Ákærð fyrir að myrða manninn sem misnotaði hana í 24 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2021 08:42 Valérie Bacot var fyrst nauðgað af stjúpföður sínum þegar hún var 12 ára. Skjáskot/TF1 Í dag hefjast réttarhöld yfir Valérie Bacot, sem er ákærð fyrir að hafa myrt stjúpföður sinn og seinna eiginmann. Bacot hefur játað að hafa orðið manninum að bana en hann nauðgaði henni fyrst þegar hún var 12 ára gömul. Heimilisofbeldi er útbreitt vandamál í Frakklandi og það sem af er ári hafa að minnsta kosti 55 konur verið myrtar af maka eða fyrrverandi maka. Þegar Bacot skaut Daniel Polette hafði hann beitt hana ofbeldi í 24 ár, gert hana ólétta að minnsta kosti fjórum sinnum og selt hana í vændi. Franska útgáfan Fayard gaf í maí síðastliðnum út ævisögu Bacot, sem ber heitið „Allir vissu“. Þar greinir Bacot meðal annars frá því hvernig Polette var dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell árið 1995 en flutti aftur inn á heimilið þegar hann losnaði þremur árum seinna og hélt áfram að misnota Bacot. Í bókinni segist Bacot eitt sinn hafa heyrt móður sína segja að sér væri alveg sama hvað Polette gerði við dótturina, svo lengi sem hún yrði ekki ólétt. Það varð hún hins vegar 17 ára gömul en þá flutti Polette hana annað. Bacot eignaðist þrjú börn til viðbótar í kjölfar kynferðisofbeldis Polette. Óttaðist hvað hann myndi gera dóttur þeirra Bacot segist hafa lifað í daglegum ótta við Polette og hvað hann myndi gera henni og börnunum ef hún reyndi að flýja. Polette ákvað að lokum að hætta að vinna og selja Bacot í vændi. Bacot var látin „þjónusta“ viðskiptavini aftur í bifreið en þegar einn viðskiptavinanna nauðgaði henni gafst hún upp, tók byssu sem Polette geymdi í bílnum og skaut hann til bana. Mál Bacot þykir enduróma mál Jaqueline Sauvage, sem var gift ofbeldisfullum alkahólista í 47 ár, sem hún sagði hafa nauðgað sér og dætrum sínum þremur og beitt son þeirra kynferðisofbeldi. Í september árið 2012, daginn eftir að sonur hennar hengdi sig, skaut Sauvage eiginmann sinn til bana. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi en náðuð af Francois Hollande Frakklandsforseta eftir þrjú ár. Ákæruvaldið segir Bacot hafa lagt á ráðin um morðið en hún hefur sjálf sagst hafa óttast að Polette myndi misnota dóttur þeirra. Verjendur Bacot segja að fyrir Bacot hafi þetta snúist um líf eða dauða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Heimilisofbeldi er útbreitt vandamál í Frakklandi og það sem af er ári hafa að minnsta kosti 55 konur verið myrtar af maka eða fyrrverandi maka. Þegar Bacot skaut Daniel Polette hafði hann beitt hana ofbeldi í 24 ár, gert hana ólétta að minnsta kosti fjórum sinnum og selt hana í vændi. Franska útgáfan Fayard gaf í maí síðastliðnum út ævisögu Bacot, sem ber heitið „Allir vissu“. Þar greinir Bacot meðal annars frá því hvernig Polette var dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell árið 1995 en flutti aftur inn á heimilið þegar hann losnaði þremur árum seinna og hélt áfram að misnota Bacot. Í bókinni segist Bacot eitt sinn hafa heyrt móður sína segja að sér væri alveg sama hvað Polette gerði við dótturina, svo lengi sem hún yrði ekki ólétt. Það varð hún hins vegar 17 ára gömul en þá flutti Polette hana annað. Bacot eignaðist þrjú börn til viðbótar í kjölfar kynferðisofbeldis Polette. Óttaðist hvað hann myndi gera dóttur þeirra Bacot segist hafa lifað í daglegum ótta við Polette og hvað hann myndi gera henni og börnunum ef hún reyndi að flýja. Polette ákvað að lokum að hætta að vinna og selja Bacot í vændi. Bacot var látin „þjónusta“ viðskiptavini aftur í bifreið en þegar einn viðskiptavinanna nauðgaði henni gafst hún upp, tók byssu sem Polette geymdi í bílnum og skaut hann til bana. Mál Bacot þykir enduróma mál Jaqueline Sauvage, sem var gift ofbeldisfullum alkahólista í 47 ár, sem hún sagði hafa nauðgað sér og dætrum sínum þremur og beitt son þeirra kynferðisofbeldi. Í september árið 2012, daginn eftir að sonur hennar hengdi sig, skaut Sauvage eiginmann sinn til bana. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi en náðuð af Francois Hollande Frakklandsforseta eftir þrjú ár. Ákæruvaldið segir Bacot hafa lagt á ráðin um morðið en hún hefur sjálf sagst hafa óttast að Polette myndi misnota dóttur þeirra. Verjendur Bacot segja að fyrir Bacot hafi þetta snúist um líf eða dauða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira