„Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. júní 2021 18:58 Nadía Lóa, Sveinborg og Róbert Sölvi. ARNAR HALLDÓRSSON Eigendur læðu sem nýlega eignaðist kettlinga telja að eitrað hafi verið fyrir henni með því að gefa henni frostlög. Þeir segja önnur svipuð tilvik hafa komið upp í nágrenninu, nánar tiltekið smáíbúðahverfinu. Kiwi var tæplega þriggja ára gömul læða sem skilur eftir sig fjóra kettlinga. Í gærmorgun tók fjölskyldan eftir því að hún var orðin slöpp og ólík sér. Þegar leið á daginn fór henni að versna og var tekin ákvörðun um að fara með hana til dýralæknis í rannsóknir. „Síðan er hringt í okkur rétt fyrir klukkan fjögur og sagt að hún sé komin það langt í nýrnabilun að hún muni að öllum líkindum ekki lifa nóttina af og mælt með að hún verði svæfð þann daginn,“ sagði Sveinborg Hafliðadóttir. Kiwi var tæplega þriggja ára.AÐSEND Allt bendir til þess að læðan hafi innbyrt frostlög og var hún svæfð. Dýralæknir tjáði fjölskyldunni að líklegast hafi einhver sprautað frostleginum í fisk. „Sem lokkar kettina að. Hann er tiltölulega sætur, frostlögurinn, þannig að þau finna ekki eitthvað beiskt eða vont bragð þannig að þau borða þetta bara óhikað.“ Sveinborg segir að þegar slíkt sé uppi sé um einbeittan brotavilja að ræða. Fjölskyldan vakti athygli á þessu í Facebook hópi hverfisins. Ljóst er af athugasemdum að þetta virðist ekki í fyrsta sinn sem sambærilegur atburður gerist í hverfinu. „Fólk bara áttar sig ekki á því hver hugsar sér að gera svona hluti til að byrja með. Svo hafa nokkrir í sömu götu og við verið að lýsa sams konar málum,“ segir Sveinborg. Kettlingarnir fjórir eru vægast sagt krúttlegir.AÐSEND Fyrir tveimur árum bárust ítrekaðar fréttir af frostlögseitrun í Hveragerði eftir að margir kettir og hundar drápust þar. Sveinborg segir kattareigendur meðvitaða um varptíma fugla og að eigendur geri það sem þeir geti til að lágmarka þann skaða sem kettir geta valdið fuglalífi. „Ég held að flestir kattareigendur geri það sem þeir geti til að bjarga fuglunum. Þeir eru með svona trúðahringi og bjöllur og allskonar en þetta er bara í þeirra eðli þannig það er erfitt að ná þessu úr þeim. Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina.“ Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Kiwi var tæplega þriggja ára gömul læða sem skilur eftir sig fjóra kettlinga. Í gærmorgun tók fjölskyldan eftir því að hún var orðin slöpp og ólík sér. Þegar leið á daginn fór henni að versna og var tekin ákvörðun um að fara með hana til dýralæknis í rannsóknir. „Síðan er hringt í okkur rétt fyrir klukkan fjögur og sagt að hún sé komin það langt í nýrnabilun að hún muni að öllum líkindum ekki lifa nóttina af og mælt með að hún verði svæfð þann daginn,“ sagði Sveinborg Hafliðadóttir. Kiwi var tæplega þriggja ára.AÐSEND Allt bendir til þess að læðan hafi innbyrt frostlög og var hún svæfð. Dýralæknir tjáði fjölskyldunni að líklegast hafi einhver sprautað frostleginum í fisk. „Sem lokkar kettina að. Hann er tiltölulega sætur, frostlögurinn, þannig að þau finna ekki eitthvað beiskt eða vont bragð þannig að þau borða þetta bara óhikað.“ Sveinborg segir að þegar slíkt sé uppi sé um einbeittan brotavilja að ræða. Fjölskyldan vakti athygli á þessu í Facebook hópi hverfisins. Ljóst er af athugasemdum að þetta virðist ekki í fyrsta sinn sem sambærilegur atburður gerist í hverfinu. „Fólk bara áttar sig ekki á því hver hugsar sér að gera svona hluti til að byrja með. Svo hafa nokkrir í sömu götu og við verið að lýsa sams konar málum,“ segir Sveinborg. Kettlingarnir fjórir eru vægast sagt krúttlegir.AÐSEND Fyrir tveimur árum bárust ítrekaðar fréttir af frostlögseitrun í Hveragerði eftir að margir kettir og hundar drápust þar. Sveinborg segir kattareigendur meðvitaða um varptíma fugla og að eigendur geri það sem þeir geti til að lágmarka þann skaða sem kettir geta valdið fuglalífi. „Ég held að flestir kattareigendur geri það sem þeir geti til að bjarga fuglunum. Þeir eru með svona trúðahringi og bjöllur og allskonar en þetta er bara í þeirra eðli þannig það er erfitt að ná þessu úr þeim. Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina.“
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira