Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júní 2021 18:31 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, hefur áhyggjur af mikilli útbreiðslu indverska afbrigðisins. Dæmi hafa sýnt að það sé bráðsmitandi og geti meðal annars valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum. Vísir/Vilhelm Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. Til stendur að hætta að skima einstaklinga sem koma hingað til lands með bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri sýkingu af Covid-19 þann 1. júlí. Um áttatíu prósent þeirra sem koma til landsins eru með slík vottorð. Ingileif vill að ákvörðuninni verði frestað. „Ég held að við ættum að bíða með það. Og í fyrsta lagi þá getum við fagnað því mjög hvað við erum búin að ná góðum árangri, við erum búin að bólusetja að minnsta kosti einn skammt, um 70 prósent þjóðarinnar. Þannig að við erum í alveg í toppi þar. En það tekur tíma fyrir fólk að fá fullt ónæmi eftir bólusetningu,” segir hún. Ingileif bendir á að svokallað Delta-afbrigði, sem rakið er til Indlands, sé í mikilli útbreiðslu víða um heim. Tveir ferðamenn greindust með afbrigðið hér á landi í vikunni en þeir voru fullbólusettir. „Við gætum alveg séð fram á nýjan faraldur vegna þess að þessi afbrigði öll, og þá kannski sérstaklega þetta Delta-afbrigði indverska, er miklu meira smitandi. Ef þau ná að dreifast til þeirra óbólusettu eins og unglinga til dæmis, að þá geta þau auðveldlega dreifst um landið og við gætum séð faraldur,“ segir hún og bendir á að afbrigðið geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum, en yngsti hópurinn hefur ekki fengið bólusetningu. „Á meðan það er svona mikið um smit í löndunum í kring af þessum skæðari afbrigðum sem bóluefni ráða illa við að þá held ég að það sé mjög góð varúðarráðstöfun að halda áfram, ég myndi gjarnan vilja sjá það út sumarið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Til stendur að hætta að skima einstaklinga sem koma hingað til lands með bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri sýkingu af Covid-19 þann 1. júlí. Um áttatíu prósent þeirra sem koma til landsins eru með slík vottorð. Ingileif vill að ákvörðuninni verði frestað. „Ég held að við ættum að bíða með það. Og í fyrsta lagi þá getum við fagnað því mjög hvað við erum búin að ná góðum árangri, við erum búin að bólusetja að minnsta kosti einn skammt, um 70 prósent þjóðarinnar. Þannig að við erum í alveg í toppi þar. En það tekur tíma fyrir fólk að fá fullt ónæmi eftir bólusetningu,” segir hún. Ingileif bendir á að svokallað Delta-afbrigði, sem rakið er til Indlands, sé í mikilli útbreiðslu víða um heim. Tveir ferðamenn greindust með afbrigðið hér á landi í vikunni en þeir voru fullbólusettir. „Við gætum alveg séð fram á nýjan faraldur vegna þess að þessi afbrigði öll, og þá kannski sérstaklega þetta Delta-afbrigði indverska, er miklu meira smitandi. Ef þau ná að dreifast til þeirra óbólusettu eins og unglinga til dæmis, að þá geta þau auðveldlega dreifst um landið og við gætum séð faraldur,“ segir hún og bendir á að afbrigðið geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum, en yngsti hópurinn hefur ekki fengið bólusetningu. „Á meðan það er svona mikið um smit í löndunum í kring af þessum skæðari afbrigðum sem bóluefni ráða illa við að þá held ég að það sé mjög góð varúðarráðstöfun að halda áfram, ég myndi gjarnan vilja sjá það út sumarið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira