Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júní 2021 18:31 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, hefur áhyggjur af mikilli útbreiðslu indverska afbrigðisins. Dæmi hafa sýnt að það sé bráðsmitandi og geti meðal annars valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum. Vísir/Vilhelm Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. Til stendur að hætta að skima einstaklinga sem koma hingað til lands með bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri sýkingu af Covid-19 þann 1. júlí. Um áttatíu prósent þeirra sem koma til landsins eru með slík vottorð. Ingileif vill að ákvörðuninni verði frestað. „Ég held að við ættum að bíða með það. Og í fyrsta lagi þá getum við fagnað því mjög hvað við erum búin að ná góðum árangri, við erum búin að bólusetja að minnsta kosti einn skammt, um 70 prósent þjóðarinnar. Þannig að við erum í alveg í toppi þar. En það tekur tíma fyrir fólk að fá fullt ónæmi eftir bólusetningu,” segir hún. Ingileif bendir á að svokallað Delta-afbrigði, sem rakið er til Indlands, sé í mikilli útbreiðslu víða um heim. Tveir ferðamenn greindust með afbrigðið hér á landi í vikunni en þeir voru fullbólusettir. „Við gætum alveg séð fram á nýjan faraldur vegna þess að þessi afbrigði öll, og þá kannski sérstaklega þetta Delta-afbrigði indverska, er miklu meira smitandi. Ef þau ná að dreifast til þeirra óbólusettu eins og unglinga til dæmis, að þá geta þau auðveldlega dreifst um landið og við gætum séð faraldur,“ segir hún og bendir á að afbrigðið geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum, en yngsti hópurinn hefur ekki fengið bólusetningu. „Á meðan það er svona mikið um smit í löndunum í kring af þessum skæðari afbrigðum sem bóluefni ráða illa við að þá held ég að það sé mjög góð varúðarráðstöfun að halda áfram, ég myndi gjarnan vilja sjá það út sumarið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Til stendur að hætta að skima einstaklinga sem koma hingað til lands með bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri sýkingu af Covid-19 þann 1. júlí. Um áttatíu prósent þeirra sem koma til landsins eru með slík vottorð. Ingileif vill að ákvörðuninni verði frestað. „Ég held að við ættum að bíða með það. Og í fyrsta lagi þá getum við fagnað því mjög hvað við erum búin að ná góðum árangri, við erum búin að bólusetja að minnsta kosti einn skammt, um 70 prósent þjóðarinnar. Þannig að við erum í alveg í toppi þar. En það tekur tíma fyrir fólk að fá fullt ónæmi eftir bólusetningu,” segir hún. Ingileif bendir á að svokallað Delta-afbrigði, sem rakið er til Indlands, sé í mikilli útbreiðslu víða um heim. Tveir ferðamenn greindust með afbrigðið hér á landi í vikunni en þeir voru fullbólusettir. „Við gætum alveg séð fram á nýjan faraldur vegna þess að þessi afbrigði öll, og þá kannski sérstaklega þetta Delta-afbrigði indverska, er miklu meira smitandi. Ef þau ná að dreifast til þeirra óbólusettu eins og unglinga til dæmis, að þá geta þau auðveldlega dreifst um landið og við gætum séð faraldur,“ segir hún og bendir á að afbrigðið geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum, en yngsti hópurinn hefur ekki fengið bólusetningu. „Á meðan það er svona mikið um smit í löndunum í kring af þessum skæðari afbrigðum sem bóluefni ráða illa við að þá held ég að það sé mjög góð varúðarráðstöfun að halda áfram, ég myndi gjarnan vilja sjá það út sumarið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira