Rasísk merki og húðflúr gerð óheimil eftir fánamálið Snorri Másson skrifar 14. júní 2021 13:45 Lögreglukona sem bar þrjá fána sem notaðir hafa verið á vettvangi öfgahreyfinga sagðist ekki hafa vitað að þau hefðu neikvæða skírskotun, þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um málið. Ljósmynd af lögreglukonunni vakti hörð viðbrögð í vetur og sagði lögreglan að þetta væru alls ekki skilaboðin sem hún vildi senda frá sér. Eggert Jóhannesson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur hert reglur um einkennisfatnað íslenskra lögreglumanna. Lögreglumönnum er nú samkvæmt reglugerð óheimilt að bera sýnileg merki eða húðflúr „sem almennt þykja til þess fallin að ýta undir mismunun eða öfgahyggju.“ Ef ágreiningur myndast um það hvað telst til slíkra merkja er það lögreglustjóra að meta það. Hann getur síðan skotið málum til ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Ný reglugerð var undirrituð í maí en í október í fyrra vakti það hörð viðbrögð þegar lögreglukona bar þrjá fána á búning sínum sem tengdir hafa verið við hatursorðræðu hvers konar. Sömu fánar höfðu verið notaðir af rasískum öfgasamtökum. Áslaug Arna sagði þá að haturstákn yrðu ekki liðin innan lögreglunnar og að það væri lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki slík merki frá sér. Nú hefur hún breytt reglugerðinni svo að sérstaklega sé kveðið á um þetta, en í eldri reglugerð var ekki vikið að utanaðkomandi einkennismerkjum. Önnur breyting í reglugerðinni er sú að lögreglumönnum er einfaldlega bannað að bera önnur merki og tákn en þau sem tilheyra almennum einkennisfatnaði þeirra. Merkin á þeim einkennisfatnaði eru lögreglumerki eru á báðum ermum. Á baki og hægra megin á brjósti er merkið „Lögreglan“ en vinstra megin á brjósti merkið „Police“. Ríkislögreglustjóra er heimilt í sérstökum tilvikum að merkja einnig með merkinu „Police“ á baki. Endurskinsmerkingar eru heimilar. Notkun annarra merkja eða tákna á einkennisfatnað eða búnað lögreglu er óheimil, nema sem heimiluð er sérstaklega skv. reglugerð þessari eða reglna settra af ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Það er alveg skýrt, haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 22, 2020 Efsti fáninn á búning lögreglukonunnar er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Höfuðkúpumerkið er þá „The Punisher“ sem er merki sem hefur verið notaður í samhengi við gróft ofbeldi í baráttunni gegn glæpum. Lögreglan Húðflúr Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Lögreglumönnum er nú samkvæmt reglugerð óheimilt að bera sýnileg merki eða húðflúr „sem almennt þykja til þess fallin að ýta undir mismunun eða öfgahyggju.“ Ef ágreiningur myndast um það hvað telst til slíkra merkja er það lögreglustjóra að meta það. Hann getur síðan skotið málum til ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Ný reglugerð var undirrituð í maí en í október í fyrra vakti það hörð viðbrögð þegar lögreglukona bar þrjá fána á búning sínum sem tengdir hafa verið við hatursorðræðu hvers konar. Sömu fánar höfðu verið notaðir af rasískum öfgasamtökum. Áslaug Arna sagði þá að haturstákn yrðu ekki liðin innan lögreglunnar og að það væri lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki slík merki frá sér. Nú hefur hún breytt reglugerðinni svo að sérstaklega sé kveðið á um þetta, en í eldri reglugerð var ekki vikið að utanaðkomandi einkennismerkjum. Önnur breyting í reglugerðinni er sú að lögreglumönnum er einfaldlega bannað að bera önnur merki og tákn en þau sem tilheyra almennum einkennisfatnaði þeirra. Merkin á þeim einkennisfatnaði eru lögreglumerki eru á báðum ermum. Á baki og hægra megin á brjósti er merkið „Lögreglan“ en vinstra megin á brjósti merkið „Police“. Ríkislögreglustjóra er heimilt í sérstökum tilvikum að merkja einnig með merkinu „Police“ á baki. Endurskinsmerkingar eru heimilar. Notkun annarra merkja eða tákna á einkennisfatnað eða búnað lögreglu er óheimil, nema sem heimiluð er sérstaklega skv. reglugerð þessari eða reglna settra af ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Það er alveg skýrt, haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 22, 2020 Efsti fáninn á búning lögreglukonunnar er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Höfuðkúpumerkið er þá „The Punisher“ sem er merki sem hefur verið notaður í samhengi við gróft ofbeldi í baráttunni gegn glæpum.
Lögreglan Húðflúr Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51
„Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent