Keane og Souness gagnrýna Kane - „Fótboltinn kemur ekki heim með þessu liði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 14:00 Harry Kane fer niðurlútur af velli í gær. Visionhaus/Getty Images) Graeme Souness, fyrrum fyrirliði Liverpool og skoska landsliðsins, og Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og Írlands, voru harðorðrr í garð Harry Kane og enska landsliðsins eftir markalaust jafntefli liðsins við Skotland á Wembley í D-riðli EM í gærkvöld. Enska liðið átti í miklum vandræðum með vel skipulagt og duglegt skoskt lið. Harry Kane, fyrirliði enska liðsins og þeirra besti leikmaður, komst aldrei í takt við leikinn og var skipt af velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Souness kallaði eftir betri frammistöðu frá honum. „Miðverðirnir áttu auðvelt kvöld gegn honum. Harry Kane lítur út sem skugginn af leikmanninum sem við vitum að hann er. Í tveimur leikjum, líkt og Roy Keane nefnir, hefur hann verið þreytulegur og áhugalaus,“ segir Souness. Án Kane að spila sinn leik segir Souness að enska liðið eigi litla möguleika á að ná langt. „Hann er eini leikmaður Englands sem hefur sannað á þessu sviði að hann geti skorað mörk reglulega. Ef það gerist ekki í þessari keppni farið þið ekki langt,“ „Án Harry Kane kemur fótboltinn ekki heim með þetta lið, ég get sagt þér það. Ekki eins og liðið er að spila.“ segir Souness. Souness og Keane sitthvoru megin við David Jones, þáttastjórnanda á Sky.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images „Kane er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Roy Keane. „En mér finnst hann ekki góður leiðtogi. Ég sé hann aldrei láta finna fyrir sér, eða láta vita af sér, hjá Spurs. Ég veit að fólk gæti þá sagt 'það er ekki hans persónuleiki' eða að hann geri það í klefanum. En ég held hann geri það ekki og það er stórt vandamál.“ bætti Keane við. England er gott sem komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðið er með fjögur stig á toppi D-riðils ásamt Tékklandi. Liðin leika úrslitaleik um toppsætið í næstu umferð. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00 Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Enska liðið átti í miklum vandræðum með vel skipulagt og duglegt skoskt lið. Harry Kane, fyrirliði enska liðsins og þeirra besti leikmaður, komst aldrei í takt við leikinn og var skipt af velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Souness kallaði eftir betri frammistöðu frá honum. „Miðverðirnir áttu auðvelt kvöld gegn honum. Harry Kane lítur út sem skugginn af leikmanninum sem við vitum að hann er. Í tveimur leikjum, líkt og Roy Keane nefnir, hefur hann verið þreytulegur og áhugalaus,“ segir Souness. Án Kane að spila sinn leik segir Souness að enska liðið eigi litla möguleika á að ná langt. „Hann er eini leikmaður Englands sem hefur sannað á þessu sviði að hann geti skorað mörk reglulega. Ef það gerist ekki í þessari keppni farið þið ekki langt,“ „Án Harry Kane kemur fótboltinn ekki heim með þetta lið, ég get sagt þér það. Ekki eins og liðið er að spila.“ segir Souness. Souness og Keane sitthvoru megin við David Jones, þáttastjórnanda á Sky.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images „Kane er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Roy Keane. „En mér finnst hann ekki góður leiðtogi. Ég sé hann aldrei láta finna fyrir sér, eða láta vita af sér, hjá Spurs. Ég veit að fólk gæti þá sagt 'það er ekki hans persónuleiki' eða að hann geri það í klefanum. En ég held hann geri það ekki og það er stórt vandamál.“ bætti Keane við. England er gott sem komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðið er með fjögur stig á toppi D-riðils ásamt Tékklandi. Liðin leika úrslitaleik um toppsætið í næstu umferð. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00 Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
„Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00
Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti