Endurgreiðsla á kostnaði við kvikmyndagerð er stór hluti af því sem laðar erlenda kvikmyndaframleiðendur hingað til lands. Ýmsir hagsmunaðilar hafa hvatt íslensk stjórnvöld til að hækka endurgreiðsluna. Aðspurður um það hvort endurgreiðslur mættu vera hærri segir Einar að hann reyni að skipta sér sem minnst af pólitíkinni en segir að víða séu endurgreiðslur hærri og um mikinn samkeppnismarkað sé að ræða. Þá sé endurgreiðslan ekki það helsta sem laðar framleiðendur að landinu. „Náttúran er aðal aðdráttaraflið en svo má ekki gleyma þessu frábæra fólki sem er að vinna að þessum verkefnum hér á landi. Allir framleiðendur sem ég hef talað við hafa lofað gæði þessa fólks og dugnað,“ segir hann. Einar segir að þegar þættirnir Game of Thrones voru fyrst teknir upp hér á landi hafi gríðarstórt framleiðslulið fylgt framleiðslunni en að fljótlega hafi framleiðendur þáttanna séð að það væri óþarfi. Hægt hafi verið að reiða sig á innlent framleiðslulið með tilheyrandi hagkvæmni. Klippa: Reykjavík síðdegis - Um 40% ferðamanna hafa fengið hugmyndina af Íslandsferð úr kvikmyndum eða þáttaröðum „Þetta hjálpar náttúrulega tvímælalaust“ Sigríður Dögg Guðmundsdóttir segir að ferðamenn séu spurðir reglulega hvaðan þeir hafi fengið hugmynd að íslandsferð. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2019 segjast 40 prósent ferðamanna hafa fengið hugmyndina í gegn um afþreyingarefni, sér í lagi myndefni sem sýnir íslenska náttúru. „Þetta hefur verið mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, þetta mikla framboð af efni sem við höfum séð undanfarin ár,“ segir Sigríður Dögg. Til dæmis er nefnt í þættinum að í Stykkishólmi segja heimamenn að margir ferðamenn komi gagngert til bæjarins til þess að berja höfnina augum, en við höfnina gerðist veigamikið atriði í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Kvikmyndin var tekin upp á Íslandi árið 2012. Aðspurður segir Einar að Íslandsstofa bendi erlendum ferðamönnum á hvar þeir geti fundið tökustaði sem þeir kannast við úr afþreyingarefni. Nýverið lét stofan útbúa fyrir sig myndbönd sem kynna tökustaði á Íslandi sérstaklega. Einar nefnir að fyrir heimsfaraldur hafi verið boðið upp á sérstakar Game of Thrones ferðir. Einar segir að árið 2016 hafi hlutur þeirra ferðamanna, sem komu vegna landkynningar í kvikmyndum, í heildarveltu ferðaþjónustunnar verið rúmir sjötíu milljarðar. Árið 2016 voru helmingi færri ferðamenn, sem sögðust hafa fengið hugmyndina að íslandsferð í gegn um afþreyingarefni, en árið 2019. Afléttingar ferðatakmarkana eru mikilvægar Íslandsstofa hefur tekið eftir auknum ferðabókunum frá Bandaríkjunum en ferðamenn þaðan eru langflestir bólusettir. „Það skiptir mjög miklu máli að íslensk stjórnvöld ákváðu að opna fyrir ferðir erlendra, bólusettra ferðamanna, utan Schengen,“ segir Sigríður. Sigríður segir að nú sé miklu bjartara yfir íslenskri ferðaþjónustu en var fyrir nokkrum vikum. Það sé aðallega vegna þess að afléttingar ferðatakmarkana gefa rekstraraðilum von á góðu ferðasumri. Vænta má að nýútgefin Katla muni laða hingað að mikinn fjölda ferðamanna nú þegar ferðamönnum er frjálsara að koma til landsins.
Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Sjá meira