Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 12:14 Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. „Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri með öfugum formerkjum, vissulega, en þetta er einhver veruleiki sem ég vona að við getum tekist á við,“ sagði ráðherra í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. „Það eru alltaf vonbrigði þegar það er samdráttur í ráðgjöf. Það er óumdeilt. Við viljum öll vöxt í stofninum. Sem betur fer leggjast menn þétt yfir þetta og við sjáum hvernig úr þessu spilast.“ Klippa: Kristján Þór um þorskstofninn Stærð þorskstofnsins við Íslandsstrendur hefur verið ofmetin undanfarin ár að mati vísindamanna. Til að sporna við því að stofninn minnki enn frekar telur HAFRÓ vísast að draga svona verulega úr veiðunum. Ráðgjöf HAFRÓ var upp á 270 þúsund tonn árið 2019 og var stofninn þá í vexti að mati vísindamanna. 2020 var aflamarkið svo lækkað og nú er það lækkað enn frekar. Kristján Þór segir tvímælalaust um bakslag að ræða. „Ef við erum að sjá samdrátt í ráðgjöf er bakslag í væntingum. Væntingar okkar standa alltaf til þess að við getum byggt stofninn hægt og bítandi upp. Sumir segja að það hafi gerst á tiltölulega löngum tíma á meðan öðrum liggur meira á og vilja samfelldan vöxt,“ segir ráðherra. 5% samdráttur í aflamarki Rúm 30.000 tonn af þorski eru margra milljarða króna virði. Það eru tekjur sem ljóst er að rata ekki inn í hagkerfið vegna þessa. „Gróft mat í þessum efnum lætur nærri að í þorskígildum, sem er verðmætastuðullinn, sé þetta samdráttur í ráðgjöf í öllum tegundum upp á um 5%,“ segir Kristján, sem segir þetta þó veruleika sem hann vonast til að Íslendingar geti tekist á við. Ráðherra hefur undanfarin ár farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar en segir ekki fast í hendi hvenær hann gefur út aflamark fyrir tímabilið. Þar verði að líta til ýmissa sjónarmiða. „Við tökum náttúrulega ákvörðun í þessum efnum út frá grundvallarhagsmunum þjóðfélagsins í heild, ekki einstakra atvinnugreina eða hópa. Það er fyrst og fremst þjóðfélagið sem maður verður að hafa í huga,“ segir Kristján Þór. Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 50.429 tonn sem er 11% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni halda áfram að vaxa næstu tvö árin. Árgangar frá 2015–2017 eru metnir nálægt meðaltali, árgangur 2018 lítill og niðurstöður stofnmælinga benda til að árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri með öfugum formerkjum, vissulega, en þetta er einhver veruleiki sem ég vona að við getum tekist á við,“ sagði ráðherra í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. „Það eru alltaf vonbrigði þegar það er samdráttur í ráðgjöf. Það er óumdeilt. Við viljum öll vöxt í stofninum. Sem betur fer leggjast menn þétt yfir þetta og við sjáum hvernig úr þessu spilast.“ Klippa: Kristján Þór um þorskstofninn Stærð þorskstofnsins við Íslandsstrendur hefur verið ofmetin undanfarin ár að mati vísindamanna. Til að sporna við því að stofninn minnki enn frekar telur HAFRÓ vísast að draga svona verulega úr veiðunum. Ráðgjöf HAFRÓ var upp á 270 þúsund tonn árið 2019 og var stofninn þá í vexti að mati vísindamanna. 2020 var aflamarkið svo lækkað og nú er það lækkað enn frekar. Kristján Þór segir tvímælalaust um bakslag að ræða. „Ef við erum að sjá samdrátt í ráðgjöf er bakslag í væntingum. Væntingar okkar standa alltaf til þess að við getum byggt stofninn hægt og bítandi upp. Sumir segja að það hafi gerst á tiltölulega löngum tíma á meðan öðrum liggur meira á og vilja samfelldan vöxt,“ segir ráðherra. 5% samdráttur í aflamarki Rúm 30.000 tonn af þorski eru margra milljarða króna virði. Það eru tekjur sem ljóst er að rata ekki inn í hagkerfið vegna þessa. „Gróft mat í þessum efnum lætur nærri að í þorskígildum, sem er verðmætastuðullinn, sé þetta samdráttur í ráðgjöf í öllum tegundum upp á um 5%,“ segir Kristján, sem segir þetta þó veruleika sem hann vonast til að Íslendingar geti tekist á við. Ráðherra hefur undanfarin ár farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar en segir ekki fast í hendi hvenær hann gefur út aflamark fyrir tímabilið. Þar verði að líta til ýmissa sjónarmiða. „Við tökum náttúrulega ákvörðun í þessum efnum út frá grundvallarhagsmunum þjóðfélagsins í heild, ekki einstakra atvinnugreina eða hópa. Það er fyrst og fremst þjóðfélagið sem maður verður að hafa í huga,“ segir Kristján Þór. Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 50.429 tonn sem er 11% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni halda áfram að vaxa næstu tvö árin. Árgangar frá 2015–2017 eru metnir nálægt meðaltali, árgangur 2018 lítill og niðurstöður stofnmælinga benda til að árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26