Milljörðum lykilorða lekið á netið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júní 2021 20:02 Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Vísir/Egill Milljörðum lykilorða var lekið í umfangsmiklum gagnaleka í síðustu viku. Sérfræðingur í netöryggismálum segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fólk lendi í að gögnum tengdum þeim verði lekið. Gagnalekinn er sá stærsti sinnar tegundar, segir í frétt á vefsíðunni Cyber News en þar er því haldið fram að ríflega átta milljörðum lykilorða hafi verið lekið á netið. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að átta milljarðar séu líklega orðum ofaukið, þó lekinn sé vissulega gríðar stór. Þá sé ekki um nýjan leka að ræða heldur samansafn af gömlum lykilorðalekum. „Ég held það séu mikið fleiri lekar, sem við vitum ekki um. Og fyrirtæki hlaupa ekkert endilega með það í fréttirnar, eða hreinlega vita ekki af þeim,“ segir Valdimar. Mikilvægt sé að fólk temji sér ákveðnar reglur í netöryggismálum. „Það er að vera með tiltölulega flókin lykilorð. Lengd lykilorða skiptir líka máli,“ segir hann. Unnið að gerð hugbúnaðarins, sem gerir fólki kleift að athuga hvort gögnum um það hafi verið lekið. Vísir/Egill Best sé að vera með átta stafi eða meira, hástafi og tákn og breytileg lykilorð á milli miðla. Fjölmörg dæmi eru um að fólk noti sömu lykilorðin, og sum eru vinsælli en önnur. „Við höfum séð það að Sumar2020 er mjög vinsælt,“ segir Valdimar, og þannig sé það eftir árstíðum. Syndis vinnur nú að nýjum hugbúnaði sem gerir fólki kleift að athuga hvort það hafi lent í gagnaleka og hversu vel það hugar að eigin netöryggi. Búnaðurinn verður tekinn í notkun með haustinu en mun þó ekki koma í veg fyrir að gögnum fólks sé lekið. „Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær.“ Netöryggi Netglæpir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Gagnalekinn er sá stærsti sinnar tegundar, segir í frétt á vefsíðunni Cyber News en þar er því haldið fram að ríflega átta milljörðum lykilorða hafi verið lekið á netið. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að átta milljarðar séu líklega orðum ofaukið, þó lekinn sé vissulega gríðar stór. Þá sé ekki um nýjan leka að ræða heldur samansafn af gömlum lykilorðalekum. „Ég held það séu mikið fleiri lekar, sem við vitum ekki um. Og fyrirtæki hlaupa ekkert endilega með það í fréttirnar, eða hreinlega vita ekki af þeim,“ segir Valdimar. Mikilvægt sé að fólk temji sér ákveðnar reglur í netöryggismálum. „Það er að vera með tiltölulega flókin lykilorð. Lengd lykilorða skiptir líka máli,“ segir hann. Unnið að gerð hugbúnaðarins, sem gerir fólki kleift að athuga hvort gögnum um það hafi verið lekið. Vísir/Egill Best sé að vera með átta stafi eða meira, hástafi og tákn og breytileg lykilorð á milli miðla. Fjölmörg dæmi eru um að fólk noti sömu lykilorðin, og sum eru vinsælli en önnur. „Við höfum séð það að Sumar2020 er mjög vinsælt,“ segir Valdimar, og þannig sé það eftir árstíðum. Syndis vinnur nú að nýjum hugbúnaði sem gerir fólki kleift að athuga hvort það hafi lent í gagnaleka og hversu vel það hugar að eigin netöryggi. Búnaðurinn verður tekinn í notkun með haustinu en mun þó ekki koma í veg fyrir að gögnum fólks sé lekið. „Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær.“
Netöryggi Netglæpir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira