Sergio Ramos brotnaði niður í kveðjuræðunni: Real dró tilboðið til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 09:01 Sergio Ramos skoðar alla bikarana sem hann vann með Real Madrid. Getty/Helios de la Rubia Sergio Ramos kvaddi Real Madrid í sérstakri viðhöfn í gær og þar kom fram að kappinn ætlaði sér aldrei að yfirgefa félagið. Ramos brotnaði niður upp í pontu þegar hann hélt kveðjuræðu sína í sal á æfingasvæði spænska félagsins en meðal gesta voru forsetinn Florentino Perez, stjórnarmenn, starfsmenn félagsins og fjölskylda Ramos. Florentino Pérez: "Te damos las gracias por lo que has representado, por agigantar la leyenda de nuestro club y por haber contribuido a que el nombre del @RealMadrid sea aún más admirado en el mundo."#GraciasSergio | #RealMadrid pic.twitter.com/ni8bXaLnJv— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 17, 2021 Real Madrid hafði daginn áður gefið það út að hinn 35 ára gamli miðvörður væri á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar. „Ég vildi aldrei fara frá Real Madrid. Ég vildi vera hér áfram. Á síðustu mánuðum þá bauð félagið mér eins árs samning á lægri launum. Ég vil samt taka það framar að peningarnir voru aldrei vandamál og forsetinn veit það,“ sagði Sergio Ramos. „Þetta snerist aldrei um peninga. Þeir buðu mér eins árs samning en ég vildi tveggja ára samning. Ég vildi ró og samfelldni fyrir mína fjölskyldu. Í síðustu viðræðunum þá samþykkti ég tilboðið með launalækkun en þá var mér sagt að það tilboð væri ekki lengur á borðinu,“ sagði Ramos. „Mér var sagt að þó að ég hefði sagt já við þessu tilboði þá hafði það gildistíma og ég áttaði mig ekki á því. Það kom mér á óvart,“ sagði Ramos. Sergio Ramos, Real Madrid s loudest warrior, quietly says goodbye https://t.co/rQiEzRdKHc— The Guardian (@guardian) June 17, 2021 Ramos vildi ekki fara nánar út í samningaviðræðurnar nema það að Real Madrid hafi haft samband við umboðsmann hans í síðustu viku og sagt honum frá þessum óvæntu tíðindum að samningstilboðið væri ekki lengur í boði. Ramos hefur verið mikið orðaður við Manchester City en hitt Manchester liðið er einnig sagt vera áhugasamt. „Ég hef ekki hugsað um eitt ákveðið lið. Það er satt að síðan í janúar hafa félög mátt hafa samband og áhugasöm félög hafa hringt í bróður minn. Ég ætlaðihins vegar aldrei að fara. Núna þarf ég að skoða hvað er í boði,“ sagði Sergio Ramos. Ramos var fyrirliði Real Madrid og spilaði 671 leik og skoraði 101 mark fyrir félagið síðan að hann kom til félagsins nítján ára gamall frá Sevilla árið 2005. Real Madrid bid farewell to Sergio Ramos (via @realmadrid)pic.twitter.com/X3BNHwDxdV— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2021 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ramos brotnaði niður upp í pontu þegar hann hélt kveðjuræðu sína í sal á æfingasvæði spænska félagsins en meðal gesta voru forsetinn Florentino Perez, stjórnarmenn, starfsmenn félagsins og fjölskylda Ramos. Florentino Pérez: "Te damos las gracias por lo que has representado, por agigantar la leyenda de nuestro club y por haber contribuido a que el nombre del @RealMadrid sea aún más admirado en el mundo."#GraciasSergio | #RealMadrid pic.twitter.com/ni8bXaLnJv— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 17, 2021 Real Madrid hafði daginn áður gefið það út að hinn 35 ára gamli miðvörður væri á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar. „Ég vildi aldrei fara frá Real Madrid. Ég vildi vera hér áfram. Á síðustu mánuðum þá bauð félagið mér eins árs samning á lægri launum. Ég vil samt taka það framar að peningarnir voru aldrei vandamál og forsetinn veit það,“ sagði Sergio Ramos. „Þetta snerist aldrei um peninga. Þeir buðu mér eins árs samning en ég vildi tveggja ára samning. Ég vildi ró og samfelldni fyrir mína fjölskyldu. Í síðustu viðræðunum þá samþykkti ég tilboðið með launalækkun en þá var mér sagt að það tilboð væri ekki lengur á borðinu,“ sagði Ramos. „Mér var sagt að þó að ég hefði sagt já við þessu tilboði þá hafði það gildistíma og ég áttaði mig ekki á því. Það kom mér á óvart,“ sagði Ramos. Sergio Ramos, Real Madrid s loudest warrior, quietly says goodbye https://t.co/rQiEzRdKHc— The Guardian (@guardian) June 17, 2021 Ramos vildi ekki fara nánar út í samningaviðræðurnar nema það að Real Madrid hafi haft samband við umboðsmann hans í síðustu viku og sagt honum frá þessum óvæntu tíðindum að samningstilboðið væri ekki lengur í boði. Ramos hefur verið mikið orðaður við Manchester City en hitt Manchester liðið er einnig sagt vera áhugasamt. „Ég hef ekki hugsað um eitt ákveðið lið. Það er satt að síðan í janúar hafa félög mátt hafa samband og áhugasöm félög hafa hringt í bróður minn. Ég ætlaðihins vegar aldrei að fara. Núna þarf ég að skoða hvað er í boði,“ sagði Sergio Ramos. Ramos var fyrirliði Real Madrid og spilaði 671 leik og skoraði 101 mark fyrir félagið síðan að hann kom til félagsins nítján ára gamall frá Sevilla árið 2005. Real Madrid bid farewell to Sergio Ramos (via @realmadrid)pic.twitter.com/X3BNHwDxdV— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2021
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira