Elliðaárnar opna á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2021 09:15 Veiði hefst í Elliðaánum á morgun Mynd: KL Formleg opnun Elliðaánna er í fyrramálið og að venju verður það Reykvíkingur ársins sem rennir fyrstur í ánna. Það verður þó ekki hans heiður að landa fyrsta laxinum úr ánni í sumar því hann veiddist fyrr í þessum mánuði ef veiðimanni sem var að veiða efst í ánni við Höfuðhyl. Sá var í sakleysi sínu að kasta fyrir urriða þegar lax tók fluguna hjá honum og eftir að sérfræðingar Elliðaánna höfðu skoðað mynd af téðum laxi fram og til baka var allur vafi tekinn af því að þarna var ekki hoplax heldur lax sem hafði gengið óvenjusnemma í ánna. Ánægjan af því að vera fyrstur á hinum formlega opnunardegi verður líklega ekkert minni þrátt fyrir þetta. Göngur í ánna hafa verið nokkuð snemma á ferðinni og lax er nú farinn að sjást á nokkrum helstu veiðistöðunum í ánni. Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði
Það verður þó ekki hans heiður að landa fyrsta laxinum úr ánni í sumar því hann veiddist fyrr í þessum mánuði ef veiðimanni sem var að veiða efst í ánni við Höfuðhyl. Sá var í sakleysi sínu að kasta fyrir urriða þegar lax tók fluguna hjá honum og eftir að sérfræðingar Elliðaánna höfðu skoðað mynd af téðum laxi fram og til baka var allur vafi tekinn af því að þarna var ekki hoplax heldur lax sem hafði gengið óvenjusnemma í ánna. Ánægjan af því að vera fyrstur á hinum formlega opnunardegi verður líklega ekkert minni þrátt fyrir þetta. Göngur í ánna hafa verið nokkuð snemma á ferðinni og lax er nú farinn að sjást á nokkrum helstu veiðistöðunum í ánni.
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði