Leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2021 12:00 Guðlaugur Þór sækir fund NATO í Brussel. Vísir/Sigurjón Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel hófst á tólfta tímanum. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn sem stendur nú yfir. Fjöldi mála er til umræðu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í ávarpi í morgun að málefni Rússlands og Kína sem og netöryggismál verði ofarlega á blaði. Guðlaugur Þór tekur í sama streng og segir netöryggismál verða sífellt meira áberandi. Þau séu áherslumál. „Sömuleiðis hafa verið áhyggjur af hernaðaruppbyggingu og framferði Rússa eins og við þekkjum. Það er óróasamstaða bandalagsríkjanna gagnvart því að standa þar vörð.“ Grunngildi aðalatriðið Hann segir Ísland kalla eftir því að áhersla verði lögð á málefni kvenna, friðar og öryggis. Grunngildi bandalagsins séu svo aðalatriðið. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkjanna. Við erum ánægð með að tillögurnar sem nú liggja fyrir innihaldi metnaðarfull markmið um loftslags- og öryggismál og að bandalagið gegni sínu hlutverki við að standa vörð um grundvöll reglna í alþjóðasamskiptum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Í valdatíð Trumps þótti málflutningur Bandaríkjastjórnar innan NATO einkennast af ágreiningi. Að sögn Guðlaugs hefur Biden lagt áherslu á samstöðu, samtal og samvinnu við bandamenn. Það kveði við annan tón í málflutningi Bandaríkjastjórnar eftir valdaskiptin. „Það skal samt haft í huga að Bandaríkjamenn juku þátttöku sína í samstarfi NATO, þótt tónninn hafi verið annar en hjá núverandi stjórn. Það er mjög skýrt frá Biden að hann leggur mikla áherslu á samráð og samtal við sína helstu bandamenn. Það er annar tónn en við heyrðum áður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Utanríkismál Varnarmál NATO Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn sem stendur nú yfir. Fjöldi mála er til umræðu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í ávarpi í morgun að málefni Rússlands og Kína sem og netöryggismál verði ofarlega á blaði. Guðlaugur Þór tekur í sama streng og segir netöryggismál verða sífellt meira áberandi. Þau séu áherslumál. „Sömuleiðis hafa verið áhyggjur af hernaðaruppbyggingu og framferði Rússa eins og við þekkjum. Það er óróasamstaða bandalagsríkjanna gagnvart því að standa þar vörð.“ Grunngildi aðalatriðið Hann segir Ísland kalla eftir því að áhersla verði lögð á málefni kvenna, friðar og öryggis. Grunngildi bandalagsins séu svo aðalatriðið. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkjanna. Við erum ánægð með að tillögurnar sem nú liggja fyrir innihaldi metnaðarfull markmið um loftslags- og öryggismál og að bandalagið gegni sínu hlutverki við að standa vörð um grundvöll reglna í alþjóðasamskiptum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Í valdatíð Trumps þótti málflutningur Bandaríkjastjórnar innan NATO einkennast af ágreiningi. Að sögn Guðlaugs hefur Biden lagt áherslu á samstöðu, samtal og samvinnu við bandamenn. Það kveði við annan tón í málflutningi Bandaríkjastjórnar eftir valdaskiptin. „Það skal samt haft í huga að Bandaríkjamenn juku þátttöku sína í samstarfi NATO, þótt tónninn hafi verið annar en hjá núverandi stjórn. Það er mjög skýrt frá Biden að hann leggur mikla áherslu á samráð og samtal við sína helstu bandamenn. Það er annar tónn en við heyrðum áður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Utanríkismál Varnarmál NATO Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira