Fleiri fréttir af opnunum laxveiðiánna Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2021 10:08 Mynd: Midfjardara lodge FB Laxveiðiárnar opna nú hver af annari og það eru að veiðast laxar við þær allar á fyrsty vöktum sem verða að teljast góðar fréttir. Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Grímsá sem opnaði í fyrradag og veiddist einn í Lækjarfossi og annar á Klöpp. Tveir stórlaxar slitu sig lausa í Strengjum og Laxfossi en lax sást á nokkrum stöðum á þyrsta degi. Fyrsti laxinn er kominn úr Laxá á Ásum og það kom engum á óvart að um vænan lax var að ræða. Næstu opnanir sem beðið er eftir eru til dæmis Elliðaárnar en þar er nokkuð síðan fyrstu laxarnir fóru að sýna sig, Langá á Mýrum opnar í dag og svo verður spennandi að sjá hvernig Víðidalsá, Vatnsdalsá og hinar árnar á norðurlandi koma út á fyrsta degi. Það er verið að horfa á hvernig staðan er í Miðfjarðará til samanburðar þrátt fyrir að sá samanburður hafi síðustu árin ekki verið sanngjarn því veiðin í Miðfjarðará hefur verið svo miklu betri en í hinum ánum á Norðurlandi en engu að síður gefur góð byrjun í Miðfirðinum væntingar um að göngur verði góðar. Stangveiði Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði Breytt fyrirkomulag í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði
Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Grímsá sem opnaði í fyrradag og veiddist einn í Lækjarfossi og annar á Klöpp. Tveir stórlaxar slitu sig lausa í Strengjum og Laxfossi en lax sást á nokkrum stöðum á þyrsta degi. Fyrsti laxinn er kominn úr Laxá á Ásum og það kom engum á óvart að um vænan lax var að ræða. Næstu opnanir sem beðið er eftir eru til dæmis Elliðaárnar en þar er nokkuð síðan fyrstu laxarnir fóru að sýna sig, Langá á Mýrum opnar í dag og svo verður spennandi að sjá hvernig Víðidalsá, Vatnsdalsá og hinar árnar á norðurlandi koma út á fyrsta degi. Það er verið að horfa á hvernig staðan er í Miðfjarðará til samanburðar þrátt fyrir að sá samanburður hafi síðustu árin ekki verið sanngjarn því veiðin í Miðfjarðará hefur verið svo miklu betri en í hinum ánum á Norðurlandi en engu að síður gefur góð byrjun í Miðfirðinum væntingar um að göngur verði góðar.
Stangveiði Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði Breytt fyrirkomulag í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði