Telur ekki sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítala Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 20:55 Alma Möller landlæknir telur að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum á Landakoti. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir það ekki vera sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítalans vegna hópsýkingar á Landakoti. Hlutverk embættisins sé einungis að finna hvað hefði mátt fara betur. Í dag voru birtar niðurstöður skýrslu landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti þar sem fimmtíu og sjö starfsmenn og fjörutíu og tveir sjúklingar smituðust. Alma Möller, landlæknir segist reyna að draga lærdóm af svo hræðilegum atburði. „Það er hlutverk landlæknis að rannsaka alvarleg atvik til að finna á þeim skýringar svo allt sé hægt að gera til að hindra að þau endurtaki sig,“ segir Alma Að sögn Ölmu er heilmikil umbótavinna farin af stað á Landakoti. Úrbæturnar snúa að skimunum, gerð viðbragðsáætlunar, sýkingavörnum, fræðslu starfsfólks og innra eftirliti. Hólfaskipting og smitvarnir ekki eins góð og talið var Hún segir ástæðu þess hve langan tíma tók að greina þá sem voru smitaðir af veirunni, vera sú að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum. Í skýrslunni kemur fram að margt hefði mátt fara betur hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Ófullkomin hólfaskipting vegur þungt í þessu, að mati landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með sjúklingum og starfsfólki. „Ég hugsa að menn hafi haldið að hólfaskiptingin væri betri en raun var á. Eins og fram hefur komið í skýrslu Landspítala, þá er húsnæðið svo sannarlega ekki að vinna með okkur í heimsfaraldri. Þannig ég held að menn hafi almennt haldið að bæði hólfaskipting og smitvarnir væru betri en raunin varð á,“ segir Alma Möller landlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Í dag voru birtar niðurstöður skýrslu landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti þar sem fimmtíu og sjö starfsmenn og fjörutíu og tveir sjúklingar smituðust. Alma Möller, landlæknir segist reyna að draga lærdóm af svo hræðilegum atburði. „Það er hlutverk landlæknis að rannsaka alvarleg atvik til að finna á þeim skýringar svo allt sé hægt að gera til að hindra að þau endurtaki sig,“ segir Alma Að sögn Ölmu er heilmikil umbótavinna farin af stað á Landakoti. Úrbæturnar snúa að skimunum, gerð viðbragðsáætlunar, sýkingavörnum, fræðslu starfsfólks og innra eftirliti. Hólfaskipting og smitvarnir ekki eins góð og talið var Hún segir ástæðu þess hve langan tíma tók að greina þá sem voru smitaðir af veirunni, vera sú að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum. Í skýrslunni kemur fram að margt hefði mátt fara betur hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Ófullkomin hólfaskipting vegur þungt í þessu, að mati landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með sjúklingum og starfsfólki. „Ég hugsa að menn hafi haldið að hólfaskiptingin væri betri en raun var á. Eins og fram hefur komið í skýrslu Landspítala, þá er húsnæðið svo sannarlega ekki að vinna með okkur í heimsfaraldri. Þannig ég held að menn hafi almennt haldið að bæði hólfaskipting og smitvarnir væru betri en raunin varð á,“ segir Alma Möller landlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01