Handbolti

Mors-Thy bikarmeistari eftir spennutrylli

Valur Páll Eiríksson skrifar
Henrik Tilsted, leikstjórnandi Mors-Thy.
Henrik Tilsted, leikstjórnandi Mors-Thy. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images)

Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar, og hans lærisveinar þurftu að sætta sig við silfur í dönsku bikarkeppninni í handbolta eftir naumt tap, 32-31, fyrir Mors-Thy í úrslitaleik.

Leikurinn var jafn og spennandi nánast allt frá upphafi. Mors-Thy komst 6-4 yfir snemma leiks en fjögur mörk frá Álaborg í röð breyttu stöðunni í 8-6 fyrir þá. Mors-Thy náði í kjölfarið að snúa leiknum aftur sér í hag og var liðið með eins til tveggja marka forystu stærstan hluta hálfleiksins en Álaborgarar jöfnuðu þó fyrir hléið, staðan 17-17 þegar hálfleiksflautið gall.

Áfram var leikurinn jafn framan af síðari hálfleiknum áður en Mors-Thy náði frábærum kafla þar sem liðið skoraði fjögur mörk í röð til að breyta stöðunni úr 22-22 í 26-22 sér í vil. Álaborg svaraði hins vegar með þremur mörkum í röð og varð staðan skömmu síðar orðin jöfn á ný, 27-27.

Spennan var mikil á lokakaflanum en Mors-Thy vann að lokum með einu marki, 32-31, eftir hörkuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×