Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 17:48 Ólafur Baldursson, framvkæmdastjóri lækninga á Landspítalanum Vísir/Arnar Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. Ný Landakotsskýrsla landlæknis var birt í gær en embættið komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti hafi verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafi orðið eins alvarleg og raun ber vitni. Þá hafi aðgerðastjórn verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar. Í yfirlýsingu frá Landspítalanum í dag segist hann í megindráttum sammála niðurstöðu Landlæknis. „Þetta er auðvitað hörmulegt mál og okkar starfsfólk er miður sín yfir þessu. Þarna urðu mörg andlát eins og komð hefur fram og það er auðvitað sérstaklega erfitt þegar fólk deyr við þessar aðstæður, það er einangrun í gangi og samskipti öll eru erfið,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hólfunin afleiðing af húsnæðinu Hann segir að umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við ábendingar landlæknis. Fjölbýlum á Landakoti hafi verið fækkað og loftræstikerfi hafi verið komið fyrir. Verið sé að styrkja sýkingavarnir og efla mönnun. „Þarna er um að ræða algörlega úrelt og gamalt húsnæði og auðvitað er það sorglegt fyrir okkur sem samfélag að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta, þannig að það tel ég vera mjög stórt mál. Hólfunin er því miður svolítil afleiðing af húsnæðinu.“ Þá sé verið að skoða samstarf farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar spítalans. „Og hvað varðar stjórnunarþáttinn þá eru þar nokkur atriði sem við tökum mjög alvarlega og höfum verið að skoða, samstarfið og stjórnunin gekk að mörgu leyti vel en auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að laga.“ Teljið þið ykkur geta tryggt að svona komi ekki fyrir aftur? „Það er aldrei hægt að tryggja hluti hundrað prósent í heilbrigðisþjónustu, það er bara eðli heilbrigðisþjónustu. Markmið okkar er að stefna alltaf á hundrað prósent og stefna á núll alvarleg atvik.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Eldri borgarar Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbraut lokuð vegna umferðaróhapps Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Ný Landakotsskýrsla landlæknis var birt í gær en embættið komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti hafi verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafi orðið eins alvarleg og raun ber vitni. Þá hafi aðgerðastjórn verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar. Í yfirlýsingu frá Landspítalanum í dag segist hann í megindráttum sammála niðurstöðu Landlæknis. „Þetta er auðvitað hörmulegt mál og okkar starfsfólk er miður sín yfir þessu. Þarna urðu mörg andlát eins og komð hefur fram og það er auðvitað sérstaklega erfitt þegar fólk deyr við þessar aðstæður, það er einangrun í gangi og samskipti öll eru erfið,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hólfunin afleiðing af húsnæðinu Hann segir að umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við ábendingar landlæknis. Fjölbýlum á Landakoti hafi verið fækkað og loftræstikerfi hafi verið komið fyrir. Verið sé að styrkja sýkingavarnir og efla mönnun. „Þarna er um að ræða algörlega úrelt og gamalt húsnæði og auðvitað er það sorglegt fyrir okkur sem samfélag að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta, þannig að það tel ég vera mjög stórt mál. Hólfunin er því miður svolítil afleiðing af húsnæðinu.“ Þá sé verið að skoða samstarf farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar spítalans. „Og hvað varðar stjórnunarþáttinn þá eru þar nokkur atriði sem við tökum mjög alvarlega og höfum verið að skoða, samstarfið og stjórnunin gekk að mörgu leyti vel en auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að laga.“ Teljið þið ykkur geta tryggt að svona komi ekki fyrir aftur? „Það er aldrei hægt að tryggja hluti hundrað prósent í heilbrigðisþjónustu, það er bara eðli heilbrigðisþjónustu. Markmið okkar er að stefna alltaf á hundrað prósent og stefna á núll alvarleg atvik.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Eldri borgarar Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbraut lokuð vegna umferðaróhapps Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21