Danir enn á lífi og gætu komist áfram á færri gulum spjöldum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 14:30 Danir hafa fagnað einu marki á EM til þessa og það mark gæti reynst dýrmætt í kvöld. Getty/Stuart Franklin Danir eru með bakið upp við vegg og þurfa sigur gegn Rússum á Parken í kvöld til að eiga einhverja von um að komast í 16-liða úrslitin á EM. Lokaleikirnir í B-riðli hefjast kl. 19. Belgía hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, með því að vinna Rússland og Danmörku. Belgar mæta Finnum á sama tíma og Danir og Rússar mætast. Rússland og Finnland eru með þrjú stig hvort en Danmörk án stiga. Leikirnir og staðan í B-riðli á EM. Rússar og Finnar geta tryggt sig áfram með sigri í kvöld, hvort sem liðin enda í 1., 2. eða 3. sæti. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast áfram í 16-liða úrslit og ljóst er að sex stig duga til þess. Þó að Danmörk hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum getur liðið enn náð 2. sæti. Til þess þarf liðið að vinna Rússland og treysta á að Finnland tapi fyrir Belgíu, sem er býsna raunhæft. Málið flækist reyndar ef að Danmörk vinnur 1-0 sigur og Belgía vinnur. Þá gætu gul spjöld ráðið því hvort Danmörk eða Finnland endar í 2. sæti. Hér eru dæmi um hvað gerist ef Danmörk vinnur 1-0 og Belgía vinnur eins marks sigur gegn Finnlandi: Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti. Ef að Danmörk og Belgía vinna í kvöld, og að minnsta kosti annar leikurinn vinnst með tveggja marka mun, nær Danmörk 2. sæti. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Belgía hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, með því að vinna Rússland og Danmörku. Belgar mæta Finnum á sama tíma og Danir og Rússar mætast. Rússland og Finnland eru með þrjú stig hvort en Danmörk án stiga. Leikirnir og staðan í B-riðli á EM. Rússar og Finnar geta tryggt sig áfram með sigri í kvöld, hvort sem liðin enda í 1., 2. eða 3. sæti. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast áfram í 16-liða úrslit og ljóst er að sex stig duga til þess. Þó að Danmörk hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum getur liðið enn náð 2. sæti. Til þess þarf liðið að vinna Rússland og treysta á að Finnland tapi fyrir Belgíu, sem er býsna raunhæft. Málið flækist reyndar ef að Danmörk vinnur 1-0 sigur og Belgía vinnur. Þá gætu gul spjöld ráðið því hvort Danmörk eða Finnland endar í 2. sæti. Hér eru dæmi um hvað gerist ef Danmörk vinnur 1-0 og Belgía vinnur eins marks sigur gegn Finnlandi: Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti. Ef að Danmörk og Belgía vinna í kvöld, og að minnsta kosti annar leikurinn vinnst með tveggja marka mun, nær Danmörk 2. sæti.
Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46