„Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. júní 2021 18:58 Nadía Lóa, Sveinborg og Róbert Sölvi. ARNAR HALLDÓRSSON Eigendur læðu sem nýlega eignaðist kettlinga telja að eitrað hafi verið fyrir henni með því að gefa henni frostlög. Þeir segja önnur svipuð tilvik hafa komið upp í nágrenninu, nánar tiltekið smáíbúðahverfinu. Kiwi var tæplega þriggja ára gömul læða sem skilur eftir sig fjóra kettlinga. Í gærmorgun tók fjölskyldan eftir því að hún var orðin slöpp og ólík sér. Þegar leið á daginn fór henni að versna og var tekin ákvörðun um að fara með hana til dýralæknis í rannsóknir. „Síðan er hringt í okkur rétt fyrir klukkan fjögur og sagt að hún sé komin það langt í nýrnabilun að hún muni að öllum líkindum ekki lifa nóttina af og mælt með að hún verði svæfð þann daginn,“ sagði Sveinborg Hafliðadóttir. Kiwi var tæplega þriggja ára.AÐSEND Allt bendir til þess að læðan hafi innbyrt frostlög og var hún svæfð. Dýralæknir tjáði fjölskyldunni að líklegast hafi einhver sprautað frostleginum í fisk. „Sem lokkar kettina að. Hann er tiltölulega sætur, frostlögurinn, þannig að þau finna ekki eitthvað beiskt eða vont bragð þannig að þau borða þetta bara óhikað.“ Sveinborg segir að þegar slíkt sé uppi sé um einbeittan brotavilja að ræða. Fjölskyldan vakti athygli á þessu í Facebook hópi hverfisins. Ljóst er af athugasemdum að þetta virðist ekki í fyrsta sinn sem sambærilegur atburður gerist í hverfinu. „Fólk bara áttar sig ekki á því hver hugsar sér að gera svona hluti til að byrja með. Svo hafa nokkrir í sömu götu og við verið að lýsa sams konar málum,“ segir Sveinborg. Kettlingarnir fjórir eru vægast sagt krúttlegir.AÐSEND Fyrir tveimur árum bárust ítrekaðar fréttir af frostlögseitrun í Hveragerði eftir að margir kettir og hundar drápust þar. Sveinborg segir kattareigendur meðvitaða um varptíma fugla og að eigendur geri það sem þeir geti til að lágmarka þann skaða sem kettir geta valdið fuglalífi. „Ég held að flestir kattareigendur geri það sem þeir geti til að bjarga fuglunum. Þeir eru með svona trúðahringi og bjöllur og allskonar en þetta er bara í þeirra eðli þannig það er erfitt að ná þessu úr þeim. Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina.“ Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Kiwi var tæplega þriggja ára gömul læða sem skilur eftir sig fjóra kettlinga. Í gærmorgun tók fjölskyldan eftir því að hún var orðin slöpp og ólík sér. Þegar leið á daginn fór henni að versna og var tekin ákvörðun um að fara með hana til dýralæknis í rannsóknir. „Síðan er hringt í okkur rétt fyrir klukkan fjögur og sagt að hún sé komin það langt í nýrnabilun að hún muni að öllum líkindum ekki lifa nóttina af og mælt með að hún verði svæfð þann daginn,“ sagði Sveinborg Hafliðadóttir. Kiwi var tæplega þriggja ára.AÐSEND Allt bendir til þess að læðan hafi innbyrt frostlög og var hún svæfð. Dýralæknir tjáði fjölskyldunni að líklegast hafi einhver sprautað frostleginum í fisk. „Sem lokkar kettina að. Hann er tiltölulega sætur, frostlögurinn, þannig að þau finna ekki eitthvað beiskt eða vont bragð þannig að þau borða þetta bara óhikað.“ Sveinborg segir að þegar slíkt sé uppi sé um einbeittan brotavilja að ræða. Fjölskyldan vakti athygli á þessu í Facebook hópi hverfisins. Ljóst er af athugasemdum að þetta virðist ekki í fyrsta sinn sem sambærilegur atburður gerist í hverfinu. „Fólk bara áttar sig ekki á því hver hugsar sér að gera svona hluti til að byrja með. Svo hafa nokkrir í sömu götu og við verið að lýsa sams konar málum,“ segir Sveinborg. Kettlingarnir fjórir eru vægast sagt krúttlegir.AÐSEND Fyrir tveimur árum bárust ítrekaðar fréttir af frostlögseitrun í Hveragerði eftir að margir kettir og hundar drápust þar. Sveinborg segir kattareigendur meðvitaða um varptíma fugla og að eigendur geri það sem þeir geti til að lágmarka þann skaða sem kettir geta valdið fuglalífi. „Ég held að flestir kattareigendur geri það sem þeir geti til að bjarga fuglunum. Þeir eru með svona trúðahringi og bjöllur og allskonar en þetta er bara í þeirra eðli þannig það er erfitt að ná þessu úr þeim. Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina.“
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira