Sjáðu mörkin úr sigurleikjum Englands, Hollands og Austurríkis á EM í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 08:00 Raheem Sterling fagnar sigurmarki sínu en með honum er liðsfélagi hans Mason Mount. AP/Justin Tallis Þrír leikir fóru fram á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær og í þeim voru skoruð tíu mörk sem gerir þetta að markahæsta degi Evrópumótsins til þessa. Raheem Sterling skoraði eina markið þegar England vann 1-0 sigur á Króatíu en markið kom eftir frábæran undirbúning frá Leeds leikmanninum Kalvin Phillips. Phillips var frábær á miðju Englendinga í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Englendinga á EM þar sem liðið vinnur fyrsta leikinn sinn á mótinu en hann kom í tíundu tilraun. Klippa: Markasyrpa frá leikjum EM 13. júní Varamennirnir Michael Gregoritsch og Marko Arnautovic tryggði Austurríkismönnum 3-1 sigur á Norður Makedóníu með mörkum á lokakafla leiksins. Gregoritsch skoraði eftir fyrirgjöf fyrirliðans David Alaba en Arnautovic eftir vandræðalegan varnarleik nýliðanna á EM. Hinn 37 ára gamli Goran Pandev hafði jafnað metin fyrir Norður Makedóníu á 28. mínútu í sínum 120. landsleik eftir að Stefan Lainer skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Austurríki eftir magnaða fyrirgjöf Marcel Sabitzer. Þetta var fyrst sigur Austurríkismanna í sögu EM. Denzel Dumfries tryggði Hollendingum 3-2 sigur á Úkraínu eftir að hollenska liðið hafði misst niður 2-0 forystu. Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Georginio Wijnaldum og Wout Weghorst komu Hollandi í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibli en Andriy Yarmolenko kom þá Úkraínu á blað með frábæru skoti áður en Roman Yaremchuk jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Sigurmark Denzel Dumfries kom á 85. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá varamanninum Nathan Ake. Hollendingar unnu þar með sinn fyrsta leik á stórmóti í sjö ár en þeir misstu bæði af EM 2016 og HM 2018. Hér í myndbandinu fyrir ofan má sjá markasyrpu frá leikjunum þremur á EM í gær. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Raheem Sterling skoraði eina markið þegar England vann 1-0 sigur á Króatíu en markið kom eftir frábæran undirbúning frá Leeds leikmanninum Kalvin Phillips. Phillips var frábær á miðju Englendinga í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Englendinga á EM þar sem liðið vinnur fyrsta leikinn sinn á mótinu en hann kom í tíundu tilraun. Klippa: Markasyrpa frá leikjum EM 13. júní Varamennirnir Michael Gregoritsch og Marko Arnautovic tryggði Austurríkismönnum 3-1 sigur á Norður Makedóníu með mörkum á lokakafla leiksins. Gregoritsch skoraði eftir fyrirgjöf fyrirliðans David Alaba en Arnautovic eftir vandræðalegan varnarleik nýliðanna á EM. Hinn 37 ára gamli Goran Pandev hafði jafnað metin fyrir Norður Makedóníu á 28. mínútu í sínum 120. landsleik eftir að Stefan Lainer skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Austurríki eftir magnaða fyrirgjöf Marcel Sabitzer. Þetta var fyrst sigur Austurríkismanna í sögu EM. Denzel Dumfries tryggði Hollendingum 3-2 sigur á Úkraínu eftir að hollenska liðið hafði misst niður 2-0 forystu. Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Georginio Wijnaldum og Wout Weghorst komu Hollandi í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibli en Andriy Yarmolenko kom þá Úkraínu á blað með frábæru skoti áður en Roman Yaremchuk jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Sigurmark Denzel Dumfries kom á 85. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá varamanninum Nathan Ake. Hollendingar unnu þar með sinn fyrsta leik á stórmóti í sjö ár en þeir misstu bæði af EM 2016 og HM 2018. Hér í myndbandinu fyrir ofan má sjá markasyrpu frá leikjunum þremur á EM í gær. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira